Nýir hluthafar hjá Pressunni

Pressan ehf. hefur eignast allt hlutafé í Birtingi. Fyrrverandi eigendur tímaritaútgáfunnar hafa bæst í hluthafahóp Pressunnar, sem er eitt umsvifamesta fjölmiðlafyrirtæki landsins.

Björn Ingi Hrafsson verður útgefandi Birtíngs.
Björn Ingi Hrafsson verður útgefandi Birtíngs.
Auglýsing

Pressan ehf. hefur tekið formlega við tímaritaútgáfunni Birtingi, sem gefur út ýmis tíma­rit, meðal ann­ars Séð og Heyrt og Nýtt líf. Félagið er nú eigandi alls hlutafjár í Birtingi. Greint var frá því í lok nóvember að kaupin stæðu yfir og nú hefur verið gengið formlega frá yfirtöku nýrra eigenda. Við söluna bætast fyrrverandi hluthafar Birtings, þeir Hreinn Loftsson, Matthías Björnsson og Karl Steinar Óskarsson, í hluthafahóp Pressunnar. Ekki hefur verið greint frá því hversu stór eignarhlutur þeirra verður. 

Aðaleigendur Pressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi miðla Pressunnar, og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins. Þeir áttu samtals rúmlega 70 prósent í Pressunni fyrir samrunann við Birting. 

Pressan ehf. hefur verið umsvifa­­mikil á fjöl­miðla­­mark­aði á und­an­­förnum árum. Fyr­ir­tækið keypti m.a. DV seint á árinu 2014 og rekur auk þess fjölda vefa og viku­­blaða. Þeirra á meðal eru Pressan, Eyj­an, DV.is og Bleikt.is. Í haust bætt­ust sjón­varps­stöðin ÍNN og nú tíma­rita­út­gáfan Birt­ingur við eigna­safn Pressunn­ar.

Auglýsing


Í fréttatilkynningu frá Pressunni vegna yfirtökunnar á Birtingi segir að á hluthafafundi hafi ný stjórn Birtíngs kjörin og í henni sitja Björn Ingi Hrafnsson  stjórnarformaður, Matthías Björnsson og Sigurvin Ólafsson. Karl Steinar Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri Birtíngs. „Á fundi með starfsmönnum Birtíngs kynntu forsvarsmenn Pressunnar sýn sína á möguleika tímarita Birtíngs og var samdóma álit fundarmanna að miklir möguleikar felist í sókn með nýrri tækni á netinu og á samskiptamiðlum, auk hefðbundinnar útgáfu tímaritanna. Fram kom í máli Björns Inga Hrafnssonar, nýs útgefanda Birtíngs, að gert er ráð fyrir að Séð og heyrt og Nýtt líf hefji fljótlega göngu sína að nýju, en bæði tímaritin hafa verið í útgáfuhléi frá áramótum. Á næstunni verði kynntar margvíslegar aðgerðir til að sækja fram í útgáfu á vegum samstæðunnar, en Pressan og einstök dótturfélög hennar gefa nú út tæplega þrjátíu fjölmiðla hér á landi.“

Pressan er eitt umsvifa­mesta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Það skil­aði ell­efu millj­óna króna hagn­aði á árinu 2015 sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi þess. Skuldir sam­stæð­unnar juk­ust að að sama skapi úr 272 millj­ónum króna í 444 millj­ónir króna á árinu. Þær hafa rúm­lega sexfald­ast frá árinu 2013. Ekki kemur fram hverjir lán­veit­endur Pressunnar eru og stjórnendur félagsins hafa ekki viljað upplýsa um það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None