Hvað eru eiginlega vísindi?

Vísindagangan verður gengin í Reykjavík í dag. Megininntak göngunnar er að minna á hlutverk vísinda í lýðræðisþjóðfélagi.

Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Auglýsing

Vís­indin eru ein meg­in­stoð lýð­ræð­is­legs sam­fé­lags og þau þjóna sam­eig­in­legum hags­munum þjóða og stuðla að upp­lýstum ákvörð­unum í þágu almenn­ings. Þetta er meg­in­inn­tak Vís­inda­göng­unnar sem farin verður frá Skóla­vörðu­holti í dag.

Vís­inda­gangan er alþjóð­legur við­burður sem á rætur að rekja í vís­inda­sam­fé­lag­inu í Banda­ríkj­un­um. Gengið er í mörgum borgum víðs vegar um heim­inn á árlegum Degi Jarðar sem er í dag 22. apr­íl. Vís­inda­fé­lag Íslend­inga stendur fyrir göng­unni hér á landi.

Að göng­unni lok­inni verður efnt til fundar í Iðnó þar sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vís­inda­starfi og vís­inda­fólki. Fram­sögu­menn verða Ashley Mears, dós­ent í félags­fræði við Boston Uni­versity, Hall­dór Björns­son, haf- og veð­ur­fræð­ingur við Veð­ur­stofu Íslands, og Ragn­hildur Helga­dótt­ir, pró­fessor við Laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Gangan hefst klukkan 13:00 í dag á Skóla­vörðu­holti og eru allir vel­komn­ir.

Auglýsing

Vís­indin eiga undir högg að sækja

Á und­an­förnum árum og ára­tugum hefur afstaða almenn­ings til vís­inda og stað­reynda breyst á þann veg að nú séu skoð­anir jafn­vel settar til jafns við sann­an­legar stað­reynd­ir.

Hug­myndin að vís­inda­göng­unni varð til í Banda­ríkj­unum í upp­hafi árs en þar fer gangan fram í dag í skugga „þeirra breyt­inga sem hafa orðið á umhverfi vís­inda­manna og vís­inda­legrar afstöðu við ákvarð­ana­töku í Banda­ríkj­unum frá því að stjórn Don­alds Trump tók við.“ Svona er sagt frá hug­mynd­inni að göng­unni á Face­book-­síðu göng­unnar.

„Stefnu­mörkun nýrra vald­hafa mun hafa víð­tæk áhrif um allan heim og tak­marka mögu­leika vís­inda­manna til þess að stunda rann­sóknir og miðla þekk­ingu sinni og upp­götv­un­um. Því horf­umst við í augu við mögu­lega fram­tíð þar sem fólk virðir ekki ein­ungis vís­inda­lega þekk­ingu að vettugi heldur reynir að úti­loka hana alger­lega.“

„Hér á landi liggur fyrir fjár­mála­á­ætlun á vegum rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára sem gerir ráð fyrir að hák­skóla­kerfið verði áfram fjársvelt og nið­ur­skurði á sam­keppn­is­sjóðum á næsta ári,“ segir um hið íslenska umhverfi vís­ind­anna.

Fjár­mála­á­ætl­unin liggur nú hjá fjár­laga­nefnd Alþing­is. Umsagn­ar­frestur um þessa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rann út í gær, föstu­dag. Í til­lög­unni eins og hún var lögð fyrir þingið í lok mars er gert ráð fyrir að fram­lög til háskóla­stigs­ins verði aukin úr 41,6 millj­örðum króna á árinu 2017 í 44,4 millj­arða árið 2022.

Vís­indin sem horn­steinn lýð­ræð­is­ins

Vís­indi miða að því að auka skiln­ing okkar á ver­öld­inni sem við búum í. Vís­indi eru tæki sem gera okkur kleift að auka við og end­ur­meta þekk­ingu okk­ar. Þess vegna eiga vís­indin við allar mann­ver­ur, ekki aðeins þær sem eru í valda­stöð­um.

Vís­indin greina og spyrja spurn­inga um ver­öld­ina okk­ar. Skiln­ingur okkar á ver­öld­inni er alltaf að breyt­ast og nýjar spurn­ingar eru að vakna. Með tækjum vís­ind­anna er mögu­legt að svara spurn­ing­unum og byggja betri stefnu­mál og betra reglu­verk sem þjónar almenn­ingi bet­ur. Þannig má færa rök fyrir því að vís­indi séu mik­il­vægur hlekkur í lýð­ræð­is­kerfi.

Stjarneðl­is­fræð­ing­ur­inn Neil deGrasse Tyson – sem Íslend­ingar þekkja af sjón­varps­skjánum sem leið­sögu­mann um alheim­inn í vís­inda­þátt­unum Cosmos – er einn þeirra vís­inda­manna sem hafa lagt mikið á sig til að minna á mik­il­vægi vís­ind­anna. Í til­efni af Vís­inda­göng­unni vest­an­hafs ræðir Tyson um vís­indin á áhrifa­mik­inn hátt í með­fylgj­andi mynd­bandi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None