Kennurum hugsanlega sagt upp vegna góðs gengis

Ekki fást fjárveitingar fyrir nýnema í Menntaskólanum við Sund vegna þess að brottfall nemenda var minna en gert var ráð fyrir.

Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Auglýsing

Miðað við áætl­aðar fjár­veit­ingar fyrir næsta skólaár þarf Mennta­skól­inn við Sund að taka inn þriðj­ungi færri nýnema nú en í fyrra. Þetta segir Már Vil­hjálms­son, rektor skól­ans. 

„Þetta hefur nátt­úru­lega slæmar afleið­ing­ar, til dæmis hjá þeim sem eru að kenna náms­efni sem hugsað er fyrst og fremst fyrir nýnema, það er 33 pró­senta nið­ur­skurður í kennslu­magni hjá þeim og það er ekk­ert sem blasir við annað en til­færslur og upp­sagn­ir. Fjár­veit­ingar mið­ast við heild­ar­nem­enda­fjölda en hann getur breyst á milli ára. Það er alveg rétt að inn­ritun nýnema er miklu minni en und­an­farin ár og færri en við sjálf myndum kjós­a.“ 

Már segir að nú þegar séu fleiri nem­endur við skól­ann en gert hafi verið ráð fyr­ir, en ákvarð­anir um fjár­veit­ingar byggi á heild­ar­fjölda nem­enda í skól­anum en ekki fjölda í hverjum árgangi.

Auglýsing

Sam­kvæmt Má eru ástæð­urnar fyrir nem­enda­fjöld­anum einkum tvær. Önnur ástæðan er inn­leið­ing á nýju þriggja anna kennslu­kerfi sem er til þriggja ára og á að leysa hið hefð­bundna fjög­urra ára stúd­ents­nám af hólmi. „Það er ákveðin bólga sem fylgir því að vera með tvö kerfi sem ekki er hægt að kom­ast hjá, til dæmis vegna þess að kennslu­á­fang­arnir eru ólíkir í kerf­un­um.“ 

Hin ástæðan sem Már nefnir er að nýja kerfið hefur dregið veru­lega úr brott­hvarfi nem­enda. Það hefur gert það að verkum að nem­endur eru fleiri en gert var ráð fyr­ir, þar sem færri hurfu frá námi en áætlað var. Már segir að hann sé ósáttur við að „þurfa að skera niður vegna þess að það gengur vel að ná mark­miðum ráðu­neytis að draga úr brott­hvarfi, mér fynd­ist frekar að horfa ætti á það með vel­þóknun heldur en að setja okkur rekstr­ar­lega í vand­ræð­i.“ 

Í Hvít­bók: Um umbætur í menntun sem gefin er út af hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins er meðal ann­ars sett fram það mark­mið að draga skuli úr brott­hvarfi nem­enda á fram­halds­skóla­stigi. Már segir að skól­inn geti sýnt fram á það töl­fræði­lega að dregið hafi veru­lega úr brott­hvarfi frá skól­an­um. Það sé þó ekki tekið til­lit til þess þegar kemur að því að ákvarða fjár­veit­ingar til skól­ans. „Ráðu­neytið stendur fast á því að við verðum að fækka nem­endum í skól­an­um. Til þess að halda heild­ar­fjöld­anum rétt­u­m.“

Ráðu­neytið með í ráðum

Már segir að þriggja anna kerfið sem skól­inn hefur tekið upp hafi verið hannað og skipu­lagt af starfs­mönnum skól­ans. Það hafi þó verið gert eftir þeim reglum sem mennta­mála­ráðu­neytið set­ur. 

Ráðu­neytið setur ákveðin skil­yrði til dæmis varð­andi ein­inga­fjölda og inn­tak lyk­il­greina á borð við íslensku, ensku og stærð­fræði. „Svo búa skól­arnir til námskránna og hún þarf að fara í sam­þykkt­ar­ferli bæði upp í Mennta­mála­stofnun og svo er námskráin stað­fest og birt í Lög­birt­ing­ar­blað­inu. Þannig það er eng­inn skóli sem kemst upp með að vera með nám sem ekki er sam­þykkt af ráðu­neyt­in­u.“

Már segir að kostn­að­ur­inn við að mennta hvern nem­enda sé svip­aður í báðum kerf­unum en þó hugs­an­lega örlítið lægri í þriggja ára kerf­inu. Þetta gerir það að verkum að kostn­aður við hvern nem­enda á árs­grund­velli er hærri í þriggja ára kerf­inu, þar sem heild­ar­kostn­aður við menntun deilist á þrjú ár í stað fjög­urra. „Það kostar alveg jafn mik­inn pen­ing að mennta þá, þeir eru bara með meira vinnu­á­lag heldur en hin­ir.“

Óþarf­lega erf­iður rekstr­ar­grund­völlur

Már segir að skól­inn sé einn af fjórum vin­sæl­ustu skólum lands­ins. For­inn­ritun er búin hjá þeim nem­endum sem eru að fær­ast af grunn­skóla­stigi yfir á fram­halds­skóla­stigið og segir hann aðsókn í skól­ann vera góða. „Miðað við stærð skóla þá erum við alveg í toppnum í land­inu, einn af fjórum efstu skól­an­um, þannig að nem­endur vilja koma hing­að.“

Hann segir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka inn fleiri nem­endur annað en skortur á fjár­veit­ingum. „Við höfum hús­næði til að taka á móti þeim, það er búið að byggja við hús­næðið fyrir einn og hálfan millj­arð og hanna skóla fyrir 850 manns.“ 

Fjár­veit­ingar til skól­ans eru svip­aðar og síð­ustu ár en Már segir vanda­málið sé aðal­lega að ekki er tekið til­lit til þess hversu margir eru í skól­anum nú þegar og því kom­ast ekki allir að sem vilja. „Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­leika í kerf­inu að bregð­ast við. Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­veg­is. Þá er voða­lega erfitt að vera með þetta svona nið­ur­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Már telur þó alvar­leg­ustu áhrifin af ósveigj­an­leika kerf­is­ins þó vera á rekstr­ar­stöð­ug­leika skól­ans. „Það versta í þessu öllu saman er að það er eig­in­lega von­laust að reka skóla með svona miklum sveifl­um. Það verður að vera ein­hver stöð­ug­leiki í þessu. Það er ekki hægt að reka skóla þar sem maður er ýmist að reka eða ráða fólk. Það verður að vera jafn­vægi bæði upp á starfs­fólk og nem­end­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None