Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna

Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.

Auglýsing
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.

Rekstur Öss­urar gekk vel á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, að sögn Jóns Sig­urðs­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, en sölu­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins juk­ust um 14 pró­sent. Hagn­aður nam 1,1 millj­arði króna á tíma­bil­inu.

Sala nam 131 millj­ónum Banda­ríkja­dala (14,7 millj­örðum íslenskra króna) sam­an­borið við 114 milljón Banda­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016.

Mark­aðsvirði Öss­urar jókst um 2,2 pró­sent í dag og er verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu nú tæp­lega 220 millj­arð­ar. Þau fyr­ir­tæki sem eru lang­sam­lega verð­mæt­ust á íslenska mark­aðnum eru Marel og Öss­ur, en verð­mið­inn á Marel er nú 246 millj­arðar króna, eða sem nemur um 25 pró­sent af öllu verð­mæti hins skráða mark­að­ar.

AuglýsingJón segir í til­kynn­ingu að hann sé ánægður með árang­ur­inn á fyrsta árs­fjórð­ungi. „Við erum ánægð með nið­ur­stöðu fyrsta árs­fjórð­ungs sem sýnir góðan innri vöxt og stöðuga arð­semi, en fyrsti árs­fjórð­ungur er jafnan sá slakasti á árinu hjá okk­ur. EMEA og APAC sýndu góðan vöxt í fjórð­ungum og sala á stoð­tækjum gekk vel í Amer­íku. Sölu­vöxtur á heims­vísu var drifin áfram af hágæða vör­unum okk­ar. Sam­þætt­ing vegna kaupa á Touch Bion­ics og Medi Prost­het­ics gengur sam­kvæmt áætun og erum við spennt að sjá þau dafna.”     

Eigið fé Öss­urar nemur nú um 470 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 60 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir félags­ins voru metnar á 746 millj­ónir Banda­ríkja­dala í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 85 millj­örðum króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None