Píratar vilja að aðgangur að fyrirtækjaskrá verði gjaldfrjáls

Þingflokkur Pírata leggja til breytingar á lögum um fyrirtækjaskrá.

7DM_9838_raw_1769.JPG
Auglýsing

Allur þing­flokkur Pírata hefur lagt fram frum­varp til lagafrum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um fyr­ir­tækja­skrá. Verði frum­varpið sam­þykkt myndi það fela i sér að engin gjald­taka yrði tekið fyrir raf­ræna upp­flett­ingu í fyr­ir­tækja­skrá og að all­ar ­upp­lýs­ingar myndu birt­ast við slíka upp­flett­ing­u. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að til­gangur frum­varps­ins sé að ger­a ­upp­lýs­ingar fyr­ir­tækja­skrár aðgengi­legri fyrir almenn­ing. „Lagt er til að ekki skuli taka gjald fyrir raf­ræna upp­flett­ingu í fyr­ir­tækja­skrá og að sömu upp­lýs­ingar skuli vera aðgengi­legar þar og ef greitt væri fyrir ein­tak af gögnum úr skránni. Til dæmis er nú aðeins hægt að fá upp­lýs­ingar um stjórn og árs­reikn­inga félaga með því að greiða fyrir þær og telja verður að þær séu því ekki aðgengi­legar almenn­ing­i.“

Eins og málum er háttað í dag þarf að greiða fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra fyrir aðgang að árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja, upp­lýs­ingar um hlut­hafa og önnur skjöl sem skylt er að skila inn til hennar um breyt­ingar hjá fyr­ir­tækj­um. Ýmis einka­fyr­ir­tæki selja einnig aðgang að slíkum upp­lýs­ingum frá fyr­ir­tækja­skrá, t.d. Credit­info og Keld­an.

Auglýsing

Smári McCarthy, þing­maður Pírata og einn flutn­ings­manna frum­varps­ins, vakti athygli á þessu máli í þing­inu 25. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þar spurði hann Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort honum þætti rétt að opna fyr­ir­tækja­­skrá, árs­­reikn­inga­­skrár og hlut­hafa­­skrár upp á gátt. Bene­dikt svar­aði því til að hann væri þeirrar skoð­unar að árs­reikn­ing­ar, hlut­hafa­skrár og fyr­ir­tækja­skrár ættu að vera öllum opn­ar. „Ég tel að allar þessar skrár eigi að vera að vera opnar og vil bæta því við að ég tel að það eigi að vera gagn­­sætt eign­­ar­hald, þannig að það sé ekki bara sagt að það séu ein­hver félög sem eigi önnur félög. Það á að koma fram hver hinn end­an­­legi eig­andi er,“ sagði Bene­dikt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None