Nauðsynlegt að skoða frekari sameiningar í framhaldsskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra segir að þó ekki sé verið að skoða frekari sameiningar en hjá Tækniskólanum og Fjölbrautarskólanum við Ármúla sé brýnt að huga að frekara samstarfi eða sameiningu skóla.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Auglýsing

Nauðsynlegt er að huga að því að styrkja framhaldsskólakerfið með meira samstarfi milli skóla eða sameiningum, til að kerfið geti mætt þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir. 

Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var haldinn vegna frétta um áform stjórnvalda um að sameina Tækniskólann og Fjölbrautarskólann við Ármúla. 

Fækkun nemenda og stytting náms til stúdentsprófs valda því að framhaldsskólastigið er að ganga í gegnum miklar breytingar, sagði Kristján Þór. Menntamálaráðuneytið hefur skoðað samstarf og sameiningar framhaldsskóla frá árinu 2013, þar sem stærri skólar ráði betur við nemendafjölda og geti boðið upp á fjölbreyttara nám. 

Auglýsing

Kristján Þór sagði miður að ótímabær umræða um þessa ákveðnu sameiningu hafi farið af stað áður en allar upplýsingar lágu fyrir, en sagðist vona að það yrði ekki til að spilla fyrir málinu. Vinna við hugsanlega sameiningu hófst í febrúar, í samráði við starfsfólk ráðuneytisins og forsvarsmenn skólanna tveggja. „Það stóð til að þessi vinna væri lengra komin þannig að svör lægju fyrir þegar að hugmyndin væri lögð fram til kynningar fyrir hagsmunaaðila,“ sagði hann. Vonir hans stæðu til að hægt verði að taka yfirvegaða ákvörðun á grundvelli vinnunnar sem nú stendur yfir. 

Ráðherra sagðist hafa sannfæringu fyrir því að verið væri að styrkja það nám sem er fyrir hendi í skólunum. Það kunni hins vegar að vera að rannsóknarvinnan sem nú stendur yfir muni leiða í ljós vankanta á sameiningunni. „Þá verður það mín niðurstaða að slá þetta af, ef niðurstaða greiningarinnar verður á þann veg.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent