Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra

Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, beitti Aldísi Hilm­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi yfir­mann fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, ítrek­uðu ein­elti og færði hana til í starfi á röngum for­send­um. Aldís hefur stefnt rík­inu á grund­velli þess að til­færsla hennar í starfi hafi verið sak­næm og ólög­mæt. Sig­ríður Björk neitar að tjá sig um mál­ið. 

„Dul­búin og fyr­ir­vara­laus brott­vikn­ing“

Stefnan var birt rík­is­lög­manni í vik­unni. Þess er kraf­ist að til­færslan verði ógild og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða Aldísi 2,3 millj­ónir króna í miska­bæt­ur. Fram kemur í stefn­unni að rök fyrir breyt­ingu á starfi Aldísar hafi verið byggð á ómál­efna­legum for­sendum og tekin án þess að gæta að lögum og reglum um stjórn­sýslu­rétt. Ákvörð­unin hafi í raun falið í sér „dul­búna og fyr­ir­vara­lausa brott­vikn­ingu úr starf­i.“ Þá er vísað til þess að lög­reglu­stjór­inn hafi aldrei litið á breyt­ing­una sem neitt annað en brott­rekst­ur, þar sem hún vís­aði til Aldísar í fjöl­miðlum í júní sem „fyrr­ver­andi yfir­mann“ fíkni­efna­deild­ar. 

Sig­ríður Björk færði Aldísi til í starfi viku eftir að Aldís átti fund með Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra þar sem sam­skipta­vandi innan lög­regl­unnar var meðal ann­ars rædd­ur. Hún var áður yfir­maður fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar. 

Auglýsing

Fékk ekki and­mæla­rétt

Í stefn­unni er málið útli­stað og upp talin atriði sem hafa valdið því að til­færsla Aldísar í starfi hafi verið henni íþyngj­andi. Lög­reglu­stjóri hafi tekið ákvörð­un­ina gegn vilja Aldísar og hafði það í för með sér að hún var svipt öllum manna­for­ráð­um. Hún var í kjöl­farið sett undir stjórn starfs­manns sem nýtur ekki form­legrar tignar innan lög­regl­unn­ar. Hún fékk allt öðru­vísi verk­efni en hún var vön að fást við og ekki lá fyrir hversu lengi þessi breyt­ing í starfi átti að standa. Karl­maður með minni reynslu af rann­sóknum brota en Aldís og enga reynslu af stjórnun rann­sókn­ar­deildar var settur í hennar stað. 

Þá segir í stefn­unni að Sig­ríður Björk hafi brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga á fleiri en einn hátt, meðal ann­ars með því að neita Aldísi um að and­mæla þegar henni var til­kynnt um breyt­ing­arn­ar. Hún fékk því aldrei að koma sjón­ar­miðum sínum form­lega á fram­færi. 

Las upp úr tölvu­póstum fyrir und­ir­menn

Aldís segir Sig­ríði Björk hafa lagt sig í ein­elti á vinnu­staðnum með ámæl­is­verðum hætti. Í stefn­unni kemur fram að með end­ur­teknum hætti hafi hún valdið henni van­líð­an, meðal ann­ars með því að draga að skipa hana í starf sem aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutn­ing til hér­aðs­sak­sókn­ara og gengið um deild Aldísar og lesið upp­hátt úr tölvu­póstum hennar til sín fyrir und­ir­menn og aðra sam­starfs­menn Aldís­ar.  

