Íslendingar drekka sjaldnar en aðrir Norðurlandabúar

Áfengi er sjaldnar drukkið á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en óhófleg drykkja er tíðari hér.

bjór að skála
Auglýsing

Áfengis er sjaldnar neytt á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en óhófleg drykkja er hins vegar nokkuð tíðari hér á landi. Þetta eru niðurstöður evrópskrar heilsufarsrannsóknar, sem Hagstofan tók þátt í. 

Ísland er með sjöunda lægsta hlutfallið sem drekkur að minnsta kosti einu sinni í viku eða oftar, rétt rúmlega 20 prósent. Hæsta hlutfallið er í Bretlandi, 52,5 prósent. 

Af Norðurlöndunum er hlutfallið hæst í Danmörku, rúmlega 51 prósent. Næst kemur Svíþjóð með tæplega 40 prósnet og Finnland með rúmlega 39 prósent. Noregur er með tæplega 33 prósent hlutfall þeirra sem drekka að minnsta kosti einu sinni í viku eða oftar. 

Auglýsing

Þegar litið er til þeirra sem drekka áfengi daglega er hlutfallið á Íslandi 0,6 prósent. Það er næstlægsta hlutfallið sem mælist, en hæst er hlutfallið í Portúgal, þar sem 24 prósent drekka daglega. Hlutfall þeirra sem drekka daglega er lágt á Norðurlöndunum, fyrir utan Danmörku, þar sem rúmlega ellefu prósent drekka daglega. 

Tæplega 40 prósent drekka í hverjum mánuði

39 prósent Íslendinga drekka einu sinni í mánuði eða oftar, samkvæmt rannsókninni, sem er annað hæsta hlutfallið í Evrópu. Hæst er hlutfallið í Noregi, rúmlega 49 prósent. Hlutfall Íslendinga sem drekka sjaldnar en einu sinni í mánuði er líka fremur hátt, 22 prósent. „Þessar niðurstöður benda til þess að tíðni drykkju sé hófleg á Íslandi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir og í samanburði við hin Norðurlöndin. Það segir þó ekkert til um magn áfengis sem er neytt,“ segir Hagstofan. 

Hlutfall óhóflegrar drykkju er 42 prósent á Íslandi, sem er það fjórða lægsta í Evrópu. Lægsta hlutfall óhóflegrar drykkju er í Danmörku, 27,5 prósent, en í Finnlandi (37%) og Þýskalandi (40%) er einnig lægra hlutfall en á Íslandi. Óhófleg drykkja er skilgreind sem neysla á 60 grömmum af hreinum vínanda í einni setu. Það jafngildir þremur stórum bjórum eða fimm vínglösum. 

Ísland er hins vegar með annað hæsta hlutfall þeirra sem neyta þetta mikils magns af áfengi sjaldnar en einu sinni í mánuði, og fjórða hæsta hlutfallið sem drekkur þetta magn nokkrum sinnum í mánuði. Tæplega 32 prósent drekka svona mikið sjaldnar en einu sinni í mánuði og 24 prósent nokkrum sinnum í mánuði. Rúmlega tvö prósent drekka óhóflega í hverri viku, sem er vel undir meðaltali ESB, sem er rúmlega fimm prósent. 

Áfengisneysla í Evrópu. Mynd: Hagstofa Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None