Hver er þessi rússneski sendiherra? – Talnaglöggur og áhrifamikill

Sendiherra Rússa í Washington DC hefur náð að byggja upp tengsl við Repúblikana sem enginn annar Rússi hefur náð að byggja upp. Hann er nú miðpunkturinn í rannsóknum á tengslum framboðs Donalds Trumps við Rússa.

Sergey Kislyak í sjónvarpsviðtali.
Sergey Kislyak í sjónvarpsviðtali.
Auglýsing

Maður er nefndur Sergey Kis­lyak og á honum standa nú öll spjót. Hann er óum­deil­an­lega sá rúss­neski emb­ætt­is­maður sem náð hefur að mynda sterk­ustu tengslin við stjórn­mála­menn í Banda­ríkj­unum og eins og ótrú­legt og það hljómar - í ljósi kaldra sam­skipta þess­ara risa í austri og vestri í gegnum tíð­ina - þá liggja þræðir hans inn í Repúblikana­flokk­inn.

Eins og kunn­ugt er þá hafa banda­rískar stofn­an­ir, leyni­þjón­ustan CIA, alrík­is­lög­reglan FBI og þing­nefnd í Banda­ríkj­un­um, sam­skipti fram­boðs Don­alds Trumps við Rússa nú til skoð­un­ar. 

Flest þessi sam­skipti liggja í gegnum fyrr­nefndan Kis­lyak. Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi aðal­ráð­gjafi Trumps á sviði örygg­is- og varn­ar­mála, hefur þegar sagt af sér eftir að hlerað sím­tal hans við Kis­lyak sýndi óum­deil­an­lega að hann hafði rætt við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum í sím­tal­inu. Var­for­set­inn Mike Pence var ósáttur við þetta og fór Don­ald Trump í kjöl­farið fram á afsögn hans. 

Auglýsing

Nú er það dóms­mála­ráð­herra, Jeff Sessions frá Ala­bama, sem er undir smá­sjánni. Einkum tveir per­sónu­legir fundir hans með Kis­lyak, í júlí og sept­em­ber í fyrra. 

Sam­hliða þessum sam­skiptum voru tölvu­árásir við­stöðu­lausar á fram­boð Hill­ary Clint­on. 

Trump hefur gert lítið úr þessum sam­skiptum og talar um norna­veið­ar. Rann­sókn á þó eftir að fara fram sem leiðir sann­leik­ann í ljós. 

Kis­lyak er 66 ára gam­all og hefur verið sendi­herra Rússa í Was­hington frá því árið 2008 og var það Med­vedev sem skip­aði hann. Hann er náinn banda­maður Vladím­irs Pútíns, for­seta, og er sagður hafa trúnað hans í öllum mál­um. Fáir hafa slíka stöðu utan Rúss­lands.

Hann var lyk­il­maður í stjórn­kerfi gömlu Sov­ét­ríkj­anna, og var meðal ann­ars með yfir­manns­stöðu gagn­vart alþjóða­stofn­un­um. Hann þykir hafa sterka nær­veru og sann­fær­ing­ar­kraft. Er mik­ill á velli og talar hægt og með djúpri röddu. Í ræðu sem hann hélt í Stan­ford háskóla, skömmu eftir kosn­inga­sigur Don­alds Trumps, 8. nóv­em­ber, full­yrti hann að hann hefði ekki verið í sam­skiptum við liðs­menn Trumps og að Rússar hefðu ekki blandað sér í kosn­ing­arnar með neinum hætt­i. Helsti styrki­leiki hans, sam­kvæmt skrifum Steven Lee Myers í bók­inni New Tsar, þar sem Pútín er til umfjöll­un­ar, er að hann þykir snjall í að greina stóru mynd­ina í atburðum og er afburða snjall með töl­ur. Þannig reiðir hann sig ekki á ráð­gjafa þegar kemur að ýmsum smá­at­rið­um, heldur vinnur vinn­una yfir­leitt sjálf­ur. Hann er eðl­is­fræð­ingur að mennt, með áherslu á kjarn­orku. 

Hann starf­aði um ára­bil sem njósn­ari fyrir Sov­ét­ríkin og er sagður vera með alla þræði í hendi sér þegar kemur að því að skipa nýja njósn­ara, að því er fram kemur í New Tsar. 

For­eldrar hans voru fæddir í gömlu Úkra­ínu og er hann sagður vera einn af þeim sem sér það í hyll­ing­um, að Rúss­land inn­limi Úkra­ínu aftur sem hluta af Sov­ét­ríkj­un­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None