Hvað eru eiginlega vísindi?

Vísindagangan verður gengin í Reykjavík í dag. Megininntak göngunnar er að minna á hlutverk vísinda í lýðræðisþjóðfélagi.

Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Auglýsing

Vís­indin eru ein meg­in­stoð lýð­ræð­is­legs sam­fé­lags og þau þjóna sam­eig­in­legum hags­munum þjóða og stuðla að upp­lýstum ákvörð­unum í þágu almenn­ings. Þetta er meg­in­inn­tak Vís­inda­göng­unnar sem farin verður frá Skóla­vörðu­holti í dag.

Vís­inda­gangan er alþjóð­legur við­burður sem á rætur að rekja í vís­inda­sam­fé­lag­inu í Banda­ríkj­un­um. Gengið er í mörgum borgum víðs vegar um heim­inn á árlegum Degi Jarðar sem er í dag 22. apr­íl. Vís­inda­fé­lag Íslend­inga stendur fyrir göng­unni hér á landi.

Að göng­unni lok­inni verður efnt til fundar í Iðnó þar sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vís­inda­starfi og vís­inda­fólki. Fram­sögu­menn verða Ashley Mears, dós­ent í félags­fræði við Boston Uni­versity, Hall­dór Björns­son, haf- og veð­ur­fræð­ingur við Veð­ur­stofu Íslands, og Ragn­hildur Helga­dótt­ir, pró­fessor við Laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Gangan hefst klukkan 13:00 í dag á Skóla­vörðu­holti og eru allir vel­komn­ir.

Auglýsing

Vís­indin eiga undir högg að sækja

Á und­an­förnum árum og ára­tugum hefur afstaða almenn­ings til vís­inda og stað­reynda breyst á þann veg að nú séu skoð­anir jafn­vel settar til jafns við sann­an­legar stað­reynd­ir.

Hug­myndin að vís­inda­göng­unni varð til í Banda­ríkj­unum í upp­hafi árs en þar fer gangan fram í dag í skugga „þeirra breyt­inga sem hafa orðið á umhverfi vís­inda­manna og vís­inda­legrar afstöðu við ákvarð­ana­töku í Banda­ríkj­unum frá því að stjórn Don­alds Trump tók við.“ Svona er sagt frá hug­mynd­inni að göng­unni á Face­book-­síðu göng­unnar.

„Stefnu­mörkun nýrra vald­hafa mun hafa víð­tæk áhrif um allan heim og tak­marka mögu­leika vís­inda­manna til þess að stunda rann­sóknir og miðla þekk­ingu sinni og upp­götv­un­um. Því horf­umst við í augu við mögu­lega fram­tíð þar sem fólk virðir ekki ein­ungis vís­inda­lega þekk­ingu að vettugi heldur reynir að úti­loka hana alger­lega.“

„Hér á landi liggur fyrir fjár­mála­á­ætlun á vegum rík­is­stjórn­ar­innar til næstu fimm ára sem gerir ráð fyrir að hák­skóla­kerfið verði áfram fjársvelt og nið­ur­skurði á sam­keppn­is­sjóðum á næsta ári,“ segir um hið íslenska umhverfi vís­ind­anna.

Fjár­mála­á­ætl­unin liggur nú hjá fjár­laga­nefnd Alþing­is. Umsagn­ar­frestur um þessa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu rann út í gær, föstu­dag. Í til­lög­unni eins og hún var lögð fyrir þingið í lok mars er gert ráð fyrir að fram­lög til háskóla­stigs­ins verði aukin úr 41,6 millj­örðum króna á árinu 2017 í 44,4 millj­arða árið 2022.

Vís­indin sem horn­steinn lýð­ræð­is­ins

Vís­indi miða að því að auka skiln­ing okkar á ver­öld­inni sem við búum í. Vís­indi eru tæki sem gera okkur kleift að auka við og end­ur­meta þekk­ingu okk­ar. Þess vegna eiga vís­indin við allar mann­ver­ur, ekki aðeins þær sem eru í valda­stöð­um.

Vís­indin greina og spyrja spurn­inga um ver­öld­ina okk­ar. Skiln­ingur okkar á ver­öld­inni er alltaf að breyt­ast og nýjar spurn­ingar eru að vakna. Með tækjum vís­ind­anna er mögu­legt að svara spurn­ing­unum og byggja betri stefnu­mál og betra reglu­verk sem þjónar almenn­ingi bet­ur. Þannig má færa rök fyrir því að vís­indi séu mik­il­vægur hlekkur í lýð­ræð­is­kerfi.

Stjarneðl­is­fræð­ing­ur­inn Neil deGrasse Tyson – sem Íslend­ingar þekkja af sjón­varps­skjánum sem leið­sögu­mann um alheim­inn í vís­inda­þátt­unum Cosmos – er einn þeirra vís­inda­manna sem hafa lagt mikið á sig til að minna á mik­il­vægi vís­ind­anna. Í til­efni af Vís­inda­göng­unni vest­an­hafs ræðir Tyson um vís­indin á áhrifa­mik­inn hátt í með­fylgj­andi mynd­bandi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None