Bill Gates: Vísindi, verkfræði og hagfræði lykilgreinar framtíðar

Frumkvöðullinn Bill Gates segir grunnfög vísindanna, einkum á sviði raungreina, verða mikilvæg á næstu árum.

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Auglýsing

Bill Gates, rík­asti maður heims og stofn­andi Microsoft, ásamt Paul Allen, segir að þrjár greinar muni skipta miklu máli þegar kemur að upp­bygg­ingu í atvinnu­lífi fram­tíð­ar. Það séu grunn­fög eins og vís­indi, þar sem rann­sókn­ar­starf fer fram, verk­fræði og síðan hag­fræð­i. 

Mik­il­vægi góðrar þekk­ingar í stærð­fræði muni aukast og skiln­ingur á verk­fræði­legum þátt­um, til dæmis í tölvu­væddum heimi, verði afar mik­il­væg­ur. 

Í sam­tali við CNBC segir Gates að hæfni í for­ritun verði ekki aðal­at­rið­ið, heldur frekar skiln­ingur á því hvernig hlutir muni ganga fyrir sig. „Það verður mik­il­vægt fyrir fólk að skilja hvað verk­fræðin mun geta leyst, og hvað ekki,“ segir Gates. 

Auglýsing

Hann hefur talað fyrir því, ekki síst að und­an­förnu, að miklar breyt­ingar séu framundan í efna­hags­lífi heims­ins, meðal ann­ars vegna gervi­greindar og auk­innar sjálf­virkni í iðn­aði, sem muni breyta vinnu­afls­þörf veru­lega. Þannig muni mörg störf hverfa og ný störf verða til. 

Gates hefur sagt að mik­il­vægt sé fyrir sam­fé­lög að kort­leggja vel hvernig þau séu und­ir­búin fyrir þessar breyt­ing­ar, og þá þurfi stjórn­mála­menn einnig að vinna hratt að því að móta lög og reglur fyrir þennan nýja veru­leika. 

Fyrr á árinu sagði Gates það ekki vit­lausa hug­mynd að skatt­leggja vél­menni sem muni taka við störfum af fólki, og inn­leiða borg­ara­laun sem tryggja fólki lág­marks­fram­færslu. 

Sam­kvæmt lista For­bes var Gates rík­asti maður heims í fyrra, en hann hefur verið númer eitt á lista í átján skipti af síð­ustu 24 árum. Hrein eign Gates er metin upp á meira en 80 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um níu þús­und millj­örðum króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None