Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið

Forseti neðri deildar breska þingsins vill ekki bjóða Trump að ávarpa þingheim í heimsókn forsetans til Bretlands.

Donald Trump
Auglýsing

„Hvað þennan stað varð­ar, þá er ég ein­arð­lega þeirrar skoð­unar að and­staða okkar gegn kyn­þátta­for­dómum og kynja­mis­rétti og stuðn­ingur okkar við jafn­rétti frammi fyrir lögum og sjálf­stæðum dóm­stóli, sé þing­inu mik­il­vægt umhugs­un­ar­efn­i.“

Þetta sagði John Bercow, for­seti neðri deildar breska þings­ins, í dag, sam­kvæmt frá­sögn BBC, en hann setti sig upp á móti því að Don­ald J. Trump ávarp­aði breska þingið í opin­berri heim­sókn sinni til Bret­lands. 

Fyrsti þjóð­höfð­ingj­inn sem Trump fund­aði með í Banda­ríkj­unum var Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, en hún hefur sagt að Bretar vilji vinna náið með Banda­ríkj­unum þegar kemur að við­skiptum og stefnu í alþjóða­stjórn­mál­u­m. 

Auglýsing

Óhætt er að segja mál­flutn­ingur Trumps sé umdeildur víða um heim, og þá einkum og sér í lagi komu­bannið sem hann lagði á alla íbúa sjö ríkja þar sem múslima­trú er hjá meiri­hluta íbú­a. 

Í Bret­landi hefur Trump verið sér­stak­lega umdeild­ur, og þá einnig hjá íhalds­mönn­um. Skemmst er að minn­ast þess þegar Boris Johns­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands og áður borg­ar­stjóri í London, sagði að hann vildi ekki setja íbúa í London í þá hættu, að þurfa að rekast á Don­ald Trump.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None