Sveitarfélögin takmarki Airbnb með sömu aðferðum og veitingahús og bari

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að íbúafækkun í miðborginni sýni að það sé ástæða til að staldra við og skoða takmarkanir á Airbnb-útleigu.

7DM_9961_raw_1804.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, segir að eitt af því sem þurfi að skoða til að mæta hús­næð­is­vanda Íslend­inga séu tak­mark­anir á Air­bn­b-út­leig­u. 

Þetta kom fram í fyrsta þætti Kjarn­ans á Hring­braut, þar sem Þor­steinn var gest­ur. „Við sjáum bara til dæmis íbúa­þróun í mið­borg­inni, á til­tölu­lega skömmum tíma hefur fækkað um tíu pró­sent, á fáum árum. Það segir okkur auð­vitað að það er ástæða til að staldra þarna við.“ 

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í vik­unni hefur íbúum mið­borg­ar­innar fækkað um tæp­lega 800, um 10%, frá árinu 2011. Mið­borgin er eina hverfi borg­ar­innar þar sem færri búa nú en gerðu fyrir sex árum síð­an, en síð­ustu tvö ár hefur íbúum í Vest­urbæ Reykja­víkur líka farið fækk­andi.

Auglýsing

„Auð­vitað viljum við ekki heldur að ferða­menn­irnir sem koma hér inn í mið­bæ­inn séu bara að koma inn í sam­vaxið hót­el- og hót­el­í­búða­svæði. Við viljum að það séu ein­hverjir íbú­ar,“ segir Þor­steinn. 

Hann segir að með svip­uðum hætti og sveit­ar­fé­lögin tak­marka og stýra því hvar opn­aðir eru veit­inga­stað­ir, kaffi­hús og bar­ir, sé hægt að skoða að tak­marka útleigu á Air­bnb. Sveit­ar­fé­lögin hljóti að líta til þess. Meira úr sama flokkiInnlent
None