Kennurum hugsanlega sagt upp vegna góðs gengis

Ekki fást fjárveitingar fyrir nýnema í Menntaskólanum við Sund vegna þess að brottfall nemenda var minna en gert var ráð fyrir.

Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Menntaskólinn við Sund getur ekki tekið við nemendum vegna skorts á fjárveitingum, þrátt fyrir að húsnæði og starfsfólk séu til staðar.
Auglýsing

Miðað við áætl­aðar fjár­veit­ingar fyrir næsta skólaár þarf Mennta­skól­inn við Sund að taka inn þriðj­ungi færri nýnema nú en í fyrra. Þetta segir Már Vil­hjálms­son, rektor skól­ans. 

„Þetta hefur nátt­úru­lega slæmar afleið­ing­ar, til dæmis hjá þeim sem eru að kenna náms­efni sem hugsað er fyrst og fremst fyrir nýnema, það er 33 pró­senta nið­ur­skurður í kennslu­magni hjá þeim og það er ekk­ert sem blasir við annað en til­færslur og upp­sagn­ir. Fjár­veit­ingar mið­ast við heild­ar­nem­enda­fjölda en hann getur breyst á milli ára. Það er alveg rétt að inn­ritun nýnema er miklu minni en und­an­farin ár og færri en við sjálf myndum kjós­a.“ 

Már segir að nú þegar séu fleiri nem­endur við skól­ann en gert hafi verið ráð fyr­ir, en ákvarð­anir um fjár­veit­ingar byggi á heild­ar­fjölda nem­enda í skól­anum en ekki fjölda í hverjum árgangi.

Auglýsing

Sam­kvæmt Má eru ástæð­urnar fyrir nem­enda­fjöld­anum einkum tvær. Önnur ástæðan er inn­leið­ing á nýju þriggja anna kennslu­kerfi sem er til þriggja ára og á að leysa hið hefð­bundna fjög­urra ára stúd­ents­nám af hólmi. „Það er ákveðin bólga sem fylgir því að vera með tvö kerfi sem ekki er hægt að kom­ast hjá, til dæmis vegna þess að kennslu­á­fang­arnir eru ólíkir í kerf­un­um.“ 

Hin ástæðan sem Már nefnir er að nýja kerfið hefur dregið veru­lega úr brott­hvarfi nem­enda. Það hefur gert það að verkum að nem­endur eru fleiri en gert var ráð fyr­ir, þar sem færri hurfu frá námi en áætlað var. Már segir að hann sé ósáttur við að „þurfa að skera niður vegna þess að það gengur vel að ná mark­miðum ráðu­neytis að draga úr brott­hvarfi, mér fynd­ist frekar að horfa ætti á það með vel­þóknun heldur en að setja okkur rekstr­ar­lega í vand­ræð­i.“ 

Í Hvít­bók: Um umbætur í menntun sem gefin er út af hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins er meðal ann­ars sett fram það mark­mið að draga skuli úr brott­hvarfi nem­enda á fram­halds­skóla­stigi. Már segir að skól­inn geti sýnt fram á það töl­fræði­lega að dregið hafi veru­lega úr brott­hvarfi frá skól­an­um. Það sé þó ekki tekið til­lit til þess þegar kemur að því að ákvarða fjár­veit­ingar til skól­ans. „Ráðu­neytið stendur fast á því að við verðum að fækka nem­endum í skól­an­um. Til þess að halda heild­ar­fjöld­anum rétt­u­m.“

Ráðu­neytið með í ráðum

Már segir að þriggja anna kerfið sem skól­inn hefur tekið upp hafi verið hannað og skipu­lagt af starfs­mönnum skól­ans. Það hafi þó verið gert eftir þeim reglum sem mennta­mála­ráðu­neytið set­ur. 

Ráðu­neytið setur ákveðin skil­yrði til dæmis varð­andi ein­inga­fjölda og inn­tak lyk­il­greina á borð við íslensku, ensku og stærð­fræði. „Svo búa skól­arnir til námskránna og hún þarf að fara í sam­þykkt­ar­ferli bæði upp í Mennta­mála­stofnun og svo er námskráin stað­fest og birt í Lög­birt­ing­ar­blað­inu. Þannig það er eng­inn skóli sem kemst upp með að vera með nám sem ekki er sam­þykkt af ráðu­neyt­in­u.“

Már segir að kostn­að­ur­inn við að mennta hvern nem­enda sé svip­aður í báðum kerf­unum en þó hugs­an­lega örlítið lægri í þriggja ára kerf­inu. Þetta gerir það að verkum að kostn­aður við hvern nem­enda á árs­grund­velli er hærri í þriggja ára kerf­inu, þar sem heild­ar­kostn­aður við menntun deilist á þrjú ár í stað fjög­urra. „Það kostar alveg jafn mik­inn pen­ing að mennta þá, þeir eru bara með meira vinnu­á­lag heldur en hin­ir.“

Óþarf­lega erf­iður rekstr­ar­grund­völlur

Már segir að skól­inn sé einn af fjórum vin­sæl­ustu skólum lands­ins. For­inn­ritun er búin hjá þeim nem­endum sem eru að fær­ast af grunn­skóla­stigi yfir á fram­halds­skóla­stigið og segir hann aðsókn í skól­ann vera góða. „Miðað við stærð skóla þá erum við alveg í toppnum í land­inu, einn af fjórum efstu skól­an­um, þannig að nem­endur vilja koma hing­að.“

Hann segir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að taka inn fleiri nem­endur annað en skortur á fjár­veit­ingum. „Við höfum hús­næði til að taka á móti þeim, það er búið að byggja við hús­næðið fyrir einn og hálfan millj­arð og hanna skóla fyrir 850 manns.“ 

Fjár­veit­ingar til skól­ans eru svip­aðar og síð­ustu ár en Már segir vanda­málið sé aðal­lega að ekki er tekið til­lit til þess hversu margir eru í skól­anum nú þegar og því kom­ast ekki allir að sem vilja. „Það virð­ist vanta ein­hvern sveigj­an­leika í kerf­inu að bregð­ast við. Vegna þess að nem­endur fá val. Þeir fá val um að velja sér skóla og brautir og svo fram­veg­is. Þá er voða­lega erfitt að vera með þetta svona nið­ur­neglt að segja bara svona er þetta alveg sama hvað þeir vilja.“ 

Már telur þó alvar­leg­ustu áhrifin af ósveigj­an­leika kerf­is­ins þó vera á rekstr­ar­stöð­ug­leika skól­ans. „Það versta í þessu öllu saman er að það er eig­in­lega von­laust að reka skóla með svona miklum sveifl­um. Það verður að vera ein­hver stöð­ug­leiki í þessu. Það er ekki hægt að reka skóla þar sem maður er ýmist að reka eða ráða fólk. Það verður að vera jafn­vægi bæði upp á starfs­fólk og nem­end­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None