Ólafur Ólafsson fær opinn fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að verða við formlegri beiðni Ólafs Ólafssonar um að mæta á fund með nefndinni. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum.

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis hefur ákveðið að verða við beiðni Ólafs Ólafs­sonar um að mæta á fund nefnd­ar­inn­ar. Þetta var ákveðið á fundi nefnd­ar­innar í morg­un, og að auki var ákveðið að fund­ur­inn verður opinn fjöl­miðl­um. Þetta segir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisnar og vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, en hann fer fyrir nefnd­inni í umfjöllun um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans og aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á bank­an­um. 

RÚV greinir frá þessu. Í Frétta­blað­inu í morgun kom fram að Ólafur hefði sent nefnd­inni form­legt erindi um að fá að koma fyrir nefnd­ina, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá hafði hann áður aðeins sagt opin­ber­lega að hann vildi mæta fyrir nefnd­ina, en ekki sent erindi þess efnis til henn­ar. 

Í því erindi gefur hann til kynna að hann geti varpað frekara ljósi á mála­vexti og stutt það mál sitt með gögnum og á þeirri for­sendu var ákveðið að hafa hann einn af þeim sem koma fyrir nefn­ina til þess að ræða þessi mál,“ segir Jón Stein­dór við RÚV. 

Auglýsing

Þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd, Brynjar Níels­­son og Njáll Trausti Frið­­berts­­son, töldu að fund­ur­inn með Ólafi ætti að vera lok­að­ur. Brynjar er for­maður nefnd­ar­innar en hefur sagt sig frá umfjöllun um málið vegna þess að hann var um tíma verj­andi Bjarka Diego í saka­­­máli sem sner­ist um meint efna­hags­brot. Bjarki er einn þeirra sem gegndi lyk­il­hlut­verki í þeirri fléttu sem ofin var í kringum kaup­in. 

„Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsend­ingu ef hann á að nýt­­ast okkur eitt­hvað. Þá er þetta allt komið á þvæl­ing á meðan við erum á við­­kvæmum stað í skoð­un­inni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþæg­i­­legt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefnd­inn­i,“ sagði Brynjar við Frétta­blaðið á dög­un­um. 

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefðu almenn­ingur og fjöl­miðlar ekki fengið upp­lýs­ingar um fund­inn ef hann hefði verið lok­að­ur, þar sem ólög­legt er fyrir nefnd­ar­menn að greina frá því sem gestir segja á lok­uðum nefnd­ar­fund­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None