Páll Valur hættur í Bjartri framtíð

Fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar hefur sagt skilið við flokkinn. Honum finnst flokkurinn hafa gefið allt of mikið eftir í lykilmálum í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Páll Valur Björnsson var þingmaður Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Hann sóttist eftir endurkjöri en hlaut ekki brautargengi.
Páll Valur Björnsson var þingmaður Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Hann sóttist eftir endurkjöri en hlaut ekki brautargengi.
Auglýsing

Páll Valur Björns­son, fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, er hættur í flokkn­um. Hann kynnti ákvörðun sína fyrir félags­mönnum í gær. Frá þessu er greint á vef­miðl­inum Miðj­unni.

Þar segir að Páll Valur hafi talið til nokkur atriði sem urðu til þess að hann ákvað að hætta. Honum þætti flokk­ur­inn hafa gefið alltof mikið eftir í Evr­ópu­mál­um, auð­linda- og umhverf­is­málum og málum sem snú­ast um stöðu barna.

Páll Valur var í fram­boði fyrir Bjarta fram­tíð fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar og leiddi flokk­inn í Suð­ur­kjör­dæmi, en náði ekki kjöri. Hann var auk þess stjórn­ar­maður í flokkn­um. 

Auglýsing

Hann gagn­rýndi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður Bjartrar fram­tíðar við Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn harð­lega strax í nóv­em­ber 2016, þegar fyrsta umferð þeirra stóð yfir. Þá sagð­ist hann telja að Björt fram­tíð ætti enga sam­leið með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hann hefði átt að vera síð­­­asti kostur í stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræðum þar sem for­­maður flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­­son, sé á móti kerf­is­breyt­ing­­um. „Það var kosið út af Pana­ma­skjöl­unum og þar var Bjarn­i,“ sagði Páll Valur í við­tali við Frétta­blaðið 14. nóv­em­ber 2016. Ekki varð að myndun rík­is­stjórnar í þessum við­ræð­um.

Björt fram­tíð tók þó síðar aftur upp slíkar við­ræður við sömu flokka og náð­ist að lokum saman um myndun nýrrar rík­is­stjórnar í jan­úar 2017. Rúmur fjórð­ungur stjórnar Bjartrar fram­tíðar greiddi atkvæði gegn stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Af stuðn­ings­mönnum stjórn­ar­flokk­anna eru kjós­endur Bjartrar fram­tíðar óánægð­astir með stjórn­ar­sam­starfið og stjórn­ar­sátt­mál­ann sem það byggir á. Í könnun Gallup frá því í byrjun mars kom í ljós að ein­ungis þriðj­ungur kjós­enda flokks­ins væri ánægður með rík­is­stjórn­ina, 45 pró­sent sögð­ust ekki hafa neina sér­staka skoðun á henni og 22 pró­sent voru óánægð. Til sam­an­burðar voru 57 pró­sent kjós­enda Við­reisnar og 75 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks ánægðir með rík­is­stjórn­ina. 

Fylgi Bjartrar fram­tíðar mæld­ist 6,0 pró­sent í síð­ustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun apr­íl. Í nýj­ustu könnun MMR mælist það 5,0 pró­sent. Þar mælist stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina líka afar lít­ill, eða 34,5 pró­sent. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None