Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra

Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Auglýsing

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, beitti Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, ítrekuðu einelti og færði hana til í starfi á röngum forsendum. Aldís hefur stefnt ríkinu á grundvelli þess að tilfærsla hennar í starfi hafi verið saknæm og ólögmæt. Sigríður Björk neitar að tjá sig um málið. 

„Dulbúin og fyrirvaralaus brottvikning“

Stefnan var birt ríkislögmanni í vikunni. Þess er krafist að tilfærslan verði ógild og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða Aldísi 2,3 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í stefnunni að rök fyrir breytingu á starfi Aldísar hafi verið byggð á ómálefnalegum forsendum og tekin án þess að gæta að lögum og reglum um stjórnsýslurétt. Ákvörðunin hafi í raun falið í sér „dulbúna og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.“ Þá er vísað til þess að lögreglustjórinn hafi aldrei litið á breytinguna sem neitt annað en brottrekstur, þar sem hún vísaði til Aldísar í fjölmiðlum í júní sem „fyrrverandi yfirmann“ fíkniefnadeildar. 

Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi viku eftir að Aldís átti fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þar sem samskiptavandi innan lögreglunnar var meðal annars ræddur. Hún var áður yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. 

Auglýsing

Fékk ekki andmælarétt

Í stefnunni er málið útlistað og upp talin atriði sem hafa valdið því að tilfærsla Aldísar í starfi hafi verið henni íþyngjandi. Lögreglustjóri hafi tekið ákvörðunina gegn vilja Aldísar og hafði það í för með sér að hún var svipt öllum mannaforráðum. Hún var í kjölfarið sett undir stjórn starfsmanns sem nýtur ekki formlegrar tignar innan lögreglunnar. Hún fékk allt öðruvísi verkefni en hún var vön að fást við og ekki lá fyrir hversu lengi þessi breyting í starfi átti að standa. Karlmaður með minni reynslu af rannsóknum brota en Aldís og enga reynslu af stjórnun rannsóknardeildar var settur í hennar stað. 

Þá segir í stefnunni að Sigríður Björk hafi brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga á fleiri en einn hátt, meðal annars með því að neita Aldísi um að andmæla þegar henni var tilkynnt um breytingarnar. Hún fékk því aldrei að koma sjónarmiðum sínum formlega á framfæri. 

Las upp úr tölvupóstum fyrir undirmenn

Aldís segir Sigríði Björk hafa lagt sig í einelti á vinnustaðnum með ámælisverðum hætti. Í stefnunni kemur fram að með endurteknum hætti hafi hún valdið henni vanlíðan, meðal annars með því að draga að skipa hana í starf sem aðstoðaryfirlögregluþjón, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutning til héraðssaksóknara og gengið um deild Aldísar og lesið upphátt úr tölvupóstum hennar til sín fyrir undirmenn og aðra samstarfsmenn Aldísar.  

