Forstjóri FME: Meta þarf óbeint og beint eignarhald

Forstjóri FME minnir á það í inngangsorðum að ársskýrslu FME að slitabúin hafi verið metin óhæf til að eiga banka síðast.

UnnurGunnars
Auglýsing

Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), segir í inn­gangi að árs­skýrslu eft­ir­lits­ins að það sé ljóst af umræð­unni um söl­una á hlut í Arion banka, að Íslend­ingum sé umhugað um að stjórn­ar­hættir sem tíðk­uð­ust í aðdrag­anda fjár­mála­á­falls­ins 2008 end­ur­taki sig ekki. 

Þá nefnir hún sér­stak­lega að slitabú Kaup­þings og Glitn­is, þar sem vog­un­ar­sjóð­irnir voru og hafa verið með þræð­ina í hendi sér, hafi á sínum tíma verið metin óhæf til að fara með beina eign­ar­hluti í bönk­un­um. „Þjóð­fé­lags­um­ræðan sem spannst af því að tæp­lega þriðj­ungur hluta­fjár Arion ­banka skipti nýlega um hendur var óvenju til­finn­inga­rík. Ljóst er að Íslend­ing­um er umhugað um að stjórn­ar­hættir sem tíðk­uð­ust í aðdrag­anda fjár­mála­á­falls­ins 2008 end­ur­taki sig ekki. Erlendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir keyptu hlut­ina af Kaup­þing­i en fyrir Fjár­mála­eft­ir­lit­inu liggur það verk­efni að meta hæfi þeirra til að eiga ­virka eign­ar­hluti. Slitabú Kaup­þings og Glitnis voru á sínum tíma talin óhæf til­ að vera virkir eig­endur en áttu eftir sem áður bank­ana að mestu leyti sam­kvæmt ­sam­komu­lagi um upp­gjör á milli stjórn­valda og kröfu­hafa. Málið var leyst ­sam­kvæmt þágild­andi lögum með stofnun eign­ar­halds­fé­laga sem báru ábyrgð á að bönk­unum væri stjórnað í arms­lengd­ar­fjar­lægð frá eig­endum þeirra,“ segir Unn­ur.

Í mars síð­ast­liðnum keyptu vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóðir um 30 pró­sent hlut í Arion banka.  Fé­lagið Sculptor Invest­­ments s.a.r.l. keypti 6,6 pró­­senta hlut í Arion banka en það er í eigu Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, sem hefur verið tölu­vert í umræð­unni að und­an­förnu vegna mik­illa erf­ið­leika í rekstri og lög­brota sem bandríska dóms­mála­ráðu­neytið sekta það fyrir í sept­em­ber í fyrra. Sam­tals nam sektin 213 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 25 millj­örðum króna.

Auglýsing

Kaup­skil ehf., félag í eigu Kaup­­þings, á 57,9 pró­­sent hlut í Arion banka, íslenska ríkið 13 pró­­sent, vog­un­­ar­­sjóður í eigu Taconic Capi­­tal Advis­ors 9,9 pró­­sent, Attestor Capi­­tal LLP 9,9 pró­­sent og Gold­man Sachs 2,6 pró­­sent.

Unnur segir í inn­gangs­orðum sínum í skýrsl­unni að þáttur í því að meta hæfi þess­ara nýju eig­enda er að horfa í gegnum beint og óbeint eign­ar­hald á bank­an­um. „Þrátt fyrir að nú sé um eitt og hálft ár liðið frá því að nauða­samn­ingar voru gerð­ir, með skuld­bind­ing­u slita­bú­anna til að greiða stöð­ug­leika­fram­lag í rík­is­sjóð, eru skil­yrðin enn í gildi varð­andi aðkomu ­Kaup­þings og nýrra eig­enda Arion banka að rekstri hans. Brýnt er að vinda ofan af þessu fyr­ir­komu­lagi og að að­eins þeir sem telj­ast hæfir sam­kvæmt lögum og mat­i Fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði virkir eig­endur bank­ans. Þátt­ur í því verður að meta hæfi Kaup­þings og horfa í gegn­um beint og óbeint eign­ar­hald fjár­fest­ing­ar­sjóð­anna sem ný­verið keyptu beinan eign­ar­hlut í Arion banka,“ segir Unn­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None