Meirihluti Íslendinga á móti sölu alls áfengis í matvörubúðum

Stuðningsmenn Viðreisnar eru líklegastir til að styðja sölu á áfengi, bæði sterku og léttu, í matvöruverslunum. Stuðningsmenn VG eru líklegastir til að vera á móti því.

bjór að skála
Auglýsing

74,3 pró­sent Íslend­inga eru mót­fallnir því að sterkt áfengi verði selt í mat­vöru­búðum og 56,9 pró­sent eru mót­fallin sölu á á léttu áfengi og bjór í slíkum búð­um. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR

Aðeins 15,4 pró­sent svar­enda sögð­ust fylgj­andi því að sterkt áfengi væri selt í mat­vöru­búðum en 32,7 pró­sent sögð­ust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í búð­u­m. 

Konur eru almennt lík­legri en karlar til að vera á móti sölu sterks áfengis í mat­vöru­versl­un­um. 70 pró­sent kvenna sögð­ust vera mjög and­vígar því, en 58 pró­sent karla. 14 pró­sent karla voru mjög hlynntir sölu á sterku áfengi í búðum en aðeins fimm pró­sent kvenna. 

Auglýsing

And­staðan við sölu sterks áfengis eykst með aldr­in­um, en í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára var hlut­fall þeirra sem eru mjög á móti sölu sterks áfengis í búðum 46 pró­sent, á meðan hlut­fallið er 81 pró­sent hjá 68 ára og eldri. Stuðn­ings­menn VG eru hvað lík­leg­astir til að vera á móti sölu sterks áfengis í búð­um, 89 pró­sent þeirra eru and­víg. Minnst and­staða var hjá stuðn­ings­mönnum Pírata, 55 pró­sent, Sjálf­stæð­is­flokks, 65 pró­sent, og Bjartrar fram­tíð­ar, 65 pró­sent. 

Sama er uppi á ten­ingnum þegar kemur að sölu létts áfengis og bjórs í búð­um, 50 pró­sent kvenna eru því mjög and­vígar en 43 pró­sent karla. 28 pró­sent karla eru mjög hlynntir slíkri sölu en 13 pró­sent kvenna. 

Ungt fólk á aldr­inum 18 til 29 ára skipt­ist í tvo jafn­stóra hópa þegar kemur að bjór og léttu áfengi í búð­ir, 43 pró­sent sögð­ust hlynnt en 42 pró­sent and­víg. And­staðan jókst með hækk­andi aldri og í elsta ald­urs­hópnum voru 61 pró­sent and­víg en 28 pró­sent hlynnt. 

Stuðn­ings­menn Við­reisnar eru hlynnt­astir sölu á léttu áfengi og bjór í mat­vöru­versl­un­um, eða 58 pró­sent. Af stuðn­ings­mönnum Bjartrar fram­tíðar voru 49 pró­sent hlynnt sölu bjórs og létt­víns í búðum og 48 pró­sent Pírata. 40 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja að bjór og létt­vín sé selt í búð­u­m. 

Ein­ung­ist 19 pró­sent stuðn­ings­manna VG voru hlynnt sölu á bjór og léttu áfengi í mat­vöru­búð­u­m. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None