Fer­ill máls­ins

 • Apríl 2014 - Aldís var ráðin til eins árs sem aðstoð­­ar­yf­­ir­lög­­reglu­­þjónn og yfir­­­maður fíkn­i­efna­­deild­­ar, með fram­­tíð­­ar­­skipun í huga.
 • Vorið 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur feng­inn til að meta sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Ágrein­ingur kom upp á milli Aldísar og Sig­ríðar Bjarkar um hvernig taka ætti á málum starfs­­manns í deild Aldísar sem hafði verið sak­aður um brot í starf­i.
 • 29. apríl 2015 - Aldís var skipuð í stöð­una til næstu fimm ára.
 • Júlí 2015 - Rann­­sókn­­ar­­deildir fjár­­muna­brota og fíkn­i­efna­brota voru sam­ein­aðar í nýja deild undir stjórn Aldís­­ar.
 • Sept­­em­ber 2015 - Inn­­­leið­ing­­ar­hópur tekur til starfa til að inn­­­leiða breyt­ing­­arnar á nýju deild­inni. Aldís var í þeim hópi.
 • Nóv­­em­ber 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur skilar skýrslu um sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unn­­ar.
 • 14. des­em­ber 2015 - Aldís var boðuð á fund Sig­ríðar Bjark­­ar. Á fund­inum var einnig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, aðal­­lög­fræð­ingur emb­ætt­is­ins. Í stefn­unni segir að á fund­inum hafi lög­­­reglu­­stjóri „á fram­­færi ýmsum órök­studdm ásök­unum á hendur stefn­anda og bauð stefn­anda í lok fundar að flytja sig til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara.“
 • Jan­úar 2016 - 17 lög­­­reglu­­menn höfðu kvartað til Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna vegna vinn­u­bragða og fram­komu lög­­­reglu­­stjóra.
 • 15. jan­úar 2016 - Aldís á fund með Ólöfu Nor­­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra þar sem hún ræðir um sam­­skipta­­vanda hennar og lög­­­reglu­­stjór­ans. Síðar sama dag kom Sig­ríður Björk á skrif­­stofu Aldísar til að ræða hvað fram hefði farið á fund­inum með inn­­an­­rík­­is­ráð­herra.
 • 18. jan­úar 2016 - Aldís fékk tölvu­­póst frá lög­­­reglu­­stjóra þar sem henni var til­­kynnt að „vegna ástands­ins í fíkn­i­efna­­deild­inni“ hafi lög­­­reglu­­stjóri ákveðið að breyta skipan val­­nefndar sem hafði það hlut­verk að ráða nýja lög­­­reglu­­full­­trúa í hina mið­lægu deild undir stjórn henn­­ar. Þá sagði Sig­ríður Björk einnig að Aldís ætti ekki lengur sæti i nefnd sem réði í nýjar stöð­­ur, en Aldís hafði verið skráður tengiliður fyrir nýja umsækj­end­­ur.
 • 22. jan­úar 2016 - Sig­ríður Björk til­­kynnti Aldísi breyt­ingar á starfs­­skyldum hennar og afhenti henni bréf þess efn­­is. Breyt­ingin átti að taka gildi frá og með 25. jan­úar og vara í hálft ár eða þar til annað yrði ákveð­ið. Hún átti þá að vinna nýtt starf á nýrri deild, undir stjórn Öldu Hrann­­ar. Í kjöl­farið fór Sig­ríður Björk í við­­töl í fjöl­miðlum og nafn­­greindi Aldísi án hennar leyf­­­is.
 • 25. jan­úar 2016 - Aldís óskaði eftir rök­­stuðn­­ing­i.
 • 5. febr­­úar 2016 - Sig­ríður Björk sendi rök­­stuðn­­ing. Í stefn­unni segir að hann hafi helg­­ast „öðrum þræði af til­­hæfu­­lausum hug­­myndum um að stefn­andi hefði á ein­hvern hátt gerst sek um van­rækslu í starfi og ásak­­anir á hana bornar sem ekki eiga við nein rök að styðj­­ast.“
 • 23. febr­­úar 2016 - Aldís svarar bréfi Sig­ríðar Bjarkar og bendir henni á að brotið hefði verið gegn rétt­indum henn­­ar.

Mikið áfall

Ákvörðun lög­reglu­stjór­ans varð Aldísi mikið áfall og segir í stefn­unni að þetta hafi verið áfell­is­dómur yfir hennar störfum hjá lög­regl­unni. Hún hefur verið óvinnu­fær síð­an. Þá hefur það haft áhrif hversu mikla athygli málið hefur fengið í fjöl­miðlum og að Sig­ríður Björk hafi tjáð sig um það með „op­in­ská­um, röngum og mis­vísandi hætt­i“. Orð­spor Aldísar hafi því beðið til­hæfu­lausa hnekki. 

Skorað á ráð­herra að leggja fram skýrsl­una

Skorað er á Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra að mæta fyrir dóm fyrir hönd íslenska rík­is­ins þegar málið verður þing­fest í dóms­húsi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur þann 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þá er einnig skorað á ríkið að leggja fram skýrslu vinnu­sál­fræð­ings sem greindi sam­skipta­vand­ann innan lög­regl­unn­ar. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None