Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump forseta Bandaríkjanna, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, eiga eignir upp á 741 milljón Bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 85 milljörðum króna. Þetta sýna gögn sem hafa verið birt í samræmi við siðareglur Hvíta hússins og Bandaríkjaþings, og vitnað er til í umfjöllun Wall Street Journal.
Þá voru einnig birt gögn sem sýna eignir helstu ráðgjafa og ráðamanna í ríkisstjórn Donalds Trumps, en samanlögð auðævi þeirra eru talin nema um tólf milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 1.400 milljörðum króna. Aldrei áður í sögu Bandaríkjanna hafa svo margir auðmenn verið við stjórnvölinn í Washington D.C. að því er kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal.
Í gögnunum kemur fram að þrátt fyrir að þau hjónin hafi hætt að stýra fjölmörgum félögum í viðskiptaveldi Trumps fjölskyldunnar, þegar Donald Trump varð forseti, þá hagnast þau ennþá fjárhagslega á þeim, í gegnum net sjóða og félaga. Þetta er sagt orka tvímælis og ekki vera í takt við markmið reglnanna. Þær voru upphaflega settar til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl ráðamanna á hverjum tíma.
Á meðal eigna sem þau hjónin eiga eru fasteignir vítt og breitt um Bandaríkin, þar á meðal hótel í Washington D.C.
Ivanka og Kushner eru bæði hluti af nánustu samstarfsmönnum Donalds Trumps, og gegn þau störfum sem ráðgjafar. Kushner er sérstakur ráðgjafi þegar kemur á málefnum Miðausturlanda en Ivanka er með