#fjölmiðlar

Fréttatíminn kemur ekki út – Ýmsir áhugasamir um fjárfestingu

Fríblaðið Fréttatíminn hefur ekki komið út frá 7. apríl. Um tugur starfsmanna hefur ekki fengið laun en leit stendur yfir af nýjum fjárfestum til að koma að útgáfunni.

Frí­blaðið Frétta­tím­inn mun ekki koma út í þess­ari viku. Blaðið kom síð­ast út fyrir tveimur vikum síðan og starfs­menn hafa ekki mætt til vinnu síðan að sú útgáfa var prent­uð. Á vef RÚV er greint frá því að eng­inn þeirra starfs­manna Frétta­tím­ans sem eiga inni laun sem áttu að greið­ast út um síð­ustu mán­að­ar­mót hafa fengið þau laun greidd. Þar er rætt við Valdi­mar Birg­is­son, fram­kvæmda­stjóra Frétta­tím­ans, sem greinir frá því að starf­semi blaðs­ins hafi legið niðri síð­ustu vik­urn­ar. Hann seg­ist sjálfur hafa unnið að því að fá nýja fjár­festa að útgáf­unni og að það sé for­senda þess að hún haldi áfram. Það hafi ekki tek­ist enn þó að margir séu áhuga­sam­ir. 

Auglýsing

Frí­blaðið Frétta­tím­inn kom síð­ast út föstu­dag­inn 7. apr­íl. Ekki hefur form­lega verið til­kynnt um hver afdrif þess verða en starfs­menn blaðs­ins hafa ekki verið boð­aðir til vinnu síðan að gerð þess tölu­blaðs lauk. Hluti starfs­manna, um tug­ur, hefur enn ekki fengið greidd laun sem áttu að greið­ast um síð­ustu mán­aða­mót.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrir skemmstu að tap Frétta­tím­ans, sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi, hefði verið 151 milljón króna á árinu 2016. Tapið tífald­að­ist á milli ára.

Gunnar Smári Egils­son, sem leiddi hóp sem keypti útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans síðla árs 2015, hætti afskiptum af útgáf­unni í byrjun apr­íl. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hann það hafa verið gert á „meðan lán­­ar­drottn­­ar, aðrir hlut­haf­­ar, starfs­­fólk og mög­u­­legir kaup­endur leit­uðu nýrra lausn­a.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent
None