Tugmilljarða gjaldþrot Magnúsar langt frá því að vera stærsta þrot einstaklings

Samþykktar kröfur í bú Magnúsar Þorsteinssonar, sem einu sinni átti banka á Íslandi, nema 24,5 milljörðum króna. Tveir aðrir einstaklingar sem voru umsvifamiklir í bankarekstri fyrir hrun fóru í mun stærra persónulegt þrot en Magnús.

Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili sitt til Rússlands vorið 2009. Skömmu síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skiptum á búinu er nú lokið.
Magnús Þorsteinsson flutti lögheimili sitt til Rússlands vorið 2009. Skömmu síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Skiptum á búinu er nú lokið.
Auglýsing

Sam­þykktar kröfur í þrotabú Magn­úsar Þor­steins­son­ar, athafna­manns sem var á meðal þeirra þriggja manna sem keyptu ráð­andi hlut í Lands­bank­anum 2002, nema 24,5 millj­örðum króna. Þetta hefur mbl.is eftir skipta­stjóra bús­ins. Búskiptin hafa tekið um átta ár, en Magnús var úrskurð­aður gjald­þrota vorið 2009. Búist er við því að lítið sem ekk­ert fáist upp í kröf­urn­ar.

Þótt kröf­urnar á hendur Magn­úsi séu stjarn­fræði­lega háar, og ofar skiln­ingi flestra venju­legra launa­manna, er hann ansi langt frá því að eiga stærsta per­sónu­lega gjald­þrot Íslands­sög­unn­ar. Þann heiður eiga tveir aðrir ein­stak­lingar sem voru í lyk­il­hlut­verkum í íslensku banka­kerfi fyrir hrun. Annar er fyrr­ver­andi við­skipta­fé­lagi Magn­ús­ar, Björgólfur Guð­munds­son, og hinn er Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings. Raunar er per­sónu­legt gjald­þrot Sig­urðar stærra en flest gjald­þrot fyr­ir­tækja í Íslands­sög­unni.

Magnús Þor­steins­son 24,5 millj­arðar

Magnús Þor­steins­son var hluti af hinum svo­kall­aða Sam­son-hópi sem keypti 45,8 pró­sent hlut í Lands­banka Íslands á gaml­árs­dag 2002. Aðrir í hópnum voru feðgarnir Björgólfur Guð­munds­son og Björgólfur Thor Björg­ólfs­son. Þre­menn­ing­arnir höfðu þá nýverið selt drykkj­ar­verk­smiðju í Rúss­landi til Hein­eken og efn­ast mjög á þeim við­skipt­um.

Auglýsing

Magnús seldi sig síðar út úr Sam­son og ein­beitti sér að fjár­fest­ingum í flutn­inga­starf­semi og flug­rekstri. Hann var þá meðal ann­ars orð­inn aðal­eig­andi Avion Group sem rak meðal ann­ars Air Atl­anta. Auk þess keypti Avion Group síðar Eim­skipa­fé­lag­ið.

Staða Magn­úsar varð strax mjög slæm eftir hrunið og hann missti flestar eignir sín­ar. Hann flutti í kjöl­farið lög­heim­ili sitt til Rúss­lands þar sem hann hefur stundað við­skipti sem lítið er vitað um alla tíð síð­an. Nokkrum mán­uðum eftir lög­heim­il­is­flutn­ing­inn var Magnús úrskurð­aður gjald­þrota á Íslandi og nú, tæpum átta árum síð­ar, liggur fyrir að kröfur í búið nema 24,5 millj­örðum króna.

Björgólfur Guð­munds­son 85 millj­arðar

Björgólfur Guð­munds­son fór með him­in­skautum fyrir banka­hrun. Hann hafði upp­lifað smán vegna Haf­skips­máls­ins svo­kall­aða á níunda ára­tugn­um, þar sem hann hlaut dóm, og upp­lifði kaup sín og við­skipta­fé­laga sinna á Lands­banka Íslands 2002 sem upp­reista æru. Í kjöl­farið sett­ist Björgólfur í stól for­manns banka­ráðs bank­ans og sat þar fram að hruni.  

