Kvika upplýsir ekki um hverjir eigi B-hlutabréf í bankanum

B-hluthafar í Kviku fengu 525 milljónir króna í arð. Fjármálaeftirlitið kannar hvort tilteknar arðgreiðslur fjármálafyrirtækja hafi í raun verið kaupaukar umfram það sem lög heimila. Forstjóri Kviku vill ekki upplýsa um hverjir eigi B-hlutabréfin.

Auglýsing
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.

Kvika banki vill ekki upp­lýsa um hverjir eigi B-hluta­bréf í bank­an­um. Það kemur fram í svari Sig­urðar Atla Jóns­son­ar, for­stjóra bank­ans, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ákveðið var á síð­asta aðal­fundi Kviku að B-hlut­haf­ar, sem sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru að mestu starfs­menn bank­ans, myndu fá 525 millj­ónir króna í arð vegna síð­asta árs. A-hlut­hafar fá hins vegar enga arð­greiðslu.

Sig­urður Atli segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að allar upp­lýs­ingar sem bank­anum sé „skylt og heim­ilt að veita um hlut­hafa bank­ans er að finna á heima­síðu hans; kvika.is. Þar er að finna lista yfir alla hlut­hafa sem eiga meira en eitt pró­sent af hlutafé og upp­lýs­ingar um eig­endur í þeim til­vikum þar sem hlut­haf­inn er lög­að­il­i.“ Þegar fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hverjir væru B-hlut­hafar í bank­anum var ítrekuð sagði Sig­urður Atli að Kvika gæti ekki veitt þær upp­lýs­ing­ar.

Á heima­síðu Kviku eru ein­ungis veittar upp­lýs­ingar um A-hlut­hafa. Þar er hægt að sjá hverjir eiga rúm­lega 90 pró­sent A-hluta­bréfa í bank­an­um. Tveir stærstu eig­end­urnir eru ann­ars vegar VÍS (21,83 pró­sent) og hins vegar Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna (9,53 pró­sent). Þar á eftir koma stórir ein­stak­lings­fjár­fest­ar. Á meðal þeirra er félagið K2B ehf., sem er fjórði stærsti hlut­hafi bank­ans með átta pró­sent hlut. Það félag er í 100 pró­sent eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns VÍS, sem er líkt og áður sagði langstærsti eig­andi Kviku. Engar upp­lýs­ingar eru hins vegar á síð­unni um B-hlut­hafa bank­ans.

Arð­greiðslur höfðu áhrif á að sam­runa­ferli var hætt

Á síð­ari hluta árs­ins 2016 var til­kynnt um yfir­vof­andi sam­runa Kviku við fjár­mála­fyr­ir­tækið Virð­ingu. Skrifað var undir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis 28. nóv­em­ber í fyrra. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­sent hlut. Þann 28. mars síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að stjórnir Virð­ingar  og Kviku banka hefðu tekið sam­eig­in­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna.

Auglýsing

Kristín Pét­urs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Virð­ing­ar, sagði við RÚV að arð­greiðsl­urnar til B-hlut­hafa Kviku, hafi haft áhrif á ákvörð­un­ina um að slíta sam­runa­ferl­inu, en þó ekki úrslita­á­hrif.

Fjár­mála­eft­ir­litið kannar hvort arður sé kaup­auki

RÚV greindi svo frá því á þriðju­dag að Fjár­mála­eft­ir­litið væri að kanna hvort til­teknar arð­greiðslur úr fjár­mála­fyr­ir­tækjum væru í raun kaupaukar, en sam­kvæmt lögum eru kaupaukar til starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja veru­lega tak­mark­að­ir. Sem dæmi má nefna að Kvika mætti ekki greiða starfs­mönnum sínum 525 millj­ónir króna í kaupauka sam­kvæmt þeim lögum enda tak­marka þau kaupauka­greiðslur við það að vera fjórð­ungur af árs­tekjum hvers starfs­manns. Sig­urður Atli hefur neitað því opin­ber­lega að arð­greiðslur til B-hlut­hafa, sem eru aðal­lega starfs­menn bank­ans, sé leið til að kom­ast fram hjá lögum sem tak­marka kaupauka.

Í svari sínu við fyr­ir­spurn RÚV stað­festi Fjár­mála­eft­ir­litið að tekið hafi verið til skoð­unar hvort sér­stakar aðstæður valdi því að arð­greiðslur til ákveð­inna hlut­hafa­flokka í til­teknum fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi falið í sér kaupauka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None