Segir Framsóknarflokkinn hafa verið yfirtekinn í fjandsamlegri yfirtöku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að sín pólitíska sýn sé ólík þeirri sem hópur í forystu Framsóknar hafi. Hann ætlar þó ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi Framsóknarflokksins í október 2016. Þar tapaði hann í formannskosningum fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi Framsóknarflokksins í október 2016. Þar tapaði hann í formannskosningum fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi verið yfir­tek­inn í fjand­sam­legri yfir­töku á flokks­þingi í októ­ber, að sá hópur sem hafi fram­kvæmt þá yfir­töku sé með mjög ólíka póli­tíska sýn frá hans eigin og telur hóp­inn ekki endi­lega njóta meiri­hluta­stuðn­ings innan flokks­ins. 

Sig­mundur Davíð seg­ist þó vera Fram­sókn­ar­maður og ætlar ekki að stofna nýjan stjórn­mála­flokk. Þetta kom fram í við­tali Björns Inga Hrafns­sonar við Sig­mund Davíð í þætt­inum Eyj­unni á ÍNN í gær­kvöldi.

Fram­sókn var með for­múlu 2009-2016

Þar fór Sig­mundur Davíð um víðan völl og ræddi meðal ann­ars þær grund­vall­ar­breyt­ingar sem hann telur að séu að eiga sér stað í stjórn­málum út um allan heim. Hann sé þeirrar skoð­unar að stjórn­málaum­hverfið verði aldrei aftur eins og það var í marga ára­tugi, m.a. hér­lendis þegar fjórir flokkar mynd­uðu grunn að kerf­inu og einn óánægju­flokkur sem væri breyti­legur eftir tíð­ar­anda væri með.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð vís­aði í kjör Don­ald Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna sem dæmi um þessar breyt­ingar og sagði að Banda­ríkja­menn hefðu ekki kosið Trump vegna þess hvernig hann sé heldur þrátt fyrir það. Fólk hafi viljað kasta sprengju inn í kerf­ið. Upp­reisnin gagn­vart kerf­inu hafi því miður tekið á sig öfga til hægri og vinstri. Hér­lendis hafi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verið með for­múlu við þess­ari eft­ir­spurn gegn kerf­is­ræð­inu á árunum 2009-2016, á meðan að Sig­mundur Davíð sjálfur hafi verið for­maður flokks­ins. Sú for­múla hafi verið „rót­tæk rök­hyggja“.

Í henni felst að sögn for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi að berj­ast gegn kerf­inu, taka slag­inn fyrir heil­brigða skyn­semi og þora að ræða mál „sem rétt­trún­að­ur­inn bann­ar“ umræðu um. Í kjöl­farið gagn­rýndi Sig­mundur Davíð emb­ætt­is­menn í íslenska stjórn­kerf­inu, að und­an­skildum starfs­mönnum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, fyrir að láta sig það engu skipta hverjir væru að stjórna hverju sinni. Þeir ein­fald­lega gerðu hlut­ina eftir eigin höfði.

Verða ekki vara­hjól rík­is­stjórn­ar­innar

Sig­mundur Davíð ræddi einnig stöð­una í stjórn­málum í dag. Hann sagð­ist ekki sjá fyrir sér, líkt og margir hafa ýjað að, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni hlaupa til og ganga inn í þá rík­is­stjórn sem mynduð var í síð­asta mán­uði ef með þarf til að halda henni á lífi. „Það var aldrei rætt við flokk­inn í form­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum þannig að ég á ekki von á því að flokk­ur­inn fari í þá nið­ur­læg­ingu að láta kippa sér inn sem vara­hjól­i.“

Það væri ekki hægt að tala um að sitj­andi rík­is­stjórn væri með eins manns meiri­hluta í ljósi þess hversu ólíkir flokkar væru í stjórn­ar­and­stöðu. Rík­is­stjórnin gæti ætlað sér að spila á stjórn­ar­and­stöð­una í ýmsum mál­um.

Ekki að hætta í stjórn­málum

Sig­mundur Davíð tap­aði í for­manns­kosn­ingum fyrir Sig­urði Inga Jóhanns­syni í byrjun októ­ber 2016. Síðan þá hefur ríkt mikil kergja í sam­skiptum hans við flokks­for­yst­una og Sig­urður Ingi hefur sagt það opin­ber­lega að það sé „við­var­andi verk­efni“ að bæta sam­skiptin við Sig­mund Dav­íð.

Fram­sókn beið afhroð í Alþing­is­kosn­ing­unum í lok októ­ber 2016 og fékk ein­ungis 11,5 pró­sent atkvæða. Það er versta nið­ur­staða í kosn­ingum í 100 ára sögu flokks­ins. Sjálfur sagði Sig­mundur Davíð eftir kosn­ing­arnar í lok októ­ber að átök á flokks­þingi flokks­ins hefðu verið ástæða þess að flokknum gekk svo illa. Ef hann hefði sjálfur leitt flokk­inn í gegnum þær hefði hann fengið á bil­inu 18 til 19 pró­sent fylgi.

Sig­mundur Davíð ræddi þessa stöðu ítar­lega í við­tal­inu við Björn Inga. Hann sagði þann hóp, eða hópa, sem hafi sam­ein­ast um að yfir­taka Fram­sókn­ar­flokk­inn í fjand­sam­legri yfir­töku á síð­asta flokks­þingi, vera með mjög ólíka sýn á stjórn­mál en þá sem hann sjálfur hef­ur. Það vanti upp á hjá þessum hópi að þora og svara kalli tím­ans.

Björn Ingi spurði Sig­mund Davíð hvort hann hefði velt því fyrir sér að stofna nýjan stjórn­mála­flokk. Því svar­aði Sig­mundur Davíð með að segja að hann væri í Fram­sókn­ar­flokknum vegna þess að hann telji að flokk­ur­inn eigi erindi. Fram­sókn geti á sama tíma verið elsti flokk­ur­inn með lengstu sög­una en líka sá sem eigi mestu fram­tíð­ina. „En það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að það eru ekk­ert allir sama sinnis hvernig eigi að haga þeim hlut­um. Þannig virkar lýð­ræðið og ég sem félagi í flokknum mun auð­vitað bara beita mér fyrir því að flokk­ur­inn sé eins og nauð­syn­legt er að hann sé til þess að geta gert gagn fyrir sam­fé­lag­ið. Hann verður umfram allt að passa sig á að verða ekki kerf­is­flokkur sem starfar eftir gömlu leik­reglum stjórn­mál­anna sem eru nú mjög á und­an­haldi og ganga ann­ars vegar út á ímynd­arpóli­tík út á við og inn á við enda­lausa bar­áttu sem lík­ist meira mafíu-d­ínamík þar sem menn brosa hver framan í annan þangað til að þeir hafa tæki­færi til að stinga hann í bak­ið. Það er engin fram­tíð í slíku stjórn­mála­afli. Slíkir stjórn­mála­flokkar sem ganga út á þetta tvennt [...] þeir eft­ir­láta emb­ætt­is­manna­kerf­inu það að stjórna. Svo er stjórn­mála­mað­ur­inn bara í hlut­verki leik­ara sem tekur þátt í sýn­ingu út á við.“

Sig­mundur Davíð sagði að lokum að það væri langt frá því að hann væri að hætta í stjórn­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None