Áætlað er að á síðasta ári hafi um 960 þúsund erlendir ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi (56% gestanna), samanborið við um 480 þúsund árið 2014 (48%) og 166 þúsund árið 2009 (33%).
Margföldun hefur því orðið á umferðaþunga vegna ferða erlendra ferðamanna á landinu á undanöfnrum árum.
Þá er áætlað að 16 þúsund bílaleigubílar hafi verið í útleigu til erlendra ferðamanna í ágúst í fyrra, en þann mánuð voru þeir flestir á ferð, að því er fram kemur í greinargerðinni Akstur og öryggi ferðamanna 2016, sem finna má á vef Vegagerðarinnar.
Í greinargerðinni segir meðal annars að erlendir ferðamann hafi að líkindum keyrt um 540 milljónir kílómetra í fyrra.
Af íbúum einstakra markaðssvæða nýttu ferðamenn frá Benelux löndunum sér helst bílaleigubíl í ferð sinni á Íslandi árið 2016 (78%) en síðan gestir frá Suður-Evrópu (73%) og gestir utan helstu markaðssvæða (69%), segir í greinargerðinni. Þá komu ferðamenn frá Mið-Evrópu (59%), NorðurAmeríku (57%), Asíu (54%) og Norðurlöndunum (52%) en ferðamenn frá Bretlandseyjum ráku lestina (37%).
Þá segir í greinargerðinni að áætlað sé að um 4.800 ferðmenn hafi að jafnaði komið á um 1.600 bílaleigubílum að Geysi hvern dag í júlí og ágúst í fyrra en að jafnaði 1.200 manns á dag í janúar á um 400 bílum (þegar minnst var umleikis).
Sambærilegar tölur fyrir Þingvöll eru
áætlaðar um 1.300 bílar á dag í júlí og ágúst en um 320 bílar hvern dag janúarmánuðar og að
Jökulslárlóni um 1.100 bílar í júlí og ágúst en 90 bílar á dag í janúar.