Sólfar gefur konunglegri stofnun Everest-upplifun

Konunglega Landsfræðistofnun Bretlands hefur þegið EVEREST VR, sýndaveruleikaupplifun af því að klífa Everest, að gjöf frá íslenska fyrirtækinu Sólfar Studios.

Everest
Auglýsing

EVER­EST VR, sýnd­ar­veru­leika­upp­lifun af því að klífa Ever­est-fjall, verður var­an­legur hluti af Ever­est-safni kon­ung­legu land­fræði­stofn­unar Bret­lands (the Royal Geograp­hical Soci­ety with IBG, RGS-IBG). Þetta varð ljóst eftir að stofn­unin þáði EVER­EST VR að gjöf frá Sól­far Studios, íslensku sýnd­ar­veru­leika­fyr­ir­tæki sem fram­leiddi upp­lifun­ina.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sól­fari var EVER­EST VR gjöfin hugsuð til að styðja við góð­gerða- og fræðslu­hlut­verk stofn­un­ar­innar í að auka sýni­leika og þekk­ingu á hinu sögu­lega Ever­est safni. Upp­lifunin verður notuð í kynn­ingum og sýn­ingum fyrir almenn­ing, skóla og fræði­menn í Bret­landi í tengslum við Ever­est safn stofn­un­ar­inn­ar. Jafn­framt verður hún einnig notuð við þjálfun og und­ir­bún­ing ferða.

EVER­EST VR sýnd­ar­veru­leika­upp­lifunin var upp­haf­lega gefið út í fyrra. Um er að ræða upp­lifun á því að klífa hæsta fjall í heimi ásamt víð­femi þess. Hægt er að fara 18 sögu­legar leiðir upp fjallið sem hægt er að upp­lifa frá mis­mun­andi stærð­argráð­um. Ein þeirra leiða sem er í boði er leiðin sem Sir Edmund Hill­ary og Tenzing Norgay fóru er þeim tókst fyrstum manna að ná alla leið upp á tind fjalls­ins.

Auglýsing

Kjartan Pierre Emils­son, einn stofn­enda Sól­fars og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, er ánægður með að EVER­EST VR sé orðið hluti af kon­ung­legu stofn­un­inni. „Þegar við kynntum okkur starf­semi hinnar kon­ung­legu stofn­unar og það gríð­ar­lega safn af sögu­legum ljós­myndum sem þeir höfðu í Ever­est safni sínu vildum við strax finna leiðir til að koma þeim á fram­færi í VR upp­lifun okk­ar, og þá sér í lagi mynd­irnar af 1953 leið­angrinum þannig að menn gætu áttað sig betur á þessum sögu­lega atburði í sókn manna til að kanna hið óþekkta. Hinn ein­staki hæfi­leiki sýnd­ar­veru­leika til að flytja fólk á ann­ars ómögu­lega staði er eitt­hvað sem við trúum sterk­lega á og er það okkur mik­ill heiður að þessi virðu­lega stofnun sjái einnig þarna mikla mögu­leika til að styðja við sinn til­gang.“Alas­dair MacLeod, yfir­maður Enter­prise and Reso­urces hjá stofn­un­inni, segir að mikil ánægja sé sömu­leiðis innan hennar með gjöf­ina. „ það að setja sögu­legt myndefni úr safni okkar í sam­hengi við lands­slagið sjálft í sýnd­ar­veru­leika gefur áhorf­anda allt aðra upp­lifun og skiln­ing.“

Sól­far Studios, var stofnað í Reykja­vík í októ­ber 2014 af reynslu­boltum úr tölvu­leikja­iðn­að­in­um, og hefur það að mark­miði sínu að þróa og gefa út sýnd­ar­veru­leika­upp­lif­anir. Sól­far eru með nokkrar vörur í þróun fyrir allar teg­undir VR tækja, þar á meðal PlaySta­tion VR, HTC Vive og Oculus Rift.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None