#fjölmiðlar#stjórnsýsla

RÚV braut lög um Ríkisútvarpið

RÚV braut lög með því að kosta sjö þætti sem ekki teljast „íburðarmiklir dagskrárliðir“. Fjölmiðlanefnd féll frá stjórnvaldssekt í málinu vegna þess að búið er að breyta reglum RÚV eftir að 365 miðlar kvörtuðu.

RÚV braut gegn lögum um Rík­is­út­varpið með því að kosta sjö þætti í sjón­varps­dag­skrá sinni. Þetta er nið­ur­staða fjöl­miðla­nefndar

Það voru 365 miðlar sem kvört­uðu yfir RÚV, en fyr­ir­tækið taldi að RÚV hefði brotið gegn lögum um Rík­is­út­varpið með því að kosta dag­skrár­lið­ina Árið er – upp­rifjun á Eurovision, Popp og rokksaga Íslands, Vikan með Gísla Mart­eini, Hrað­fréttir og Íþrótta­líf­ið. Þessi kvörtun barst í ágúst síð­ast­liðnum en áður höfðu 365 miðlar kvartað með sam­bæri­legum hætti yfir kostun á Hrað­frétt­um, Útsvari og Óska­lögum þjóð­ar­inn­ar. 

Sam­kvæmt lögum um Rík­is­út­varpið má ekki afla tekna með kostun dag­skrár­efnis nema í und­an­tekn­inga­til­fell­um. Und­an­tekn­ing­arnar eru ann­ars vegar „við útsend­ingu íburð­ar­mik­illa dag­skrár­liða til að mæta útgjöldum við fram­leiðslu eða kaup á sýn­ing­ar­rétti“ og hins vegar við útsend­ingu inn­lendra íþrótta­við­burða og umfjöllun um þá. 

Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að eng­inn þátt­anna sem kvartað var undan féllu undir íburð­ar­mikla dag­skrár­liði og því hefði verið óheim­ilt að kosta þætt­ina. 

RÚV þarf hins vegar ekki að greiða stjórn­valds­sekt vegna þess að eftir að málið kom upp ákvað RÚV að gera grund­vall­ar­breyt­ingar á skil­málum um aug­lýs­ing­ar, sem fjöl­miðla­nefnd segir að feli í sér tölu­verða tekju­skerð­ingu fyrir félag­ið. Sam­kvæmt nýju regl­unum falla bara sex þættir sem sýndir hafa verið á RÚV und­an­farin tvö ár undir íburð­ar­fulla dag­skrár­liði, en það eru Ófærð, 50 ára afmæli Sjón­varps­ins, Ligeglad, Topp­stöð­in, Spaug­stofan í 30 ár og Dreka­svæð­ið. Það eru þættir og þátt­araðir þar sem fram­leiðslu- eða inn­kaupa­kostn­aður nemur að lág­marki 30 millj­ónum króna á árs­grund­velli. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None