#nýsköpun#tækni

Sólfar gefur konunglegri stofnun Everest-upplifun

Konunglega Landsfræðistofnun Bretlands hefur þegið EVEREST VR, sýndaveruleikaupplifun af því að klífa Everest, að gjöf frá íslenska fyrirtækinu Sólfar Studios.

EVER­EST VR, sýnd­ar­veru­leika­upp­lifun af því að klífa Ever­est-fjall, verður var­an­legur hluti af Ever­est-safni kon­ung­legu land­fræði­stofn­unar Bret­lands (the Royal Geograp­hical Soci­ety with IBG, RGS-IBG). Þetta varð ljóst eftir að stofn­unin þáði EVER­EST VR að gjöf frá Sól­far Studios, íslensku sýnd­ar­veru­leika­fyr­ir­tæki sem fram­leiddi upp­lifun­ina.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sól­fari var EVER­EST VR gjöfin hugsuð til að styðja við góð­gerða- og fræðslu­hlut­verk stofn­un­ar­innar í að auka sýni­leika og þekk­ingu á hinu sögu­lega Ever­est safni. Upp­lifunin verður notuð í kynn­ingum og sýn­ingum fyrir almenn­ing, skóla og fræði­menn í Bret­landi í tengslum við Ever­est safn stofn­un­ar­inn­ar. Jafn­framt verður hún einnig notuð við þjálfun og und­ir­bún­ing ferða.

EVER­EST VR sýnd­ar­veru­leika­upp­lifunin var upp­haf­lega gefið út í fyrra. Um er að ræða upp­lifun á því að klífa hæsta fjall í heimi ásamt víð­femi þess. Hægt er að fara 18 sögu­legar leiðir upp fjallið sem hægt er að upp­lifa frá mis­mun­andi stærð­argráð­um. Ein þeirra leiða sem er í boði er leiðin sem Sir Edmund Hill­ary og Tenzing Norgay fóru er þeim tókst fyrstum manna að ná alla leið upp á tind fjalls­ins.

Auglýsing

Kjartan Pierre Emils­son, einn stofn­enda Sól­fars og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, er ánægður með að EVER­EST VR sé orðið hluti af kon­ung­legu stofn­un­inni. „Þegar við kynntum okkur starf­semi hinnar kon­ung­legu stofn­unar og það gríð­ar­lega safn af sögu­legum ljós­myndum sem þeir höfðu í Ever­est safni sínu vildum við strax finna leiðir til að koma þeim á fram­færi í VR upp­lifun okk­ar, og þá sér í lagi mynd­irnar af 1953 leið­angrinum þannig að menn gætu áttað sig betur á þessum sögu­lega atburði í sókn manna til að kanna hið óþekkta. Hinn ein­staki hæfi­leiki sýnd­ar­veru­leika til að flytja fólk á ann­ars ómögu­lega staði er eitt­hvað sem við trúum sterk­lega á og er það okkur mik­ill heiður að þessi virðu­lega stofnun sjái einnig þarna mikla mögu­leika til að styðja við sinn til­gang.“Alas­dair MacLeod, yfir­maður Enter­prise and Reso­urces hjá stofn­un­inni, segir að mikil ánægja sé sömu­leiðis innan hennar með gjöf­ina. „ það að setja sögu­legt myndefni úr safni okkar í sam­hengi við lands­slagið sjálft í sýnd­ar­veru­leika gefur áhorf­anda allt aðra upp­lifun og skiln­ing.“

Sól­far Studios, var stofnað í Reykja­vík í októ­ber 2014 af reynslu­boltum úr tölvu­leikja­iðn­að­in­um, og hefur það að mark­miði sínu að þróa og gefa út sýnd­ar­veru­leika­upp­lif­anir. Sól­far eru með nokkrar vörur í þróun fyrir allar teg­undir VR tækja, þar á meðal PlaySta­tion VR, HTC Vive og Oculus Rift.

Meira úr sama flokkiInnlent
None