Bjarni vildi að Jóhanna segði af sér vegna brots á jafnréttislögum

Bjarni Benediktsson spurði Jóhönnu Sigurðardóttur hvort hún íhugaði ekki að segja af sér eftir að Kærunefnd jafnréttismála komst að því að hún hefði brotið jafnréttislög. Nefndin segir Bjarna hafi brotið sömu lög og Jóhanna spyr hvað hann ætli að gera.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, ítrekað að því hvort hún hygðist ekki segja af sér embætti eftir að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið jafnréttislög árið 2011. Nú hefur sama nefnd komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hann var fjármálaráðherra. 

Jóhanna spyr á Facebook-síðu sinni hvað Bjarni ætli sér að gera nú þegar nefndin hafi úrskurðað að hann hafi brotið jafnréttislög. 

„Bjarni Benediktsson spurði mig ítrekað hvort ég teldi ekki tilefni til afsagnar þegar Kærunefnd jafnréttismála taldi mig hafa brotið jafnréttislög árið 2011. Í því tilviki hafði karl verið metinn hæfastur en konan, sem kærði, hafði verið í fimmta sæti í hæfnismati. Síðar kom fram í áliti Umboðsmanns Alþingis að kærunefndin hefði ekki sýnt fram á að ég hefði brotið jafnréttislög. Í tilviki Bjarna voru kona og karl metin jafnhæf og karlinn ráðinn. Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati,“ segir Jóhanna. 


Ábyrgðin er ráðherrans

Bjarni, þá í stjórnarandstöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu meðal annars um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í mars 2011. „Nú ber ég það upp við hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin?“ spurði Bjarni. 

Jóhanna svaraði því til að hún teldi engin efni til að segja af sér, enda hafi hún talið fyllilega faglega staðið að ráðningu skrifstofustjóra í ráðuneyti hennar. 

„Það gengur ekki fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að tína það til sem einhver rök í þessu máli að það sé í lagi að ganga gegn niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála vegna þess að sérfræðingur sem kom að málinu hafi komist að annarri niðurstöðu. Þetta stenst enga skoðun. Ábyrgðin er ráðherrans,“ sagði Bjarni þá.

Auglýsing

Líkt og Kjarninn greindi frá í gær hefur Kærunefnd jafnréttismála nú komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu í fyrra. Kona sem sótti um starfið kærði skipunina til kærunefndarinnar þar sem hún taldi sig hafa verið hæfari en hann til að gegna starfinu. Hún væri með tölu­vert meiri og víð­tæk­ari reynslu en sá sem var skip­að­ur. Í ljósi þess að fimm karlar og þrjár konur skipi emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og ein kvenn­anna sé sett tíma­bundið í for­föllum karl­kyns skrif­stofu­stjóra halli á konur hvað varðar skipan í emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá ráðu­neyt­inu. Því taldi konan að henni hafi verið mis­munað á grund­velli kyn­ferðis og vís­aði í lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna því til stuðn­ings.

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála tók undir þetta og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en mis­munun á grund­velli kyn­ferðis hafi legið til grundvallar því að konan var ekki skipuð í starf­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None