Kvika upplýsir ekki um hverjir eigi B-hlutabréf í bankanum

B-hluthafar í Kviku fengu 525 milljónir króna í arð. Fjármálaeftirlitið kannar hvort tilteknar arðgreiðslur fjármálafyrirtækja hafi í raun verið kaupaukar umfram það sem lög heimila. Forstjóri Kviku vill ekki upplýsa um hverjir eigi B-hlutabréfin.

Auglýsing
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.

Kvika banki vill ekki upp­lýsa um hverjir eigi B-hluta­bréf í bank­an­um. Það kemur fram í svari Sig­urðar Atla Jóns­son­ar, for­stjóra bank­ans, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ákveðið var á síð­asta aðal­fundi Kviku að B-hlut­haf­ar, sem sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru að mestu starfs­menn bank­ans, myndu fá 525 millj­ónir króna í arð vegna síð­asta árs. A-hlut­hafar fá hins vegar enga arð­greiðslu.

Sig­urður Atli segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að allar upp­lýs­ingar sem bank­anum sé „skylt og heim­ilt að veita um hlut­hafa bank­ans er að finna á heima­síðu hans; kvika.is. Þar er að finna lista yfir alla hlut­hafa sem eiga meira en eitt pró­sent af hlutafé og upp­lýs­ingar um eig­endur í þeim til­vikum þar sem hlut­haf­inn er lög­að­il­i.“ Þegar fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hverjir væru B-hlut­hafar í bank­anum var ítrekuð sagði Sig­urður Atli að Kvika gæti ekki veitt þær upp­lýs­ing­ar.

Á heima­síðu Kviku eru ein­ungis veittar upp­lýs­ingar um A-hlut­hafa. Þar er hægt að sjá hverjir eiga rúm­lega 90 pró­sent A-hluta­bréfa í bank­an­um. Tveir stærstu eig­end­urnir eru ann­ars vegar VÍS (21,83 pró­sent) og hins vegar Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna (9,53 pró­sent). Þar á eftir koma stórir ein­stak­lings­fjár­fest­ar. Á meðal þeirra er félagið K2B ehf., sem er fjórði stærsti hlut­hafi bank­ans með átta pró­sent hlut. Það félag er í 100 pró­sent eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns VÍS, sem er líkt og áður sagði langstærsti eig­andi Kviku. Engar upp­lýs­ingar eru hins vegar á síð­unni um B-hlut­hafa bank­ans.

Arð­greiðslur höfðu áhrif á að sam­runa­ferli var hætt

Á síð­ari hluta árs­ins 2016 var til­kynnt um yfir­vof­andi sam­runa Kviku við fjár­mála­fyr­ir­tækið Virð­ingu. Skrifað var undir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis 28. nóv­em­ber í fyrra. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­sent hlut. Þann 28. mars síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að stjórnir Virð­ingar  og Kviku banka hefðu tekið sam­eig­in­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna.

Auglýsing

Kristín Pét­urs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Virð­ing­ar, sagði við RÚV að arð­greiðsl­urnar til B-hlut­hafa Kviku, hafi haft áhrif á ákvörð­un­ina um að slíta sam­runa­ferl­inu, en þó ekki úrslita­á­hrif.

Fjár­mála­eft­ir­litið kannar hvort arður sé kaup­auki

RÚV greindi svo frá því á þriðju­dag að Fjár­mála­eft­ir­litið væri að kanna hvort til­teknar arð­greiðslur úr fjár­mála­fyr­ir­tækjum væru í raun kaupaukar, en sam­kvæmt lögum eru kaupaukar til starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja veru­lega tak­mark­að­ir. Sem dæmi má nefna að Kvika mætti ekki greiða starfs­mönnum sínum 525 millj­ónir króna í kaupauka sam­kvæmt þeim lögum enda tak­marka þau kaupauka­greiðslur við það að vera fjórð­ungur af árs­tekjum hvers starfs­manns. Sig­urður Atli hefur neitað því opin­ber­lega að arð­greiðslur til B-hlut­hafa, sem eru aðal­lega starfs­menn bank­ans, sé leið til að kom­ast fram hjá lögum sem tak­marka kaupauka.

Í svari sínu við fyr­ir­spurn RÚV stað­festi Fjár­mála­eft­ir­litið að tekið hafi verið til skoð­unar hvort sér­stakar aðstæður valdi því að arð­greiðslur til ákveð­inna hlut­hafa­flokka í til­teknum fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi falið í sér kaupauka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None