May vill boða til kosninga í Bretlandi

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vill boða til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Hún þarf samþykki frá stjórnarandstöðuþingmönnum til þess að fá tillögu sína í gegn.

Theresa May vill boða til þingkosninga til þess að tryggja umboð sitt í Brexit-viðræðunum. Hún tók við sem forsætisráðherra Bretlands síðasta sumar, eftir að David Cameron sagði af sér.
Theresa May vill boða til þingkosninga til þess að tryggja umboð sitt í Brexit-viðræðunum. Hún tók við sem forsætisráðherra Bretlands síðasta sumar, eftir að David Cameron sagði af sér.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, vill boða til þing­kosn­inga í Bret­landi. Kosn­ing­arnar eiga að fara fram þann 8. júní næst­kom­and­i. 

Þetta til­kynnti May rétt í þessu á blaða­manna­fundi. Hún sagði að eftir að Bretar ákváðu að ganga út úr Evr­ópu­sam­band­inu í júní í fyrra hafi þjóðin þurft stöð­ug­leika og sterka leið­toga. Það hafi hennar rík­is­stjórn veitt frá því að hún tók við síð­ast­liðið haust. 

Hún hafi áður sagt að ekki ætti að boða til kosn­inga fyrr en á hefð­bundnum tíma, árið 2020, en nú hafi hún kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að eina leiðin til að tryggja stöð­ug­leika sé að boða til kosn­inga. 

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir séu mót­fallnir áformum Íhalds­flokks­ins um Brex­it, og til að mynda hafi Verka­manna­flokk­ur­inn hótað að greiða atkvæði gegn útgöngu­samn­ingi úr Evr­ópu­sam­band­inu. Hún sé ekki reiðu­búin til að leyfa and­stæð­ingum sínum að setja Brexit samn­inga­við­ræð­urnar í upp­nám, og því þurfi að halda kosn­ing­ar.

Auglýsing

May mun því flytja til­lögu um kosn­ing­arnar í breska þing­inu á morg­un. Þingið þarf að sam­þykkja til­lög­una til þess að af kosn­ing­unum verði. Til þess að af því verði þurfa stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn að greiða atkvæði með til­lög­unni, þar sem tvo þriðju hluta atkvæða þarf til þess að til­lagan verði sam­þykkt.

Með til­lög­unni má segja að May sé að skora stjórn­ar­and­stöð­una á hólm. Hún sagði að stjórn­ar­and­staðan ætti að sam­þykkja til­lögu hennar og leyfa bresku þjóð­inni að ákveða. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None