Þrír karlar fá milljón fyrir að læra til leikskólakennara

Verkefni sem miðar að því að auka hlut karla í yngri barna kennslu ætlar að borga þremur körlum milljón á mann fyrir að ljúka meistaranámi í leikskólakennarafræðum.

born_19154270071_o.jpg börn leiksskóli
Auglýsing

Þrír karlar munu fá styrk upp á eina milljón króna fyrir að fara í nám á meist­ara­stigi í leik­skóla­kenn­ara­fræðum í annað hvort Háskóla Íslands eða Háskól­anum á Akur­eyri í haust. 

Þetta er gert á vegum Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Mennta­vís­inda­sviðs Hákóla Íslands, Kenn­ara­deildar Háskól­ans á Akur­eyri, Félags leik­skóla­kenn­ara og Félags stjórn­enda leik­skóla, en þessir aðilar fengu styrk úr Jafn­rétt­is­sjóði Íslands til að vinna að verk­efni undir yfir­skrift­inni „Karlar í yngri barna kennslu.“ 

Meg­in­mark­miðin með verk­efn­inu eru að vekja athygli ungra karla á starfi kenn­ara í leik­skól­um, og að fjölga þeim í starfi.

Auglýsing

Karl­arnir þrír verða ráðnir sem verk­efn­is­stjórar í verk­efn­inu og munu sinna verk­efnum í sam­ráði við stýri­hóp með því mark­miði að vekja athygli á nám­inu. Þeir munu fá styrk­inn greiddan þegar námi er lokið og þeir hafa skilað inn afriti af leyf­is­bréfi til kennslu á leik­skóla­stigi ásamt grein­ar­gerð. Karl­arnir eiga að kynna hug­myndir sínar um hvernig þeir hygg­ist kynna námið og starf­ið, en engin kvöð er um að þeir starfi sem leik­skóla­kenn­arar þegar þeir hafa fengið styrk­inn. 

Karlar eru innan við tvö pró­sent mennt­aðra leik­skóla­kenn­ara á land­inu, og ýmis­legt hefur verið reynt í gegnum tíð­ina til að fjölga þeim, en með litlum árangri, að því er fram kemur í Morg­un­blað­inu í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None