May að búa sig undir að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Theresa May er sögð vera að búa sig undir að neita kröfum skoskra stjórnvalda um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á næstu tveimur árum. Hún vill bíða fram yfir Brexit með slíkar atkvæðagreiðslur.

Theresa May og Nicola Sturgeon.
Theresa May og Nicola Sturgeon.
Auglýsing

Búist er við því að Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, neiti beiðni Skota um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði að sinni. Hún er sögð vilja bíða með slíka þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fram yfir að nið­ur­staða útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er ljós. 

Frá þessu er greint í breskum fjöl­miðlumNicola Stur­­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, ætlar að leita sam­­þykkis skoska þings­ins fyrir því að boða til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um sjálf­­stæði Skotlands, en hún til­kynnti það á mánu­dag­inn. Hún sér fyrir sér að slík atkvæða­greiðsla færi fram ein­hvern tím­ann á tíma­bil­inu frá hausti 2018 til vors 2019, að minnsta kosti áður en útgöng­u­­samn­ingur úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu liggur fyr­­ir.

Í breskum fjöl­miðlum er haft eftir David Mundell, ráð­herr­anum gagn­vart Skotlandi, að Skotland muni yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ásamt öðrum hlutum Bret­lands, og sagði fárán­legt að halda því fram að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði gæti komið í veg fyrir þetta. Hann sagði við the Her­ald að tímara­mm­inn sem Nicola Stur­geon væri að vinna með myndi hafa í för með sér að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan yrði ekki lög­leg, sann­gjörn eða afger­and­i. 

Auglýsing

Búist er við því að May muni halda því fram að það sé ekki tíma­bært að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fyrr en eftir að nið­ur­staðan af Brexit er ljós, því fyrst þá verði hægt að taka upp­lýsta ákvörð­un. 

Tvær skoð­ana­kann­anir birt­ust í dag um afstöð­una til sjálf­stæð­is­ins. You­Gov könnun sem gerð var fyrir Times sýndi að 43% Skota myndu kjósa með sjálf­stæði, sem er lægsta hlut­fall sem mælst hefur í átján mán­uð­i. Önnur könn­un, sem var gerð af ScotCen, gaf til kynna að stuðn­ingur við sjálf­stæði væri 46 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None