May að búa sig undir að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Theresa May er sögð vera að búa sig undir að neita kröfum skoskra stjórnvalda um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á næstu tveimur árum. Hún vill bíða fram yfir Brexit með slíkar atkvæðagreiðslur.

Theresa May og Nicola Sturgeon.
Theresa May og Nicola Sturgeon.
Auglýsing

Búist er við því að Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, neiti beiðni Skota um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði að sinni. Hún er sögð vilja bíða með slíka þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fram yfir að nið­ur­staða útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er ljós. 

Frá þessu er greint í breskum fjöl­miðlumNicola Stur­­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, ætlar að leita sam­­þykkis skoska þings­ins fyrir því að boða til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um sjálf­­stæði Skotlands, en hún til­kynnti það á mánu­dag­inn. Hún sér fyrir sér að slík atkvæða­greiðsla færi fram ein­hvern tím­ann á tíma­bil­inu frá hausti 2018 til vors 2019, að minnsta kosti áður en útgöng­u­­samn­ingur úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu liggur fyr­­ir.

Í breskum fjöl­miðlum er haft eftir David Mundell, ráð­herr­anum gagn­vart Skotlandi, að Skotland muni yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ásamt öðrum hlutum Bret­lands, og sagði fárán­legt að halda því fram að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði gæti komið í veg fyrir þetta. Hann sagði við the Her­ald að tímara­mm­inn sem Nicola Stur­geon væri að vinna með myndi hafa í för með sér að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan yrði ekki lög­leg, sann­gjörn eða afger­and­i. 

Auglýsing

Búist er við því að May muni halda því fram að það sé ekki tíma­bært að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fyrr en eftir að nið­ur­staðan af Brexit er ljós, því fyrst þá verði hægt að taka upp­lýsta ákvörð­un. 

Tvær skoð­ana­kann­anir birt­ust í dag um afstöð­una til sjálf­stæð­is­ins. You­Gov könnun sem gerð var fyrir Times sýndi að 43% Skota myndu kjósa með sjálf­stæði, sem er lægsta hlut­fall sem mælst hefur í átján mán­uð­i. Önnur könn­un, sem var gerð af ScotCen, gaf til kynna að stuðn­ingur við sjálf­stæði væri 46 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None