Derrick Watson, dómari við alríkisdómstólinn í Havaí, hefur lagt tímabundið bann á tilskipun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, um að setja 90 daga ferðabann á fólk frá sex ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta, og 120 daga bann á flóttamenn.
Samkvæmt umfjöllun New York Times, hefur Hvíta húsið ekki ennþá brugðist við niðustöðunni, en Trump rökstuddi hana einkum með því að hætta væri á því að hryðuverkamenn kæmust inn í landið ef ekki yrði lokað fyrir ferðir fólks frá löndunum sex.
Fyrri tilskipun Trumps, frá 27. janúar, um ferðabann borgara frá sjö ríkjum var dæmd ólögmæt, og því lagði hann fram aðra tilskipun, sem var lítillega breytt og opnað á ferðir fólks frá Írak.
Löndin sem um ræðir og tilskipunin nú nær til, eru Jemen, Sómalía, Súdan, Íran, Líbía og Sýrland.