Ferill málsins

 • Apríl 2014 - Aldís var ráðin til eins árs sem aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn og yfir­maður fíkni­efna­deild­ar, með fram­tíð­ar­skipun í huga.
 • Vorið 2015 - Vinnu­sál­fræð­ingur feng­inn til að meta sam­skipta­vanda innan lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ágrein­ingur kom upp á milli Aldísar og Sig­ríðar Bjarkar um hvernig taka ætti á málum starfs­manns í deild Aldísar sem hafði verið sak­aður um brot í starf­i.
 • 29. apríl 2015 - Aldís var skipuð í stöð­una til næstu fimm ára.
 • Júlí 2015 - Rann­sókn­ar­deildir fjár­muna­brota og fíkni­efna­brota voru sam­ein­aðar í nýja deild undir stjórn Aldís­ar.
 • Sept­em­ber 2015 - Inn­leið­ing­ar­hópur tekur til starfa til að inn­leiða breyt­ing­arnar á nýju deild­inni. Aldís var í þeim hópi.
 • Nóv­em­ber 2015 - Vinnu­sál­fræð­ingur skilar skýrslu um sam­skipta­vanda innan lög­regl­unn­ar.
 • 14. des­em­ber 2015 - Aldís var boðuð á fund Sig­ríðar Bjark­ar. Á fund­inum var einnig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, aðal­lög­fræð­ingur emb­ætt­is­ins. Í stefn­unni segir að á fund­inum hafi lög­reglu­stjóri „á fram­færi ýmsum órök­studdm ásök­unum á hendur stefn­anda og bauð stefn­anda í lok fundar að flytja sig til hér­aðs­sak­sókn­ara.“
 • Jan­úar 2016 - 17 lög­reglu­menn höfðu kvartað til Lands­sam­bands lög­reglu­manna vegna vinnu­bragða og fram­komu lög­reglu­stjóra.
 • 15. jan­úar 2016 - Aldís á fund með Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra þar sem hún ræðir um sam­skipta­vanda hennar og lög­reglu­stjór­ans. Síðar sama dag kom Sig­ríður Björk á skrif­stofu Aldísar til að ræða hvað fram hefði farið á fund­inum með inn­an­rík­is­ráð­herra.
 • 18. jan­úar 2016 - Aldís fékk tölvu­póst frá lög­reglu­stjóra þar sem henni var til­kynnt að „vegna ástands­ins í fíkni­efna­deild­inni“ hafi lög­reglu­stjóri ákveðið að breyta skipan val­nefndar sem hafði það hlut­verk að ráða nýja lög­reglu­full­trúa í hina mið­lægu deild undir stjórn henn­ar. Þá sagði Sig­ríður Björk einnig að Aldís ætti ekki lengur sæti i nefnd sem réði í nýjar stöð­ur, en Aldís hafði verið skráður tengiliður fyrir nýja umsækj­end­ur.
 • 22. jan­úar 2016 - Sig­ríður Björk til­kynnti Aldísi breyt­ingar á starfs­skyldum hennar og afhenti henni bréf þess efn­is. Breyt­ingin átti að taka gildi frá og með 25. jan­úar og vara í hálft ár eða þar til annað yrði ákveð­ið. Hún átti þá að vinna nýtt starf á nýrri deild, undir stjórn Öldu Hrann­ar. Í kjöl­farið fór Sig­ríður Björk í við­töl í fjöl­miðlum og nafn­greindi Aldísi án hennar leyf­is.
 • 25. jan­úar 2016 - Aldís óskaði eftir rök­stuðn­ing­i.
 • 5. febr­úar 2016 - Sig­ríður Björk sendi rök­stuðn­ing. Í stefn­unni segir að hann hafi helg­ast „öðrum þræði af til­hæfu­lausum hug­myndum um að stefn­andi hefði á ein­hvern hátt gerst sek um van­rækslu í starfi og ásak­anir á hana bornar sem ekki eiga við nein rök að styðj­ast.“
 • 23. febr­úar 2016 - Aldís svarar bréfi Sig­ríðar Bjarkar og bendir henni á að brotið hefði verið gegn rétt­indum henn­ar.

Mikið áfall

Ákvörðun lögreglustjórans varð Aldísi mikið áfall og segir í stefnunni að þetta hafi verið áfellisdómur yfir hennar störfum hjá lögreglunni. Hún hefur verið óvinnufær síðan. Þá hefur það haft áhrif hversu mikla athygli málið hefur fengið í fjölmiðlum og að Sigríður Björk hafi tjáð sig um það með „opinskáum, röngum og misvísandi hætti“. Orðspor Aldísar hafi því beðið tilhæfulausa hnekki. 

Skorað á ráðherra að leggja fram skýrsluna

Skorað er á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að mæta fyrir dóm fyrir hönd íslenska ríkisins þegar málið verður þingfest í dómshúsi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. september næstkomandi. Þá er einnig skorað á ríkið að leggja fram skýrslu vinnusálfræðings sem greindi samskiptavandann innan lögreglunnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None