Björgólfur Guðmundsson.Hann fjár­festi einnig mun víð­ar, meðal ann­ars í Eim­skipa­fé­lag­inu og í enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu West Ham. Þá voru félög í eigu Björg­ólfs umsvifa­mikil í fast­eigna­verk­efnum og eitt þeirra ætl­aði meðal ann­ars að standa að upp­bygg­ingu á tón­list­ar­hús­inu Hörpu. Í lok árs 2007 voru eignir Björg­ólfs metnar á 1,2 millj­arða Banda­ríkja­dali. En, líkt og hjá mörgum öðrum íslenskum auð­mönn­um, var upp­hefðin fengin að láni og eigið fé veru­lega upp­blás­ið.

Björgólfur var í per­sónu­legum ábyrgðum fyrir hluta sinna lána og í lok júlí 2009 var hann úrskurð­aður gjald­þrota að eigin ósk. Þrotið var þá það langstærsta í Íslands­sög­unni sem ein­stak­lingur hafði farið í.

Skiptum á búinu lauk í maí 2014. Alls námu sam­þykktar kröfur 85 millj­örðum króna ein­ungis 35 millj­ónir króna feng­ust upp í þær.

Sig­urður Ein­ars­son 254,4 millj­arðar

Fyrr­ver­andi starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Sig­urður Ein­ars­son, á Íslands­metið í gjald­þroti ein­stak­lings. Sig­urður gengdi lyk­il­hlut­verki í vexti og á end­anum falli Kaup­þings, sem varð stærsti banki lands­ins á árunum fyrir hrun. Hann átti umtals­verðan hlut í Kaup­þingi á eigin kenni­tölu og greiddi meðal ann­ars fyrir þann hlut með lánum frá bank­anum sjálf­um. Árið 2012 var Sig­­urður dæmdur til að greiða tæp­­lega 500 millj­­ónir króna auk drátt­­ar­­vaxta vegna per­­són­u­­legrar ábyrgðar á þeim lánum sem hann fékk hjá Kaup­­þingi til að kaupa hluta­bréf í bank­an­­um. Sig­­urður hafði fengið 5,5 millj­­arða króna lán til kaupanna og krafð­ist slita­stjórnin tíu pró­­senta end­­ur­greiðslu, eða um 550 millj­­óna króna. Áður hafði slita­stjórnin fellt úr gildi fyrri ákvörðun stjórnar Kaup­­þings um að fella niður per­­són­u­­legar ábyrgðir lyk­il­­starfs­­manna bank­ans á lánum til þeirra.

Sigurður Einarsson ásamt Ólafi Ólafssyni. Þeir hlutu báðir dóm í Al Thani-málinu svokallaða.Þá skatt­lagði íslenska ríkið kaup­rétti hans þannig að Sig­urði var gert að greiða 700 millj­ónir króna í tekju­skatt. Þessar tölur voru þó, á end­an­um, dropi í haf­ið.

Sig­urður óskaði eftir gjald­þrota­skiptum í sept­em­ber 2015. Í jan­úar 2016 var skipt­unum lok­ið. Alls var kröfum upp á 254,4 millj­arða króna lýst í búið. Upp í þær feng­ust 38,3 millj­ónir króna. Sú upp­hæð kom til, sam­kvæmt frétt RÚV um mál­ið, vegna þess að Kaup­þing hafði tekið veð í helm­ings­hlut Sig­urðar í ein­býl­is­húsi á Sel­tjarn­ar­nesi og er um að ræða sölu­and­virði þess hlut­ar. Ekki var tekin afstaða til þess hvort allar kröf­urnar voru rétt­mæt­ar.

Félagið Chesterfi­eld United á Bresku jóm­frúreyjum lýsti stærstu kröf­unni, alls 99 millj­örðum króna. Næst­stærsti kröfu­haf­inn var Deutsche Bank, sem lýsti 73 millj­arða króna kröf­um. Þar á eftir var félagið Murray Hold­ings með 58 millj­arða króna kröf­ur. Arion banki lýsti 21 millj­arðs króna kröfu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None