Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR. Þetta var tilkynnt á vef VR rétt í þessu. Kosningaþátttaka var 17,09%, sem þýðir að ríflega 5.700 af þeim tæplega 34 þúsund sem höfðu kosningarétt greiddu atkvæði.
Ragnar Þór hlaut 62,98 prósent atkvæða, eða 3.480 atkvæði alls. Ólafía B. Rafnsdóttir, sitjandi formaður VR, hlaut 37% atkvæði, eða 2.046 atkvæði. 3,15% skiluðu auðu.
Ólafía varð formaður fyrir fjórum árum, árið 2013, þegar hún sigraði kosningu til formanns með 76% atkvæða gegn þáverandi sitjandi formanni, Stefáni Einari Stefánssyni. Hún var endurkjörin árið 2015.
Ólafur Reimar Gunnarsson, Harpa Sævarsdóttir, Birgir Már Guðmundsson, Guðrún Björg Gunnarsdóttir, Unnur María Pálmadóttir, Helga Ingólfsdóttir og Elisabeth Courtney voru kjörin í stjórn VR.