Fjárfestingarsjóðirnir fengu evruna á 137,5 krónur

Fjórir fjárfestingarsjóðir sem hafa fallið frá málshöfðun á hendur ríkinu fengu sama verð fyrir aflandskrónueignir sínar og aðrir undanfarið. Þeir fengu evru á 137,5 krónur og gerðu samkomulag við Seðlabankann í mars síðastliðnum.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Banda­rísku fjár­fest­ing­ar­sjóð­irnir sem hafa fallið frá máls­höfðun á hendur íslenska rík­inu vegna lög­gjafar um með­ferð aflandskrónu­eigna, fengu 137,5 krónur á evru í við­skiptum sínum við Seðla­bank­ann. Það er sama gengi og aðrir aflandskrónu­eig­endur hafa fengið nýlega. Þeir gerðu sam­komu­lag við Seðla­banka Íslands í mars síð­ast­liðn­um, og voru hluti af 90 millj­arða kaupum sem þá voru til­kynnt. 

Þetta kemur fram í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Seðla­bank­inn svar­aði því ekki nánar hversu há upp­hæð um er að ræða í sam­komu­lagi þess­ara fjög­urra sjóða, aðeins að það hafi verið hluti af 90 millj­örð­un­um. 

Til­kynnt var um það í gær að sjóð­irnir hefðu fallið frá máls­höfðun á hendur rík­inu í ljósi þess að þeir hefðu náð sam­komu­lagi við Seðla­bank­ann. Sjóð­irn­ir, undir for­ystu Autonomy Capital, höfðu fengið heim­ild frá Hæsta­rétti til að leggja spurn­ingar fyrir dóm­kvadda mats­menn vegna máls­ins. Hæsti­réttur hafði heim­ilað þeim að bera upp fimm af ell­efu mats­spurn­ingum sem þeir fóru fram á að fá rök­stutt álit sér­frórða aðila á. 

Auglýsing

Í bréfi frá full­­trúum þess­­ara sjóða til rík­­is­lög­­manns segir að í ljósi sam­komu­lags Seðla­­banka Íslands og sjóð­anna um kaup bank­ans á aflandskrónum þeirra hafi verið ákveðið að falla frá beiðn­­inni. Því er nú eng­inn útistand­andi mála­­rekstur á hendur rík­­inu vegna fram­­kvæmdar áætl­­unar stjórn­­­valda um afnám fjár­­­magns­hafta, að því er fram kemur í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­in­u. 

Sjóð­irnir höfðu hót­­að mála­­ferlunum eftir að Alþingi sam­­þykkti aflandskrón­u­frum­varp Bjarna Bene­dikts­­sonar fyrir tæpu ári síð­­an, og aflandskrón­u­eig­endum voru settir afar­­kost­­ir. Þá var þeim boðið að kom­­ast frá Íslandi með því að borga 190 krónur fyrir hverja evru, ef þeir gengu ekki að því færu þeir aft­­ast í röð­ina við losun fjár­­­magns­hafta og eignir þeirra settar inn á nær vaxta­­lausa reikn­inga. 

Flestir aflandskrón­u­eig­endur neit­uðu að taka þátt í þessu, en þess í stað fólu þessir sjóð­ir lög­­­mönnum að kanna grund­­völl fyrir máls­höfðun á hendur íslenska rík­­inu, auk þess sem kvartað var til Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA vegna lag­anna. 

Nú í vor hafa full­­trúar íslenskra stjórn­­­valda svo fundað með full­­trúum sjóð­anna í aðdrag­anda afnáms haft­anna. Þeim hefur boð­ist að greiða 137,5 krónur fyrir hverja evru, hag­­stæð­­ara en þeim bauðst fyrir tæpu ári. Það er á því verði sem þessir sjóðir gerðu sam­komu­lag sitt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None