Donald Trump Bandaríkjaforseti tekur ekki gild ummæli James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, um að ekkert sé til í þeim ásökunum Trump að fyrrverandi forsetinn Barack Obama hafi látið hlera síma hans.
Þetta kom fram í máli talskonu Hvíta hússins, Söru Huckabee Sanders, í viðtali í morgun. Hún sagðist ekki telja að forsetinn tæki neitun Comey gilda. Hún sagði jafnframt að forsetinn vildi að sannleikurinn kæmi í ljós, og að hann óskaði þess að það yrði gert í gegnum nefnd fulltrúadeildar þingsins.
Auglýsing