Kennurum hugsanlega sagt upp vegna góðs gengis

Ekki fást fjárveitingar fyrir nýnema í Menntaskólanum við Sund vegna þess að brottfall nemenda var minna en gert var ráð fyrir.

Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Auglýsing

Miðað við áætl­aðar fjár­veit­ingar fyrir næsta skólaár þarf Mennta­skól­inn við Sund að taka inn þriðj­ungi færri nýnema nú en í fyrra. Þetta segir Már Vil­hjálms­son, rektor skól­ans. 

„Þetta hefur nátt­úru­lega slæmar afleið­ing­ar, til dæmis hjá þeim sem eru að kenna náms­efni sem hugsað er fyrst og fremst fyrir nýnema, það er 33 pró­senta nið­ur­skurður í kennslu­magni hjá þeim og það er ekk­ert sem blasir við annað en til­færslur og upp­sagn­ir. Fjár­veit­ingar mið­ast við heild­ar­nem­enda­fjölda en hann getur breyst á milli ára. Það er alveg rétt að inn­ritun nýnema er miklu minni en und­an­farin ár og færri en við sjálf myndum kjós­a.“ 

Már segir að nú þegar séu fleiri nem­endur við skól­ann en gert hafi verið ráð fyr­ir, en ákvarð­anir um fjár­veit­ingar byggi á heild­ar­fjölda nem­enda í skól­anum en ekki fjölda í hverjum árgangi.

Auglýsing

Sam­kvæmt Má eru ástæð­urnar fyrir nem­enda­fjöld­anum einkum tvær. Önnur ástæðan er inn­leið­ing á nýju þriggja anna kennslu­kerfi sem er til þriggja ára og á að leysa hið hefð­bundna fjög­urra ára stúd­ents­nám af hólmi. „Það er ákveðin bólga sem fylgir því að vera með tvö kerfi sem ekki er hægt að kom­ast hjá, til dæmis vegna þess að kennslu­á­fang­arnir eru ólíkir í kerf­un­um.“ 

Hin ástæðan sem Már nefnir er að nýja kerfið hefur dregið veru­lega úr brott­hvarfi nem­enda. Það hefur gert það að verkum að nem­endur eru fleiri en gert var ráð fyr­ir, þar sem færri hurfu frá námi en áætlað var. Már segir að hann sé ósáttur við að „þurfa að skera niður vegna þess að það gengur vel að ná mark­miðum ráðu­neytis að draga úr brott­hvarfi, mér fynd­ist frekar að horfa ætti á það með vel­þóknun heldur en að setja okkur rekstr­ar­lega í vand­ræð­i.“ 

Í Hvít­bók: Um umbætur í menntun sem gefin er út af hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins er meðal ann­ars sett fram það mark­mið að draga skuli úr brott­hvarfi nem­enda á fram­halds­skóla­stigi. Már segir að skól­inn geti sýnt fram á það töl­fræði­lega að dregið hafi veru­lega úr brott­hvarfi frá skól­an­um. Það sé þó ekki tekið til­lit til þess þegar kemur að því að ákvarða fjár­veit­ingar til skól­ans. „Ráðu­neytið stendur fast á því að við verðum að fækka nem­endum í skól­an­um. Til þess að halda heild­ar­fjöld­anum rétt­u­m.“

Ráðu­neytið með í ráðum

Már segir að þriggja anna kerfið sem skól­inn hefur tekið upp hafi verið hannað og skipu­lagt af starfs­mönnum skól­ans. Það hafi þó verið gert eftir þeim reglum sem mennta­mála­ráðu­neytið set­ur. 

Ráðu­neytið setur ákveðin skil­yrði til dæmis varð­andi ein­inga­fjölda og inn­tak lyk­il­greina á borð við íslensku, ensku og stærð­fræði. „Svo búa skól­arnir til námskránna og hún þarf að fara í sam­þykkt­ar­ferli bæði upp í Mennta­mála­stofnun og svo er námskráin stað­fest og birt í Lög­birt­ing­ar­blað­inu. Þannig það er eng­inn skóli sem kemst upp með að vera með nám sem ekki er sam­þykkt af ráðu­neyt­in­u.“

Már segir að kostn­að­ur­inn við að mennta hvern nem­enda sé svip­aður í báðum kerf­unum en þó hugs­an­lega örlítið lægri í þriggja ára kerf­inu. Þetta gerir það að verkum að kostn­aður við hvern nem­enda á árs­grund­velli er hærri í þriggja ára kerf­inu, þar sem heild­ar­kostn­aður við menntun deilist á þrjú ár í stað fjög­urra. „Það kostar alveg jafn mik­inn pen­ing að mennta þá, þeir eru bara með meira vinnu­á­lag heldur en hin­ir.“

Óþarf­lega erf­iður rekstr­ar­grund­völlur

Már segir að skól­inn sé einn af fjórum vin­sæl­ustu skólum lands­ins. For­inn­ritun er búin hjá þeim nem­endum sem eru að fær­ast af grunn­skóla­stigi yfir á fram­halds­skóla­stigið og segir hann aðsókn í skól­ann vera góða. „Miðað við stærð skóla þá erum við alveg í toppnum í land­inu, einn af fjórum efstu skól­an­um, þannig að nem­endur vilja koma hing­að.“

Hann segir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka inn fleiri nem­endur annað en skortur á fjár­veit­ingum. „Við höfum hús­næði til að taka á móti þeim, það er búið að byggja við hús­næðið fyrir einn og hálfan millj­arð og hanna skóla fyrir 850 manns.“ 

Fjár­veit­ingar til skól­ans eru svip­aðar og síð­ustu ár en Már segir vanda­málið sé aðal­lega að ekki er tekið til­lit til þess hversu margir eru í skól­anum nú þegar og því kom­ast ekki allir að sem vilja. „Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­leika í kerf­inu að bregð­ast við. Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­veg­is. Þá er voða­lega erfitt að vera með þetta svona nið­ur­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Már telur þó alvar­leg­ustu áhrifin af ósveigj­an­leika kerf­is­ins þó vera á rekstr­ar­stöð­ug­leika skól­ans. „Það versta í þessu öllu saman er að það er eig­in­lega von­laust að reka skóla með svona miklum sveifl­um. Það verður að vera ein­hver stöð­ug­leiki í þessu. Það er ekki hægt að reka skóla þar sem maður er ýmist að reka eða ráða fólk. Það verður að vera jafn­vægi bæði upp á starfs­fólk og nem­end­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None