Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar í Reykjavík, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að hótelgeirinn í landinu verða rekinn með tapi ef fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti verða að veruleika. Samkvæmt áformum stjórnvalda um breyting á VSK leiða til þess að ferðaþjónustan fer úr ellefu prósentum í 24 prósent, en breytingin á að taka gildi í júlí á næsta ári.
Máli sínu til stuðnings bendir Kristófer á gögn sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa aflað um afkomu hótela frá árinu 2008. „Þau sýni að framlegð af rekstrinum hafi ekki verið jafnlítil og nú. Meginskýringarnar séu styrking krónunnar og hækkandi launakostnaður,“ segir í Morgunblaðinu.
Kristófer segir að vegna þessara ytri aðstæðna, það er hækkandi gengi krónunnar og hækkandi launakostnaðar, þá geti hótelin ekki velt skattahækkunum á viðskiptavini. Ekkert annað en taprekstur sé því í kortunum hjá mörgum.
Gengi krónunnar hefur styrkst töluvert að undanförnu. Bandaríkjadalur kostar nú 106 krónur en fyrir einu hálfu ári kostaði hann tæplega 140 krónur.
Gert er ráð fyrir því að 26 flugfélög muni fljúga til landsins í sumar, en spár benda til þess að ferðamönnum muni fjölga um 500 þúsund á þessu ári, og verði í kringum 2,3 milljónir.