Kvika upplýsir ekki um hverjir eigi B-hlutabréf í bankanum

B-hluthafar í Kviku fengu 525 milljónir króna í arð. Fjármálaeftirlitið kannar hvort tilteknar arðgreiðslur fjármálafyrirtækja hafi í raun verið kaupaukar umfram það sem lög heimila. Forstjóri Kviku vill ekki upplýsa um hverjir eigi B-hlutabréfin.

Auglýsing
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.

Kvika banki vill ekki upp­lýsa um hverjir eigi B-hluta­bréf í bank­an­um. Það kemur fram í svari Sig­urðar Atla Jóns­son­ar, for­stjóra bank­ans, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ákveðið var á síð­asta aðal­fundi Kviku að B-hlut­haf­ar, sem sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru að mestu starfs­menn bank­ans, myndu fá 525 millj­ónir króna í arð vegna síð­asta árs. A-hlut­hafar fá hins vegar enga arð­greiðslu.

Sig­urður Atli segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að allar upp­lýs­ingar sem bank­anum sé „skylt og heim­ilt að veita um hlut­hafa bank­ans er að finna á heima­síðu hans; kvika.is. Þar er að finna lista yfir alla hlut­hafa sem eiga meira en eitt pró­sent af hlutafé og upp­lýs­ingar um eig­endur í þeim til­vikum þar sem hlut­haf­inn er lög­að­il­i.“ Þegar fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hverjir væru B-hlut­hafar í bank­anum var ítrekuð sagði Sig­urður Atli að Kvika gæti ekki veitt þær upp­lýs­ing­ar.

Á heima­síðu Kviku eru ein­ungis veittar upp­lýs­ingar um A-hlut­hafa. Þar er hægt að sjá hverjir eiga rúm­lega 90 pró­sent A-hluta­bréfa í bank­an­um. Tveir stærstu eig­end­urnir eru ann­ars vegar VÍS (21,83 pró­sent) og hins vegar Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna (9,53 pró­sent). Þar á eftir koma stórir ein­stak­lings­fjár­fest­ar. Á meðal þeirra er félagið K2B ehf., sem er fjórði stærsti hlut­hafi bank­ans með átta pró­sent hlut. Það félag er í 100 pró­sent eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns VÍS, sem er líkt og áður sagði langstærsti eig­andi Kviku. Engar upp­lýs­ingar eru hins vegar á síð­unni um B-hlut­hafa bank­ans.

Arð­greiðslur höfðu áhrif á að sam­runa­ferli var hætt

Á síð­ari hluta árs­ins 2016 var til­kynnt um yfir­vof­andi sam­runa Kviku við fjár­mála­fyr­ir­tækið Virð­ingu. Skrifað var undir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efnis 28. nóv­em­ber í fyrra. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­sent hlut. Þann 28. mars síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að stjórnir Virð­ingar  og Kviku banka hefðu tekið sam­eig­in­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna.

Auglýsing

Kristín Pét­urs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Virð­ing­ar, sagði við RÚV að arð­greiðsl­urnar til B-hlut­hafa Kviku, hafi haft áhrif á ákvörð­un­ina um að slíta sam­runa­ferl­inu, en þó ekki úrslita­á­hrif.

Fjár­mála­eft­ir­litið kannar hvort arður sé kaup­auki

RÚV greindi svo frá því á þriðju­dag að Fjár­mála­eft­ir­litið væri að kanna hvort til­teknar arð­greiðslur úr fjár­mála­fyr­ir­tækjum væru í raun kaupaukar, en sam­kvæmt lögum eru kaupaukar til starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja veru­lega tak­mark­að­ir. Sem dæmi má nefna að Kvika mætti ekki greiða starfs­mönnum sínum 525 millj­ónir króna í kaupauka sam­kvæmt þeim lögum enda tak­marka þau kaupauka­greiðslur við það að vera fjórð­ungur af árs­tekjum hvers starfs­manns. Sig­urður Atli hefur neitað því opin­ber­lega að arð­greiðslur til B-hlut­hafa, sem eru aðal­lega starfs­menn bank­ans, sé leið til að kom­ast fram hjá lögum sem tak­marka kaupauka.

Í svari sínu við fyr­ir­spurn RÚV stað­festi Fjár­mála­eft­ir­litið að tekið hafi verið til skoð­unar hvort sér­stakar aðstæður valdi því að arð­greiðslur til ákveð­inna hlut­hafa­flokka í til­teknum fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi falið í sér kaupauka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None