Umfjöllun um Panamaskjölin fékk Pulitzer

Á meðal þeirra greina sem verðlaunað var fyrir er grein um Wintris, aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu fræga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu fræga.
Auglýsing

Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICI­J), The McClatchy Company og Miami Her­ald fengu í dag hin virtu Pulitz­er-verð­laun fyrir umfjöllun um Panama­skjölin vorið 2016. Fjöl­miðl­arnir þrír fengu verð­launin fyrir sam­tals tíu greinar sem unnar voru upp úr skjölum sem lekið var frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca í Panam­an. Á meðal þeirra var grein sem fjall­aði um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur, eig­in­konu hans, og aflands­fé­lagið Wintris, sem þau áttu sam­an. RÚV greinir frá. 

Vinna við umfjöllun um Panama­skjölin stóð yfir mán­uðum saman og tóku hund­ruð blaða­manna víða um heim þátt í henni. ICIJ, sam­tökin sem leiddu vinn­una ásamt þýska blað­inu Südd­eutsche Zeit­ung, birtu frétt um eignir þjóð­ar­leið­toga, íþrótta­stjarna og glæpa­manna í þekktum skatta­skjólum að kvöldi sunnu­dags­ins 3. apríl 2016.

Sama kvöld var sýndur frægur sam­starfs­þáttur Kast­ljóss, Reykja­vik Media og sænska frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Upp­drag Granskning. Þar var meðal ann­ars birt frægt við­tal við Sig­mund Davíð þar sem hann var spurður út í Wintr­is. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra 5. apríl 2016 vegna máls­ins.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð hefur ítrekað haldið því fram að frétta­flutn­ing­ur­inn hafi verið sam­særi alþjóð­legra fjár­mála­afla og fjöl­miðla um að koma sér úr emb­ætt­i. 

Hægt er að lesa umfjöllun ICIJ um verð­launin hér.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None