Meirihluti Íslendinga á móti sölu alls áfengis í matvörubúðum

Stuðningsmenn Viðreisnar eru líklegastir til að styðja sölu á áfengi, bæði sterku og léttu, í matvöruverslunum. Stuðningsmenn VG eru líklegastir til að vera á móti því.

bjór að skála
Auglýsing

74,3 pró­sent Íslend­inga eru mót­fallnir því að sterkt áfengi verði selt í mat­vöru­búðum og 56,9 pró­sent eru mót­fallin sölu á á léttu áfengi og bjór í slíkum búð­um. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR

Aðeins 15,4 pró­sent svar­enda sögð­ust fylgj­andi því að sterkt áfengi væri selt í mat­vöru­búðum en 32,7 pró­sent sögð­ust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í búð­u­m. 

Konur eru almennt lík­legri en karlar til að vera á móti sölu sterks áfengis í mat­vöru­versl­un­um. 70 pró­sent kvenna sögð­ust vera mjög and­vígar því, en 58 pró­sent karla. 14 pró­sent karla voru mjög hlynntir sölu á sterku áfengi í búðum en aðeins fimm pró­sent kvenna. 

Auglýsing

And­staðan við sölu sterks áfengis eykst með aldr­in­um, en í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára var hlut­fall þeirra sem eru mjög á móti sölu sterks áfengis í búðum 46 pró­sent, á meðan hlut­fallið er 81 pró­sent hjá 68 ára og eldri. Stuðn­ings­menn VG eru hvað lík­leg­astir til að vera á móti sölu sterks áfengis í búð­um, 89 pró­sent þeirra eru and­víg. Minnst and­staða var hjá stuðn­ings­mönnum Pírata, 55 pró­sent, Sjálf­stæð­is­flokks, 65 pró­sent, og Bjartrar fram­tíð­ar, 65 pró­sent. 

Sama er uppi á ten­ingnum þegar kemur að sölu létts áfengis og bjórs í búð­um, 50 pró­sent kvenna eru því mjög and­vígar en 43 pró­sent karla. 28 pró­sent karla eru mjög hlynntir slíkri sölu en 13 pró­sent kvenna. 

Ungt fólk á aldr­inum 18 til 29 ára skipt­ist í tvo jafn­stóra hópa þegar kemur að bjór og léttu áfengi í búð­ir, 43 pró­sent sögð­ust hlynnt en 42 pró­sent and­víg. And­staðan jókst með hækk­andi aldri og í elsta ald­urs­hópnum voru 61 pró­sent and­víg en 28 pró­sent hlynnt. 

Stuðn­ings­menn Við­reisnar eru hlynnt­astir sölu á léttu áfengi og bjór í mat­vöru­versl­un­um, eða 58 pró­sent. Af stuðn­ings­mönnum Bjartrar fram­tíðar voru 49 pró­sent hlynnt sölu bjórs og létt­víns í búðum og 48 pró­sent Pírata. 40 pró­sent stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja að bjór og létt­vín sé selt í búð­u­m. 

Ein­ung­ist 19 pró­sent stuðn­ings­manna VG voru hlynnt sölu á bjór og léttu áfengi í mat­vöru­búð­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None