Bjarni vildi að Jóhanna segði af sér vegna brots á jafnréttislögum

Bjarni Benediktsson spurði Jóhönnu Sigurðardóttur hvort hún íhugaði ekki að segja af sér eftir að Kærunefnd jafnréttismála komst að því að hún hefði brotið jafnréttislög. Nefndin segir Bjarna hafi brotið sömu lög og Jóhanna spyr hvað hann ætli að gera.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, ítrekað að því hvort hún hygðist ekki segja af sér embætti eftir að Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið jafnréttislög árið 2011. Nú hefur sama nefnd komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hann var fjármálaráðherra. 

Jóhanna spyr á Facebook-síðu sinni hvað Bjarni ætli sér að gera nú þegar nefndin hafi úrskurðað að hann hafi brotið jafnréttislög. 

„Bjarni Benediktsson spurði mig ítrekað hvort ég teldi ekki tilefni til afsagnar þegar Kærunefnd jafnréttismála taldi mig hafa brotið jafnréttislög árið 2011. Í því tilviki hafði karl verið metinn hæfastur en konan, sem kærði, hafði verið í fimmta sæti í hæfnismati. Síðar kom fram í áliti Umboðsmanns Alþingis að kærunefndin hefði ekki sýnt fram á að ég hefði brotið jafnréttislög. Í tilviki Bjarna voru kona og karl metin jafnhæf og karlinn ráðinn. Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati,“ segir Jóhanna. 


Ábyrgðin er ráðherrans

Bjarni, þá í stjórnarandstöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu meðal annars um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í mars 2011. „Nú ber ég það upp við hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin?“ spurði Bjarni. 

Jóhanna svaraði því til að hún teldi engin efni til að segja af sér, enda hafi hún talið fyllilega faglega staðið að ráðningu skrifstofustjóra í ráðuneyti hennar. 

„Það gengur ekki fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að tína það til sem einhver rök í þessu máli að það sé í lagi að ganga gegn niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála vegna þess að sérfræðingur sem kom að málinu hafi komist að annarri niðurstöðu. Þetta stenst enga skoðun. Ábyrgðin er ráðherrans,“ sagði Bjarni þá.

Auglýsing

Líkt og Kjarninn greindi frá í gær hefur Kærunefnd jafnréttismála nú komist að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu í fyrra. Kona sem sótti um starfið kærði skipunina til kærunefndarinnar þar sem hún taldi sig hafa verið hæfari en hann til að gegna starfinu. Hún væri með tölu­vert meiri og víð­tæk­ari reynslu en sá sem var skip­að­ur. Í ljósi þess að fimm karlar og þrjár konur skipi emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og ein kvenn­anna sé sett tíma­bundið í for­föllum karl­kyns skrif­stofu­stjóra halli á konur hvað varðar skipan í emb­ætti skrif­stofu­stjóra hjá ráðu­neyt­inu. Því taldi konan að henni hafi verið mis­munað á grund­velli kyn­ferðis og vís­aði í lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna því til stuðn­ings.

Kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála tók undir þetta og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en mis­munun á grund­velli kyn­ferðis hafi legið til grundvallar því að konan var ekki skipuð í starf­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None