Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra

Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, beitti Aldísi Hilm­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi yfir­mann fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, ítrek­uðu ein­elti og færði hana til í starfi á röngum for­send­um. Aldís hefur stefnt rík­inu á grund­velli þess að til­færsla hennar í starfi hafi verið sak­næm og ólög­mæt. Sig­ríður Björk neitar að tjá sig um mál­ið. 

„Dul­búin og fyr­ir­vara­laus brott­vikn­ing“

Stefnan var birt rík­is­lög­manni í vik­unni. Þess er kraf­ist að til­færslan verði ógild og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða Aldísi 2,3 millj­ónir króna í miska­bæt­ur. Fram kemur í stefn­unni að rök fyrir breyt­ingu á starfi Aldísar hafi verið byggð á ómál­efna­legum for­sendum og tekin án þess að gæta að lögum og reglum um stjórn­sýslu­rétt. Ákvörð­unin hafi í raun falið í sér „dul­búna og fyr­ir­vara­lausa brott­vikn­ingu úr starf­i.“ Þá er vísað til þess að lög­reglu­stjór­inn hafi aldrei litið á breyt­ing­una sem neitt annað en brott­rekst­ur, þar sem hún vís­aði til Aldísar í fjöl­miðlum í júní sem „fyrr­ver­andi yfir­mann“ fíkni­efna­deild­ar. 

Sig­ríður Björk færði Aldísi til í starfi viku eftir að Aldís átti fund með Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra þar sem sam­skipta­vandi innan lög­regl­unnar var meðal ann­ars rædd­ur. Hún var áður yfir­maður fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar. 

Auglýsing

Fékk ekki and­mæla­rétt

Í stefn­unni er málið útli­stað og upp talin atriði sem hafa valdið því að til­færsla Aldísar í starfi hafi verið henni íþyngj­andi. Lög­reglu­stjóri hafi tekið ákvörð­un­ina gegn vilja Aldísar og hafði það í för með sér að hún var svipt öllum manna­for­ráð­um. Hún var í kjöl­farið sett undir stjórn starfs­manns sem nýtur ekki form­legrar tignar innan lög­regl­unn­ar. Hún fékk allt öðru­vísi verk­efni en hún var vön að fást við og ekki lá fyrir hversu lengi þessi breyt­ing í starfi átti að standa. Karl­maður með minni reynslu af rann­sóknum brota en Aldís og enga reynslu af stjórnun rann­sókn­ar­deildar var settur í hennar stað. 

Þá segir í stefn­unni að Sig­ríður Björk hafi brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga á fleiri en einn hátt, meðal ann­ars með því að neita Aldísi um að and­mæla þegar henni var til­kynnt um breyt­ing­arn­ar. Hún fékk því aldrei að koma sjón­ar­miðum sínum form­lega á fram­færi. 

Las upp úr tölvu­póstum fyrir und­ir­menn

Aldís segir Sig­ríði Björk hafa lagt sig í ein­elti á vinnu­staðnum með ámæl­is­verðum hætti. Í stefn­unni kemur fram að með end­ur­teknum hætti hafi hún valdið henni van­líð­an, meðal ann­ars með því að draga að skipa hana í starf sem aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutn­ing til hér­aðs­sak­sókn­ara og gengið um deild Aldísar og lesið upp­hátt úr tölvu­póstum hennar til sín fyrir und­ir­menn og aðra sam­starfs­menn Aldís­ar.  

