Sósíalistaflokkurinn verði til 1. maí

Gunnar Smári Egilsson hefur hætt öllum afskiptum af Fréttatímanum, en aðrir hluthafar, starfsmenn og kröfuhafar útgfélagsins reyna nú að bjarga rekstrinum. Gunnar Smári er kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk.

Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og stærsti eig­andi Frétta­tím­ans, seg­ist horfa til þess að stofna Sós­í­alista­flokk Íslands 1. maí. Á vef­síðu flokks­ins hefur nú verið útbúið skrán­ing­ar­form þar sem fólk getur skráð sig í flokk­inn. 

G­unnar Smári hefur staðið í ströngu að und­an­förnu vegna rekstr­ar­erf­ið­leika útgáfu­fé­lags Frétta­tím­ans, en hann er stærsti ein­staki hlut­haf­inn í félag­inu sam­kvæmt vef Fjöl­miðla­nefndar með 46 pró­sent hlut. Fram hefur komið að hlut­haf­ar, kröfu­hafar og stjórnefndur leiti nú leiða til að bjargar rekstri félags­ins, en ekki er útséð með það enn. Rekst­ur­inn stendur illa, og hefur ekki tek­ist ennþá að greiða öllum starfs­mönnum laun vegna síð­asta mán­að­ar. 

Gunnar Smári er horf­inn á braut, og er nú tek­inn við að stofna sjórna­mála­flokk. Hann seg­ist leggja áherslu á að vald verði fært til fólks­ins og að almanna­hags­munir fái alltaf að ráða för, ekki „auð­vald­ið“. 

Orð­rétt segir á vef flokks­ins, að hann leggi áherslu á mál­efni launa­fólks og stétta­bar­áttu. „Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og þeir sem ganga erindi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræðu.

Auglýsing

Í starfi sínu leggur Sós­í­alista­flokkur Íslands áherslu á það sem sam­einar fólkið í land­inu; órétt­lætið sem það ­mætir og vilj­ann til að losna undan því. Öllum lands­mönn­um er vel­komið að ganga til liðs við flokk­inn, óháð kyni, upp­runa, trú eða kyn­hneigð,“ segir á vef Sós­í­alista­flokks­ins.

Eins og fram kom á vef Kjarn­ans í gær, þá horfir Gunnar Smári sér­stak­lega til fimm upp­hafs­mála þegar kemur að starfi Sós­í­alista­flokks­ins. 

Eft­ir­far­andi atriði eru upp­hafs­mál Sós­í­alista­flokks­ins

  1. Mann­­sæm­andi kjör fyrir alla lands­­menn, hvort sem þeir eru launa­­menn, atvinn­u­­laus­ir, bóta­þeg­­ar, náms­­menn eða heima­vinn­andi.

  2. Aðgengi án tak­­mark­ana að öruggu og ódýru hús­næði.

  3. Aðgengi án tak­­mark­ana að gjald­frjálsu heil­brigð­is­­kerfi, að gjald­frjálsri menntun á öllum skóla­­stigum og að gjald­frjálsu vel­­ferð­­ar­­kerfi sem mætir ólíkum þörfum fólks­ins í land­inu.

  4. Stytt­ing vinn­u­vik­unn­­ar, til að bæta lífs­­gæði fólks­ins í land­inu og auð­velda því að ger­­ast virkir þátt­tak­endur í mótun sam­­fé­lags­ins.

  5. End­­ur­­upp­­­bygg­ing skatt­­kerf­is­ins svo auð­­stéttin greiði eðli­­legan hlut til sam­­neysl­unnar en álögum sé létt af hinum verst stæð­u.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None