Níu teymi útskrifuðust úr Startup Tourism

Startup Tourism var haldið í annað sinn í ár. Níu teymi luku viðskiptahraðlinum. Eitt fyrirtæki hefur þegar hafið starfsemi og gert er ráð fyrir að hin fari af stað á þessu ári.

Margrét Erla Maack kynnir verkefnið sitt í Tjarnarbíó. Það snýst um að veita ferðamönnum einstakt tækifæri til að upplifa ljós og liti á mærum myndlistar og vísinda
Margrét Erla Maack kynnir verkefnið sitt í Tjarnarbíó. Það snýst um að veita ferðamönnum einstakt tækifæri til að upplifa ljós og liti á mærum myndlistar og vísinda
Auglýsing

Við­skipta­hrað­all­inn Startup Tourism lauk í síð­ustu viku þegar níu ný ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og hug­myndir luku 10 vikna dag­skrá í nýsköp­un.

Þetta er í annað sinn sem Icelandic Startups efnir til við­skipta­hrað­als­ins Startup Tourism sem miðar að því að klekja sprota­fyr­ir­tæki og nýsköp­un­ar­verk­efni í ferða­iðn­að­in­um. Ferða­þjón­usta á Íslandi er nú orðin stærsti iðn­aður á Íslandi.

Fyrr á þessu ári voru tíu teymi valin til þátt­töku í við­skipta­hraðl­inum í ár, úr hópi 94 umsækj­enda. Í til­kynn­ingu frá Icelandic Startups segir að umsókna­fjöld­inn hafi auk­ist um 30 pró­sent á milli ára.

Auglýsing

Teymin níu sem útskrif­uð­ust kynntu hug­myndir sínar í Tjarn­ar­bíói fyrir fjár­festum og lyk­il­að­ilum innan ferða­þjón­ustu­geirans á föstu­dag­inn var. Eitt fyr­ir­tækj­anna hefur þegar hafið rekstur og gert er ráð fyrir að hin fyr­ir­tækin geti hafið starf­semi á þessu ári.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, flutti erindi á lokahófinu.Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, ávarp­aði loka­hófið í Tjarn­ar­bíói auk þess sem að frum­kvöð­ull­inn Oli­ver Luckett hélt tölu um vöru­merkið Ísland.

Alls eru níu fyr­ir­tæki sem tekið hafa þátt í Startup Tourism við­skipta­hraðl­inum enn starf­andi. Mark­mið við­skipta­hrað­als­ins er að gefa sér­völdum sprota­fyr­ir­tækjum tæki­færi til þess að láta hug­myndir sínar verða að veru­leika, hvetja til nýsköp­unar í ferða­þjón­ustu og stuðla að dreif­ingu ferða­manna allt landið um kring, allan árs­ins hring.. Til að ná þessu mark­miði er teymunum sem fá þátt­töku­rétt boðin full­búin aðstaða til stofn­unar fyr­ir­tækis og aðgangur að sér­fræð­ingum og leið­bein­end­um.

Teymin sem tóku þátt í Startup Tourism í ár eru eft­ir­far­andi.

Deaf Iceland

Deaf Iceland ætlar að bjóða döff ferða­mönnum að upp­lifa Ísland á for­sendum tákn­máls­ins. Þau eru braut­ryðj­endur hvað varðar slíka þjón­ustu í heim­inum og búa yfir sterku tengsla­neti. Þar að auki líta þau á fyr­ir­tækið sem atvinnu­skap­andi vett­vang fyrir heyrn­ar­lausa á Íslandi.

Hæl­ið, safn til­finn­ing­anna

Saga berkla á Íslandi og þeirra sem þá upp­lifðu verður sögð á HÆL­INU – setri um sögu berkla á Krist­nesi í Eyja­firði. Á sýn­ing­unni verður lögð áhersla á sjón­ræna fram­setn­ingu og upp­lif­un. Einnig verður kaffi­hús á staðn­um. HÆLIÐ setur um sögu berklanna opnar vorið 2018 og verður kær­komin við­bót í menn­ing­araf­þr­ey­ingu svæð­is­ins.

IceYoga

Arna Hrund Jónsdóttir kynnti hugmynd sína um Ice Yoga. IceYoga er ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem býður upp á jóga­ferðir um Ísland. Teymið á bak við IceYoga sam­anstendur af jóga­kenn­urum og leið­sögu­manni sem öll eiga það sam­eig­in­legt að hafa brenn­andi áhuga á ferða­lögum og jóga.

MyS­hopover

MyS­hopover er vef­svæði sem mun ein­beita sér að því að bjóða ferða­mönnum hvaðan sem er úr heim­inum að versla með heima­manni, eða versl­un­ar­ráð­gjafa. Þessi þjón­usta byggir á svip­aðri hug­mynda­fræði og Air­bnb en í stað gisti­þjón­ustu þá munum við bjóða uppá þjón­ustu þegar kemur að því að versla í ókunn­ugri borg.

Regn­boga­safnið í Reykja­vík

Regn­boga­safnið í Reykja­vík er upp­lif­un­ar­safn á mærum listar og vís­inda, þar sem lit­ir, birta og per­sónu­leg upp­lifun eru í lyk­il­hlut­verki. Safnið verður jafn­lokk­andi fyrir ferða­menn og fyrir þá sem búa á Íslandi, enda nóg pláss fyrir fjöl­skyldu­skemmtun í flór­unni. Safnið er komið langt á veg og verður opnað í haust.

Sigló Ski Lodge

Siglo Ski Lodge ætlar að búa til Aáfangastað og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi.

Siglo Ski Lodge verður í senn áfanga­stað­ur, mið­stöð og upp­lýs­inga­miðlun fyrir nátt­úru­unn­end­ur. Með reynslu teym­is­ins í bland við þekk­ingu heima­manna vilja þau nýta þá mögu­leika sem nátt­úruparadísin Trölla­skag­inn hefur upp á að bjóða. Fyr­ir­tækið mun bjóða upp á þjón­ustu og afþr­ey­ingu í úti­vist og leið­sögn allan árs­ins hring fyrir erlenda ferða­menn sem og Íslend­inga.

Sól­vangur Icelandic Horse Center

Sól­vangur Icelandic Horse Center er fjöl­skyldurek­inn hesta­bú­garður við Eyr­ar­bakka á Suð­ur­strönd Íslands. Þau bjóða gestum upp á að skyggn­ast inn í þeirra heim með reið­kennslu við allra hæfi og gist­ingu í smá­hýs­um. Einnig geta gestir komið við í Litla Hesta­búðin sem verður í senn kaffi­hús og minja­gripa­versl­un, þar sem allt snýst um hest­inn.

The Cave People

The Cave People ætlar að bjóða ferðamönnum lifandi innsýn í manngerða hella sem eitt sinn voru heimili.Laug­ar­vatns­hellar eru stað­settir í miðjum gullna hringnum og mark­miðið er að end­ur­gera hell­ana í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim. Boðið verður upp á ferðir með leið­sögn um hell­ana og saga ábú­enda gerð ljós­lif­andi auk þess sem boðið verður upp á minja­gripi og veit­ing­ar.

Tra­velscope

Ferða­sjáin er leit­ar­vél sem finnur drauma­ferð­ina út frá óskum og sér­þörfum sem byggj­ast á alhliða gögnum um áfanga­staði. Með aðgang að raun­sönnum upp­lýs­ingum hefur not­and­inn full­komna yfir­sýn yfir þá áfanga­staði sem henta honum full­kom­lega. Hafðu heim­inn í höndum þér!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None