Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ

Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.

Róbert Haraldsson Mynd: Háskóli Íslands
Auglýsing

Róbert H. Har­alds­son hefur verið ráð­inn nýr sviðs­stjóri kennslu­sviðs Háskóla Íslands frá 15. apríl 2017. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Háskóla Íslands.

Róbert lauk BA-­prófi í heim­speki og sál­ar­fræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og dokt­ors­prófi í heim­speki frá Háskól­anum í Pitts­burgh árið 1997. 

Róbert hefur kennt við Háskóla Íslands frá árinu 1992 og verið pró­fessor í heim­speki frá árinu 2007. 

Auglýsing

Á árunum 2015-2016 sinnti Róbert stöðu gesta­pró­fess­ors við Colga­te-há­skóla í New York-­fylki í Banda­ríkj­unum (NEH dist­ingu­is­hed pro­fessor of philosoph­y). Hann hefur einnig sinnt kennslu á grunn- og fram­halds­skóla­stigi.

Róbert hefur sinnt marg­vís­legum trún­að­ar- og stjórn­un­ar­störfum innan Háskóla Íslands. Hann var for­maður kennslu­mála­nefndar háskóla­ráðs árin 2008-2014 og hefur einnig setið í fjár­mála­nefnd og vís­inda­nefnd háskóla­ráðs. Hann tók virkan þátt í mótun heild­ar­stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 og 2011-2016 og hefur verið for­maður ýmissa tíma­bund­inna nefnda við háskól­ann sem lúta að kennslu, svo sem nefndar um brott­hvarf nem­enda (2007), og setið í starfs­hópi um þróun A-prófs­ins (2012-2014).  Ró­bert hefur verið for­maður náms­brautar í heim­speki, for­stöðu­maður Heim­speki­stofn­un­ar, vara­deild­ar­for­seti Hug­vís­inda­deildar og for­maður Félags háskóla­kenn­ara,“ segir í til­kynn­ingu frá HÍ.

Róbert hefur einnig  starfað sem ráð­gjafi með ýmsum fag­fé­lög­um, fyr­ir­tækjum og stofn­unum á Íslandi, m.a. var hann for­maður ráð­gjaf­ar­nefndar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hæfi stjórn­ar­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, vátrygg­inga­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða (2013-2015). Hann var meðrit­stjóri tíma­rits­ins Skírn­is árin 1995-2000 og nor­ræna heim­speki­tíma­rits­ins SATS árin 2001-2015.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None