Borgarstjórinn í New York, Bill De Blasio, tilkynnti um það í gær, að listaverkið Óttalausa stúlkan fengi að standa í það minnsta fram í febrúar á næsta ári, beint gegn hinu fræga nauti (Chargin Bull) á Wall Street, eftir Arturo Di Mocia.
Í tilkynningu sagði De Blasio að verkið stæði gegn yfirvaldinu og hefði skapað líflegar og mikilvægar umræður um hlutverk kynjanna á vinnumarkaði í Bandaríkjunum, og ekki síst á fjármálamarkaði.
Verkið er eftir Kirsten Visbal og var það unnið fyrir eignastýringarfélagið SSGA, sem vildi með verkinu minna á að konur gætu tekið að sér fleiri ábyrgðarstörf á fjármálamarkaði, ekki síst stjórnarstörf. Um fjórðungur af þrjú þúsund fyrirtækjum á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum hefur enga konu í stjórn og í langflestum tilvikum eru konur í miklum minnihluta.
Nautinu var upphaflega komið fyrir 1989 og átti það að tákn styrk fólksins í Bandaríkjunum, eftir mikið fall á mörkuðum árið 1987 með tilheyrandi niðursveiflu í efnahagslífinu. Í seinni tíð hefur það hins vegar orðið táknmynd ótemjunnar á Wall Street, þar sem fjármálafyrirtækin ráð ríkjum.