May að búa sig undir að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit

Theresa May er sögð vera að búa sig undir að neita kröfum skoskra stjórnvalda um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á næstu tveimur árum. Hún vill bíða fram yfir Brexit með slíkar atkvæðagreiðslur.

Theresa May og Nicola Sturgeon.
Theresa May og Nicola Sturgeon.
Auglýsing

Búist er við því að Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, neiti beiðni Skota um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði að sinni. Hún er sögð vilja bíða með slíka þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fram yfir að nið­ur­staða útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu er ljós. 

Frá þessu er greint í breskum fjöl­miðlumNicola Stur­­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, ætlar að leita sam­­þykkis skoska þings­ins fyrir því að boða til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um sjálf­­stæði Skotlands, en hún til­kynnti það á mánu­dag­inn. Hún sér fyrir sér að slík atkvæða­greiðsla færi fram ein­hvern tím­ann á tíma­bil­inu frá hausti 2018 til vors 2019, að minnsta kosti áður en útgöng­u­­samn­ingur úr Evr­­ópu­­sam­­band­inu liggur fyr­­ir.

Í breskum fjöl­miðlum er haft eftir David Mundell, ráð­herr­anum gagn­vart Skotlandi, að Skotland muni yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ásamt öðrum hlutum Bret­lands, og sagði fárán­legt að halda því fram að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði gæti komið í veg fyrir þetta. Hann sagði við the Her­ald að tímara­mm­inn sem Nicola Stur­geon væri að vinna með myndi hafa í för með sér að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan yrði ekki lög­leg, sann­gjörn eða afger­and­i. 

Auglýsing

Búist er við því að May muni halda því fram að það sé ekki tíma­bært að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fyrr en eftir að nið­ur­staðan af Brexit er ljós, því fyrst þá verði hægt að taka upp­lýsta ákvörð­un. 

Tvær skoð­ana­kann­anir birt­ust í dag um afstöð­una til sjálf­stæð­is­ins. You­Gov könnun sem gerð var fyrir Times sýndi að 43% Skota myndu kjósa með sjálf­stæði, sem er lægsta hlut­fall sem mælst hefur í átján mán­uð­i. Önnur könn­un, sem var gerð af ScotCen, gaf til kynna að stuðn­ingur við sjálf­stæði væri 46 pró­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum óvinsæls smáflokks á Ítalíu eru á meðal þess sem hefur verið efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None