Jöfn kynjahlutföll í fyrsta sinn í stjórn Samtaka iðnaðarins

Í fyrsta skipti í sögu Samtaka iðnaðarins eru nú jafn margar konur og karlar í stjórn.

Ný stjórn Samtaka iðnaðarins.
Ný stjórn Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

Jafn margar konur og karlar sitja nú í stjórn Samtaka iðnaðarins, í fyrsta skipti í sögu samtakanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá samtökunum. 

Eyjólfur Árni Rafnsson, sem er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, var varaformaður Samtaka iðnaðarins en hefur nú sagt sig úr stjórninni. Bergþóra Þorkelsdóttir hjá ÍSAM kemur inn í hans stað og þar með eru fimm konur og fimm karlar í stjórninni. 

Það eru þau Ragnar Guðmundsson – Norðurál, Guðrún Jónsdóttir – Héðinn, Katrín Pétursdóttir – Lýsi, Árni Sigurjónsson – Marel, Agnes Ósk Guðjónsdóttir – GK snyrtistofa, formaður SI Guðrún Hafsteinsdóttir – Kjörís, Bergþóra Þorkelsdóttir – ÍSAM, Sigurður R. Ragnarsson – ÍAV, Egill Jónsson – Össur og Lárus Andri Jónsson – Rafþjónustan.

Auglýsing

„Ég er stolt af því að félagsmenn SI hafi á undanförnum árum hægt og bítandi aukið hlut kvenna í stjórninni án utanaðkomandi þrýstings. Því er ekki að neita að SI eru karllæg samtök þar sem mikill meirihluti félagsmanna eru karlkyns. Í ljósi þess er sérstaklega ánægjulegt að upplifa að hér störfum við öll sem eitt óháð kyni íslenskum iðnaði til framdráttar. Jafnréttismál eru okkur mikilvæg og við gætum að því í öllum okkar störfum. Félagsmenn SI eru mjög meðvitaðir um að við verðum að nýta hæfasta fólkið og allan þann mannafla sem við náum í. Því höfum við að undanförnu verið að hvetja stúlkur til að horfa til iðnnáms og gera iðn að ævistarfi sínu. Í íslenskum iðnfyrirtækjum er urmull spennandi starfa sem henta báðum kynjum,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Samtaka iðnaðarins, í tilkynningunni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None