Umfjöllun um Panamaskjölin fékk Pulitzer

Á meðal þeirra greina sem verðlaunað var fyrir er grein um Wintris, aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu fræga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu fræga.
Auglýsing

Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICI­J), The McClatchy Company og Miami Her­ald fengu í dag hin virtu Pulitz­er-verð­laun fyrir umfjöllun um Panama­skjölin vorið 2016. Fjöl­miðl­arnir þrír fengu verð­launin fyrir sam­tals tíu greinar sem unnar voru upp úr skjölum sem lekið var frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca í Panam­an. Á meðal þeirra var grein sem fjall­aði um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur, eig­in­konu hans, og aflands­fé­lagið Wintris, sem þau áttu sam­an. RÚV greinir frá. 

Vinna við umfjöllun um Panama­skjölin stóð yfir mán­uðum saman og tóku hund­ruð blaða­manna víða um heim þátt í henni. ICIJ, sam­tökin sem leiddu vinn­una ásamt þýska blað­inu Südd­eutsche Zeit­ung, birtu frétt um eignir þjóð­ar­leið­toga, íþrótta­stjarna og glæpa­manna í þekktum skatta­skjólum að kvöldi sunnu­dags­ins 3. apríl 2016.

Sama kvöld var sýndur frægur sam­starfs­þáttur Kast­ljóss, Reykja­vik Media og sænska frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Upp­drag Granskning. Þar var meðal ann­ars birt frægt við­tal við Sig­mund Davíð þar sem hann var spurður út í Wintr­is. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra 5. apríl 2016 vegna máls­ins.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð hefur ítrekað haldið því fram að frétta­flutn­ing­ur­inn hafi verið sam­særi alþjóð­legra fjár­mála­afla og fjöl­miðla um að koma sér úr emb­ætt­i. 

Hægt er að lesa umfjöllun ICIJ um verð­launin hér.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None