Níu teymi útskrifuðust úr Startup Tourism

Startup Tourism var haldið í annað sinn í ár. Níu teymi luku viðskiptahraðlinum. Eitt fyrirtæki hefur þegar hafið starfsemi og gert er ráð fyrir að hin fari af stað á þessu ári.

Margrét Erla Maack kynnir verkefnið sitt í Tjarnarbíó. Það snýst um að veita ferðamönnum einstakt tækifæri til að upplifa ljós og liti á mærum myndlistar og vísinda
Margrét Erla Maack kynnir verkefnið sitt í Tjarnarbíó. Það snýst um að veita ferðamönnum einstakt tækifæri til að upplifa ljós og liti á mærum myndlistar og vísinda
Auglýsing

Við­skipta­hrað­all­inn Startup Tourism lauk í síð­ustu viku þegar níu ný ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og hug­myndir luku 10 vikna dag­skrá í nýsköp­un.

Þetta er í annað sinn sem Icelandic Startups efnir til við­skipta­hrað­als­ins Startup Tourism sem miðar að því að klekja sprota­fyr­ir­tæki og nýsköp­un­ar­verk­efni í ferða­iðn­að­in­um. Ferða­þjón­usta á Íslandi er nú orðin stærsti iðn­aður á Íslandi.

Fyrr á þessu ári voru tíu teymi valin til þátt­töku í við­skipta­hraðl­inum í ár, úr hópi 94 umsækj­enda. Í til­kynn­ingu frá Icelandic Startups segir að umsókna­fjöld­inn hafi auk­ist um 30 pró­sent á milli ára.

Auglýsing

Teymin níu sem útskrif­uð­ust kynntu hug­myndir sínar í Tjarn­ar­bíói fyrir fjár­festum og lyk­il­að­ilum innan ferða­þjón­ustu­geirans á föstu­dag­inn var. Eitt fyr­ir­tækj­anna hefur þegar hafið rekstur og gert er ráð fyrir að hin fyr­ir­tækin geti hafið starf­semi á þessu ári.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, flutti erindi á lokahófinu.Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, ávarp­aði loka­hófið í Tjarn­ar­bíói auk þess sem að frum­kvöð­ull­inn Oli­ver Luckett hélt tölu um vöru­merkið Ísland.

Alls eru níu fyr­ir­tæki sem tekið hafa þátt í Startup Tourism við­skipta­hraðl­inum enn starf­andi. Mark­mið við­skipta­hrað­als­ins er að gefa sér­völdum sprota­fyr­ir­tækjum tæki­færi til þess að láta hug­myndir sínar verða að veru­leika, hvetja til nýsköp­unar í ferða­þjón­ustu og stuðla að dreif­ingu ferða­manna allt landið um kring, allan árs­ins hring.. Til að ná þessu mark­miði er teymunum sem fá þátt­töku­rétt boðin full­búin aðstaða til stofn­unar fyr­ir­tækis og aðgangur að sér­fræð­ingum og leið­bein­end­um.

Teymin sem tóku þátt í Startup Tourism í ár eru eft­ir­far­andi.

Deaf Iceland

Deaf Iceland ætlar að bjóða döff ferða­mönnum að upp­lifa Ísland á for­sendum tákn­máls­ins. Þau eru braut­ryðj­endur hvað varðar slíka þjón­ustu í heim­inum og búa yfir sterku tengsla­neti. Þar að auki líta þau á fyr­ir­tækið sem atvinnu­skap­andi vett­vang fyrir heyrn­ar­lausa á Íslandi.

Hæl­ið, safn til­finn­ing­anna

Saga berkla á Íslandi og þeirra sem þá upp­lifðu verður sögð á HÆL­INU – setri um sögu berkla á Krist­nesi í Eyja­firði. Á sýn­ing­unni verður lögð áhersla á sjón­ræna fram­setn­ingu og upp­lif­un. Einnig verður kaffi­hús á staðn­um. HÆLIÐ setur um sögu berklanna opnar vorið 2018 og verður kær­komin við­bót í menn­ing­araf­þr­ey­ingu svæð­is­ins.

IceYoga

Arna Hrund Jónsdóttir kynnti hugmynd sína um Ice Yoga. IceYoga er ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem býður upp á jóga­ferðir um Ísland. Teymið á bak við IceYoga sam­anstendur af jóga­kenn­urum og leið­sögu­manni sem öll eiga það sam­eig­in­legt að hafa brenn­andi áhuga á ferða­lögum og jóga.

MyS­hopover

MyS­hopover er vef­svæði sem mun ein­beita sér að því að bjóða ferða­mönnum hvaðan sem er úr heim­inum að versla með heima­manni, eða versl­un­ar­ráð­gjafa. Þessi þjón­usta byggir á svip­aðri hug­mynda­fræði og Air­bnb en í stað gisti­þjón­ustu þá munum við bjóða uppá þjón­ustu þegar kemur að því að versla í ókunn­ugri borg.

Regn­boga­safnið í Reykja­vík

Regn­boga­safnið í Reykja­vík er upp­lif­un­ar­safn á mærum listar og vís­inda, þar sem lit­ir, birta og per­sónu­leg upp­lifun eru í lyk­il­hlut­verki. Safnið verður jafn­lokk­andi fyrir ferða­menn og fyrir þá sem búa á Íslandi, enda nóg pláss fyrir fjöl­skyldu­skemmtun í flór­unni. Safnið er komið langt á veg og verður opnað í haust.

Sigló Ski Lodge

Siglo Ski Lodge ætlar að búa til Aáfangastað og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi.

Siglo Ski Lodge verður í senn áfanga­stað­ur, mið­stöð og upp­lýs­inga­miðlun fyrir nátt­úru­unn­end­ur. Með reynslu teym­is­ins í bland við þekk­ingu heima­manna vilja þau nýta þá mögu­leika sem nátt­úruparadísin Trölla­skag­inn hefur upp á að bjóða. Fyr­ir­tækið mun bjóða upp á þjón­ustu og afþr­ey­ingu í úti­vist og leið­sögn allan árs­ins hring fyrir erlenda ferða­menn sem og Íslend­inga.

Sól­vangur Icelandic Horse Center

Sól­vangur Icelandic Horse Center er fjöl­skyldurek­inn hesta­bú­garður við Eyr­ar­bakka á Suð­ur­strönd Íslands. Þau bjóða gestum upp á að skyggn­ast inn í þeirra heim með reið­kennslu við allra hæfi og gist­ingu í smá­hýs­um. Einnig geta gestir komið við í Litla Hesta­búðin sem verður í senn kaffi­hús og minja­gripa­versl­un, þar sem allt snýst um hest­inn.

The Cave People

The Cave People ætlar að bjóða ferðamönnum lifandi innsýn í manngerða hella sem eitt sinn voru heimili.Laug­ar­vatns­hellar eru stað­settir í miðjum gullna hringnum og mark­miðið er að end­ur­gera hell­ana í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim. Boðið verður upp á ferðir með leið­sögn um hell­ana og saga ábú­enda gerð ljós­lif­andi auk þess sem boðið verður upp á minja­gripi og veit­ing­ar.

Tra­velscope

Ferða­sjáin er leit­ar­vél sem finnur drauma­ferð­ina út frá óskum og sér­þörfum sem byggj­ast á alhliða gögnum um áfanga­staði. Með aðgang að raun­sönnum upp­lýs­ingum hefur not­and­inn full­komna yfir­sýn yfir þá áfanga­staði sem henta honum full­kom­lega. Hafðu heim­inn í höndum þér!

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None