Sósíalistaflokkurinn verði til 1. maí

Gunnar Smári Egilsson hefur hætt öllum afskiptum af Fréttatímanum, en aðrir hluthafar, starfsmenn og kröfuhafar útgfélagsins reyna nú að bjarga rekstrinum. Gunnar Smári er kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk.

Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og stærsti eig­andi Frétta­tím­ans, seg­ist horfa til þess að stofna Sós­í­alista­flokk Íslands 1. maí. Á vef­síðu flokks­ins hefur nú verið útbúið skrán­ing­ar­form þar sem fólk getur skráð sig í flokk­inn. 

G­unnar Smári hefur staðið í ströngu að und­an­förnu vegna rekstr­ar­erf­ið­leika útgáfu­fé­lags Frétta­tím­ans, en hann er stærsti ein­staki hlut­haf­inn í félag­inu sam­kvæmt vef Fjöl­miðla­nefndar með 46 pró­sent hlut. Fram hefur komið að hlut­haf­ar, kröfu­hafar og stjórnefndur leiti nú leiða til að bjargar rekstri félags­ins, en ekki er útséð með það enn. Rekst­ur­inn stendur illa, og hefur ekki tek­ist ennþá að greiða öllum starfs­mönnum laun vegna síð­asta mán­að­ar. 

Gunnar Smári er horf­inn á braut, og er nú tek­inn við að stofna sjórna­mála­flokk. Hann seg­ist leggja áherslu á að vald verði fært til fólks­ins og að almanna­hags­munir fái alltaf að ráða för, ekki „auð­vald­ið“. 

Orð­rétt segir á vef flokks­ins, að hann leggi áherslu á mál­efni launa­fólks og stétta­bar­áttu. „Sós­í­alista­flokkur Íslands er flokkur launa­fólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýni­leika og valda­leysi. And­stæð­ingar Sós­í­alista­flokks Íslands eru auð­valdið og þeir sem ganga erindi þess. Vett­vangur Sós­í­alista­flokks Íslands er breið stétta­bar­átta sem hafnar mála­miðl­unum og falskri sam­ræðu.

Auglýsing

Í starfi sínu leggur Sós­í­alista­flokkur Íslands áherslu á það sem sam­einar fólkið í land­inu; órétt­lætið sem það ­mætir og vilj­ann til að losna undan því. Öllum lands­mönn­um er vel­komið að ganga til liðs við flokk­inn, óháð kyni, upp­runa, trú eða kyn­hneigð,“ segir á vef Sós­í­alista­flokks­ins.

Eins og fram kom á vef Kjarn­ans í gær, þá horfir Gunnar Smári sér­stak­lega til fimm upp­hafs­mála þegar kemur að starfi Sós­í­alista­flokks­ins. 

Eft­ir­far­andi atriði eru upp­hafs­mál Sós­í­alista­flokks­ins

  1. Mann­­sæm­andi kjör fyrir alla lands­­menn, hvort sem þeir eru launa­­menn, atvinn­u­­laus­ir, bóta­þeg­­ar, náms­­menn eða heima­vinn­andi.

  2. Aðgengi án tak­­mark­ana að öruggu og ódýru hús­næði.

  3. Aðgengi án tak­­mark­ana að gjald­frjálsu heil­brigð­is­­kerfi, að gjald­frjálsri menntun á öllum skóla­­stigum og að gjald­frjálsu vel­­ferð­­ar­­kerfi sem mætir ólíkum þörfum fólks­ins í land­inu.

  4. Stytt­ing vinn­u­vik­unn­­ar, til að bæta lífs­­gæði fólks­ins í land­inu og auð­velda því að ger­­ast virkir þátt­tak­endur í mótun sam­­fé­lags­ins.

  5. End­­ur­­upp­­­bygg­ing skatt­­kerf­is­ins svo auð­­stéttin greiði eðli­­legan hlut til sam­­neysl­unnar en álögum sé létt af hinum verst stæð­u.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None