Þriðjungur kjósenda Framsóknar og Sjálfstæðisflokks telur of marga fá hæli

Innan við einn af hverjum tíu kjósendum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks telur að of fáir hælisleitendur fái hér alþjóðlega vernd og yfir þriðjungur þeirra telur of marga fá vernd. Mikill munur er á viðhorfi eftir flokkum, menntun og aldri.

Flóttamenn
Auglýsing

Nærri helm­ingur Íslend­inga, eða 45 pró­sent, telur að hæfi­legum fjölda flótta­manna sé veitt hæli hér á landi eins og staðan er í dag, sam­kvæmt nýrri könnun frá MMR. 30,9 pró­sent svar­enda tölu að ekki nógu margir fái hæli hér á landi en 24,1 pró­sent töldu of mik­inn fjölda flótta­manna fá hæli hér á land­i. 

Hærra hlut­fall karla er þeirrar skoð­unar að of margir fái hér hæli, en 28 pró­sent karla eru þeirrar skoð­unar en 20 pró­sent kvenna. Karlar eru einnig lík­legri til að þykja of fáir fái hér hæli, en 32 pró­sent karla eru þeirrar skoð­un­ar, en 30 pró­sent kvenna. Konur voru tölu­vert lík­legri en karlar til að telja að hæfi­lega margir flótta­menn fái hér hæl, 50 pró­sent á móti 40 pró­sent. 

Það er einnig munur á skoð­unum fólks eftir aldri, menntun og stjórn­mála­skoð­un­um. Þannig var yngra fólk lík­legra en eldra til að telja of fáa flótta­menn fá hæli hér á landi, en fólk á aldr­inum 50 til 67 ára var lík­leg­ast til að telja of marga flótta­menn fá hæli hér á landi, eða 35 pró­sent. 68 ára og eldri voru lík­leg­ust til þess að telja fjölda flótta­manna sem fá hæli hæfi­leg­an. 

Auglýsing

Helm­ingur þeirra sem höfðu háskóla­próf töldu að of fáir flótta­menn fái hér hæli, sam­an­borið við 26 pró­sent þeirra sem hafa fram­halds­skóla­próf og 15 pró­sent þeirra sem hafa grunn­skóla­mennt­un. 38 pró­sent þeirra sem hafa grunn­skóla­próf töldu að of margir flótta­menn fái hér hæli, en 27 pró­sent þeirra sem hafa fram­halds­skóla­próf og 9 pró­sent þeirra sem eru með háskóla­mennt­un. 

Stuðn­ings­menn Pírata eru lík­leg­astir til að telja að of fáir flótta­menn fái hæli, 57 pró­sent. Aðeins sjö pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins og átta pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru þeirrar skoð­un­ar, en stuðn­ings­menn þess­ara flokka voru lík­leg­astir til þess að telja að of mörgum flótta­mönnum sé veitt hér hæli, 36 og 34 pró­sent. Jafn­framt voru stuðn­ings­menn þess­ara flokka lík­leg­astir til að telja fjölda flótta­manna hér­lendis hæfi­leg­an. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None