Samið í deilu sjómanna og útgerða – verkfalli ekki aflýst strax

Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna gengu að kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Verkfalli sjómanna verður ekki aflýst fyrr en sjómenn hafa greitt atkvæði um samninginn.

isafjorur_14705410284_o.jpg
Auglýsing

Upp­fært klukkan 8:13

Samn­ing­ar náð­ust í kjara­­deilu sjó­­manna og útgerð­ar­fyr­ir­tækja á þriðja tím­an­um í nótt, að því er segir á mbl.is. Hafði samn­inga­fund­ur sjó­­manna og Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi þá staðið yfir í Karp­hús­inu síðan klukk­an 22 í kvöld.

Fund­­ur­inn hófst að lokn­um fund­um deilu­að­ila með Þor­­gerði Katrínu Gunn­­ar­s­dótt­­ur, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­að­ar­ráð­herra, og starfs­­mönn­um ráðu­neyt­is­ins, þar sem ráð­herra hafði lagt fram mála­miðl­un­ar­til­lögu. Samn­ingur sjó­manna og útgerð­ar­manna byggir hins vegar ekki á til­lögum Þor­gerðar Katrín­ar.

Auglýsing

Verk­fall sjó­manna hófst 14. des­em­ber og hefur því staðið yfir í meira en tvo mán­uði. Því verður ekki aflýst strax heldur vilja samn­inga­menn sjó­manna að nýr kjara­samn­ingur verði sam­þykktur í atkvæða­greiðslu meðal sjó­manna áður en haldið verður aftur til veiða. Ráð­gert er að nið­ur­stöður úr atkvæða­geiðsl­unni muni liggja fyrir ei síðar en á sunnu­dags­kvöld.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) náð­ist sátt um breyt­ingu á olíu­verðsvið­miði, end­ur­gjalds­laust fæði, að útgerðir láti sjó­mönnum í té allan örygg­is- og hlífð­ar­fatn­að, bætta fram­kvæmd í fjar­skipt­um, sér­staka kjara­skrár­upp­bót og að heild­ar­end­ur­skoðun fari fram á samn­ing­unum á samn­ings­tím­an­um.

Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM) und­ir­rit­aði samn­ing við sama til­efni enda tók þátt í kjara­við­ræð­unum með sjó­manna­hreyf­ing­unni. Samn­ing­arnir eru hins vegar ekki þeir sömu.

Kon­ráð Alfreðs­son, vara­for­maður Sjó­manna­sam­bands Íslands segir ekk­ert eitt hafa orðið til þess að samn­ingar tók­ust. „Menn töl­uðu bara vel saman og náðu samn­ing­i,“ er haft eftir honum á vef RÚV. Hann segir til­boð ráð­herra ekki hafa gengið nógu langt til þess að ríkið hafi getað orðið aðili að samn­ingnum og þess vegna hafi útgerðin tekið stærri hluta á sig.

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á stjórn­völd und­an­farna daga að gefa sjó­mönnum skatta­af­slátt af dag­pen­ingum og fæð­is­kostn­aði en ráða­menn höfðu ítrekað hafnað því að slíkt kæmi til greina. Þor­gerður Katrín þakk­aði sjó­mönnum og útgerð­ar­mönnum fyrir á Twitter í nótt og sagði mönnum að drífa sig í að ná í loðn­una, enda fer hver að verða síð­astur að veiða af loðnu­kvót­anum áður en hún hrygnir og drepst.Ríkið hefði sett lög, segir SFS

„Það er mik­il­vægt að við náðum samn­ingi því við þurftum að eyða þessu sam­bandi sem hefur verið síð­ustu ár og ára­tugi þar sem kjara­bar­átta sjó­manna hefur meira og minna alltaf endað í lög­um,“ er haft eftir Jens Garð­ari Helga­syni í frétt á vef mbl.is.

Jens Garðar segir að þegar deilu­að­ilar átt­uðu sig á því að stjórn­völd myndu ekki koma með lausn í deil­una sem hugn­að­ist sjó­mönnum og útgerð hafi allt kapp verið lagt á að klára samn­inga. Menn hafi haft á til­finn­ing­unni að ann­ars hefðu stjórn­völd sett lög á verk­fall­ið, segir Jens Garð­ar. Engir afar­kostir hafi hins vegar verið settir fram af hálfu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. „Menn skynj­uðu það mjög sterkt að yfir­völd væru að missa þol­in­mæð­ina fyrir því að við næðum sam­an,“ er haft eftir Jens Garð­ari.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None