Fer­ill máls­ins

 • Apríl 2014 - Aldís var ráðin til eins árs sem aðstoð­­ar­yf­­ir­lög­­reglu­­þjónn og yfir­­­maður fíkn­i­efna­­deild­­ar, með fram­­tíð­­ar­­skipun í huga.
 • Vorið 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur feng­inn til að meta sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Ágrein­ingur kom upp á milli Aldísar og Sig­ríðar Bjarkar um hvernig taka ætti á málum starfs­­manns í deild Aldísar sem hafði verið sak­aður um brot í starf­i.
 • 29. apríl 2015 - Aldís var skipuð í stöð­una til næstu fimm ára.
 • Júlí 2015 - Rann­­sókn­­ar­­deildir fjár­­muna­brota og fíkn­i­efna­brota voru sam­ein­aðar í nýja deild undir stjórn Aldís­­ar.
 • Sept­­em­ber 2015 - Inn­­­leið­ing­­ar­hópur tekur til starfa til að inn­­­leiða breyt­ing­­arnar á nýju deild­inni. Aldís var í þeim hópi.
 • Nóv­­em­ber 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur skilar skýrslu um sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unn­­ar.
 • 14. des­em­ber 2015 - Aldís var boðuð á fund Sig­ríðar Bjark­­ar. Á fund­inum var einnig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, aðal­­lög­fræð­ingur emb­ætt­is­ins. Í stefn­unni segir að á fund­inum hafi lög­­­reglu­­stjóri „á fram­­færi ýmsum órök­studdm ásök­unum á hendur stefn­anda og bauð stefn­anda í lok fundar að flytja sig til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara.“
 • Jan­úar 2016 - 17 lög­­­reglu­­menn höfðu kvartað til Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna vegna vinn­u­bragða og fram­komu lög­­­reglu­­stjóra.
 • 15. jan­úar 2016 - Aldís á fund með Ólöfu Nor­­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra þar sem hún ræðir um sam­­skipta­­vanda hennar og lög­­­reglu­­stjór­ans. Síðar sama dag kom Sig­ríður Björk á skrif­­stofu Aldísar til að ræða hvað fram hefði farið á fund­inum með inn­­an­­rík­­is­ráð­herra.
 • 18. jan­úar 2016 - Aldís fékk tölvu­­póst frá lög­­­reglu­­stjóra þar sem henni var til­­kynnt að „vegna ástands­ins í fíkn­i­efna­­deild­inni“ hafi lög­­­reglu­­stjóri ákveðið að breyta skipan val­­nefndar sem hafði það hlut­verk að ráða nýja lög­­­reglu­­full­­trúa í hina mið­lægu deild undir stjórn henn­­ar. Þá sagði Sig­ríður Björk einnig að Aldís ætti ekki lengur sæti i nefnd sem réði í nýjar stöð­­ur, en Aldís hafði verið skráður tengiliður fyrir nýja umsækj­end­­ur.
 • 22. jan­úar 2016 - Sig­ríður Björk til­­kynnti Aldísi breyt­ingar á starfs­­skyldum hennar og afhenti henni bréf þess efn­­is. Breyt­ingin átti að taka gildi frá og með 25. jan­úar og vara í hálft ár eða þar til annað yrði ákveð­ið. Hún átti þá að vinna nýtt starf á nýrri deild, undir stjórn Öldu Hrann­­ar. Í kjöl­farið fór Sig­ríður Björk í við­­töl í fjöl­miðlum og nafn­­greindi Aldísi án hennar leyf­­­is.
 • 25. jan­úar 2016 - Aldís óskaði eftir rök­­stuðn­­ing­i.
 • 5. febr­­úar 2016 - Sig­ríður Björk sendi rök­­stuðn­­ing. Í stefn­unni segir að hann hafi helg­­ast „öðrum þræði af til­­hæfu­­lausum hug­­myndum um að stefn­andi hefði á ein­hvern hátt gerst sek um van­rækslu í starfi og ásak­­anir á hana bornar sem ekki eiga við nein rök að styðj­­ast.“
 • 23. febr­­úar 2016 - Aldís svarar bréfi Sig­ríðar Bjarkar og bendir henni á að brotið hefði verið gegn rétt­indum henn­­ar.

Mikið áfall

Ákvörðun lög­reglu­stjór­ans varð Aldísi mikið áfall og segir í stefn­unni að þetta hafi verið áfell­is­dómur yfir hennar störfum hjá lög­regl­unni. Hún hefur verið óvinnu­fær síð­an. Þá hefur það haft áhrif hversu mikla athygli málið hefur fengið í fjöl­miðlum og að Sig­ríður Björk hafi tjáð sig um það með „op­in­ská­um, röngum og mis­vísandi hætt­i“. Orð­spor Aldísar hafi því beðið til­hæfu­lausa hnekki. 

Skorað á ráð­herra að leggja fram skýrsl­una

Skorað er á Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra að mæta fyrir dóm fyrir hönd íslenska rík­is­ins þegar málið verður þing­fest í dóms­húsi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur þann 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þá er einnig skorað á ríkið að leggja fram skýrslu vinnu­sál­fræð­ings sem greindi sam­skipta­vand­ann innan lög­regl­unn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None