Sigurbjörn Ingimundarson, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, verður tímabundið formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, þar til ráðherra skipar á ný í stjórn sjóðsins.
Sigurbjörn hefur verið varaformaður stjórnarinnar en tekur við formennskunni tímabundið vegna þess að Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir stjórnarformaður og lögmaður hefur sagt af sér formennskunni. Ingibjörg Ólöf er að flytja utan og taka við nýju starfi.
Ingibjörg hefur verið formaður stjórnarinnar frá árinu 2013. Það er ráðherra húsnæðismála sem skipar stjórn Íbúðalánasjóðs til fjögurra ára í senn eftir hverjar alþingiskosningar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ekki skipað í stjórnina.
Fimm eru í stjórn Íbúðaláns, en auk þeirra Ingibjargar og Sigurbjörns hafa þar setið Drífa Snædal viðskiptafræðingur, Haukur Ingibergsson fyrrverandi forstjóri Þjóðskrár og Valdimar Valdemarsson kerfisfræðingur.