Sósíalistaflokkurinn verði til 1. maí

Gunnar Smári Egilsson hefur hætt öllum afskiptum af Fréttatímanum, en aðrir hluthafar, starfsmenn og kröfuhafar útgfélagsins reyna nú að bjarga rekstrinum. Gunnar Smári er kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk.

Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og stærsti eig­andi Frétta­tím­ans, seg­ist horfa til þess að stofna Sós­í­alista­flokk Íslands 1. maí. Á vef­síðu flokks­ins hefur nú verið útbúið skrán­ing­ar­form þar sem fólk getur skráð sig í flokk­inn. 

G­unnar Smári hefur staðið í ströngu að und­an­förnu vegna rekstr­ar­erf­ið­leika útgáfu­fé­lags Frétta­tím­ans, en hann er stærsti ein­staki hlut­haf­inn í félag­inu sam­kvæmt vef Fjöl­miðla­nefndar með 46 pró­sent hlut. Fram hefur komið að hlut­haf­ar, kröfu­hafar og stjórnefndur leiti nú leiða til að bjargar rekstri félags­ins, en ekki er útséð með það enn. Rekst­ur­inn stendur illa, og hefur ekki tek­ist ennþá að greiða öllum starfs­mönnum laun vegna síð­asta mán­að­ar. 

Gunnar Smári er horf­inn á braut, og er nú tek­inn við að stofna sjórna­mála­flokk. Hann seg­ist leggja áherslu á að vald verði fært til fólks­ins og að almanna­hags­munir fái alltaf að ráða för, ekki „auð­vald­ið“. 

Orð­rétt segir á vef flokks­ins, að hann leggi áherslu á mál­efni launa­fólks og stétta­bar­áttu. „Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og þeir sem ganga erindi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræðu.

Auglýsing

Í starfi sínu leggur Sós­í­alista­flokkur Íslands áherslu á það sem sam­einar fólkið í land­inu; órétt­lætið sem það ­mætir og vilj­ann til að losna undan því. Öllum lands­mönn­um er vel­komið að ganga til liðs við flokk­inn, óháð kyni, upp­runa, trú eða kyn­hneigð,“ segir á vef Sós­í­alista­flokks­ins.

Eins og fram kom á vef Kjarn­ans í gær, þá horfir Gunnar Smári sér­stak­lega til fimm upp­hafs­mála þegar kemur að starfi Sós­í­alista­flokks­ins. 

Eft­ir­far­andi atriði eru upp­hafs­mál Sós­í­alista­flokks­ins

  1. Mann­­sæm­andi kjör fyrir alla lands­­menn, hvort sem þeir eru launa­­menn, atvinn­u­­laus­ir, bóta­þeg­­ar, náms­­menn eða heima­vinn­andi.

  2. Aðgengi án tak­­mark­ana að öruggu og ódýru hús­næði.

  3. Aðgengi án tak­­mark­ana að gjald­frjálsu heil­brigð­is­­kerfi, að gjald­frjálsri menntun á öllum skóla­­stigum og að gjald­frjálsu vel­­ferð­­ar­­kerfi sem mætir ólíkum þörfum fólks­ins í land­inu.

  4. Stytt­ing vinn­u­vik­unn­­ar, til að bæta lífs­­gæði fólks­ins í land­inu og auð­velda því að ger­­ast virkir þátt­tak­endur í mótun sam­­fé­lags­ins.

  5. End­­ur­­upp­­­bygg­ing skatt­­kerf­is­ins svo auð­­stéttin greiði eðli­­legan hlut til sam­­neysl­unnar en álögum sé létt af hinum verst stæð­u.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None