Hvað eru eiginlega vísindi?

Vísindagangan verður gengin í Reykjavík í dag. Megininntak göngunnar er að minna á hlutverk vísinda í lýðræðisþjóðfélagi.

Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í.
Auglýsing

Vísindin eru ein meginstoð lýðræðislegs samfélags og þau þjóna sameiginlegum hagsmunum þjóða og stuðla að upplýstum ákvörðunum í þágu almennings. Þetta er megininntak Vísindagöngunnar sem farin verður frá Skólavörðuholti í dag.

Vísindagangan er alþjóðlegur viðburður sem á rætur að rekja í vísindasamfélaginu í Bandaríkjunum. Gengið er í mörgum borgum víðs vegar um heiminn á árlegum Degi Jarðar sem er í dag 22. apríl. Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir göngunni hér á landi.

Að göngunni lokinni verður efnt til fundar í Iðnó þar sem rætt verður um þá hættu sem steðjar að vísindastarfi og vísindafólki. Framsögumenn verða Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston University, Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Gangan hefst klukkan 13:00 í dag á Skólavörðuholti og eru allir velkomnir.

Auglýsing

Vísindin eiga undir högg að sækja

Á undanförnum árum og áratugum hefur afstaða almennings til vísinda og staðreynda breyst á þann veg að nú séu skoðanir jafnvel settar til jafns við sannanlegar staðreyndir.

Hugmyndin að vísindagöngunni varð til í Bandaríkjunum í upphafi árs en þar fer gangan fram í dag í skugga „þeirra breytinga sem hafa orðið á umhverfi vísindamanna og vísindalegrar afstöðu við ákvarðanatöku í Bandaríkjunum frá því að stjórn Donalds Trump tók við.“ Svona er sagt frá hugmyndinni að göngunni á Facebook-síðu göngunnar.

„Stefnumörkun nýrra valdhafa mun hafa víðtæk áhrif um allan heim og takmarka möguleika vísindamanna til þess að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni og uppgötvunum. Því horfumst við í augu við mögulega framtíð þar sem fólk virðir ekki einungis vísindalega þekkingu að vettugi heldur reynir að útiloka hana algerlega.“

„Hér á landi liggur fyrir fjármálaáætlun á vegum ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem gerir ráð fyrir að hákskólakerfið verði áfram fjársvelt og niðurskurði á samkeppnissjóðum á næsta ári,“ segir um hið íslenska umhverfi vísindanna.

Fjármálaáætlunin liggur nú hjá fjárlaganefnd Alþingis. Umsagnarfrestur um þessa þingsályktunartillögu rann út í gær, föstudag. Í tillögunni eins og hún var lögð fyrir þingið í lok mars er gert ráð fyrir að framlög til háskólastigsins verði aukin úr 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í 44,4 milljarða árið 2022.

Vísindin sem hornsteinn lýðræðisins

Vísindi miða að því að auka skilning okkar á veröldinni sem við búum í. Vísindi eru tæki sem gera okkur kleift að auka við og endurmeta þekkingu okkar. Þess vegna eiga vísindin við allar mannverur, ekki aðeins þær sem eru í valdastöðum.

Vísindin greina og spyrja spurninga um veröldina okkar. Skilningur okkar á veröldinni er alltaf að breytast og nýjar spurningar eru að vakna. Með tækjum vísindanna er mögulegt að svara spurningunum og byggja betri stefnumál og betra regluverk sem þjónar almenningi betur. Þannig má færa rök fyrir því að vísindi séu mikilvægur hlekkur í lýðræðiskerfi.

Stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson – sem Íslendingar þekkja af sjónvarpsskjánum sem leiðsögumann um alheiminn í vísindaþáttunum Cosmos – er einn þeirra vísindamanna sem hafa lagt mikið á sig til að minna á mikilvægi vísindanna. Í tilefni af Vísindagöngunni vestanhafs ræðir Tyson um vísindin á áhrifamikinn hátt í meðfylgjandi myndbandi.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None