Hver er þessi rússneski sendiherra? – Talnaglöggur og áhrifamikill

Sendiherra Rússa í Washington DC hefur náð að byggja upp tengsl við Repúblikana sem enginn annar Rússi hefur náð að byggja upp. Hann er nú miðpunkturinn í rannsóknum á tengslum framboðs Donalds Trumps við Rússa.

Sergey Kislyak í sjónvarpsviðtali.
Sergey Kislyak í sjónvarpsviðtali.
Auglýsing

Maður er nefndur Sergey Kis­lyak og á honum standa nú öll spjót. Hann er óum­deil­an­lega sá rúss­neski emb­ætt­is­maður sem náð hefur að mynda sterk­ustu tengslin við stjórn­mála­menn í Banda­ríkj­unum og eins og ótrú­legt og það hljómar - í ljósi kaldra sam­skipta þess­ara risa í austri og vestri í gegnum tíð­ina - þá liggja þræðir hans inn í Repúblikana­flokk­inn.

Eins og kunn­ugt er þá hafa banda­rískar stofn­an­ir, leyni­þjón­ustan CIA, alrík­is­lög­reglan FBI og þing­nefnd í Banda­ríkj­un­um, sam­skipti fram­boðs Don­alds Trumps við Rússa nú til skoð­un­ar. 

Flest þessi sam­skipti liggja í gegnum fyrr­nefndan Kis­lyak. Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi aðal­ráð­gjafi Trumps á sviði örygg­is- og varn­ar­mála, hefur þegar sagt af sér eftir að hlerað sím­tal hans við Kis­lyak sýndi óum­deil­an­lega að hann hafði rætt við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum í sím­tal­inu. Var­for­set­inn Mike Pence var ósáttur við þetta og fór Don­ald Trump í kjöl­farið fram á afsögn hans. 

Auglýsing

Nú er það dóms­mála­ráð­herra, Jeff Sessions frá Ala­bama, sem er undir smá­sjánni. Einkum tveir per­sónu­legir fundir hans með Kis­lyak, í júlí og sept­em­ber í fyrra. 

Sam­hliða þessum sam­skiptum voru tölvu­árásir við­stöðu­lausar á fram­boð Hill­ary Clint­on. 

Trump hefur gert lítið úr þessum sam­skiptum og talar um norna­veið­ar. Rann­sókn á þó eftir að fara fram sem leiðir sann­leik­ann í ljós. 

Kis­lyak er 66 ára gam­all og hefur verið sendi­herra Rússa í Was­hington frá því árið 2008 og var það Med­vedev sem skip­aði hann. Hann er náinn banda­maður Vladím­irs Pútíns, for­seta, og er sagður hafa trúnað hans í öllum mál­um. Fáir hafa slíka stöðu utan Rúss­lands.

Hann var lyk­il­maður í stjórn­kerfi gömlu Sov­ét­ríkj­anna, og var meðal ann­ars með yfir­manns­stöðu gagn­vart alþjóða­stofn­un­um. Hann þykir hafa sterka nær­veru og sann­fær­ing­ar­kraft. Er mik­ill á velli og talar hægt og með djúpri röddu. Í ræðu sem hann hélt í Stan­ford háskóla, skömmu eftir kosn­inga­sigur Don­alds Trumps, 8. nóv­em­ber, full­yrti hann að hann hefði ekki verið í sam­skiptum við liðs­menn Trumps og að Rússar hefðu ekki blandað sér í kosn­ing­arnar með neinum hætt­i. Helsti styrki­leiki hans, sam­kvæmt skrifum Steven Lee Myers í bók­inni New Tsar, þar sem Pútín er til umfjöll­un­ar, er að hann þykir snjall í að greina stóru mynd­ina í atburðum og er afburða snjall með töl­ur. Þannig reiðir hann sig ekki á ráð­gjafa þegar kemur að ýmsum smá­at­rið­um, heldur vinnur vinn­una yfir­leitt sjálf­ur. Hann er eðl­is­fræð­ingur að mennt, með áherslu á kjarn­orku. 

Hann starf­aði um ára­bil sem njósn­ari fyrir Sov­ét­ríkin og er sagður vera með alla þræði í hendi sér þegar kemur að því að skipa nýja njósn­ara, að því er fram kemur í New Tsar. 

For­eldrar hans voru fæddir í gömlu Úkra­ínu og er hann sagður vera einn af þeim sem sér það í hyll­ing­um, að Rúss­land inn­limi Úkra­ínu aftur sem hluta af Sov­ét­ríkj­un­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None