Stjórnarandstaðan sameinuð í gagnrýni á sameiningu

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í mögulegri sameiningu Tækniskólans og FÁ. Þau segja engin fagleg eða rekstrarleg rök að baki.

Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem stendur að gagnrýninni.
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem stendur að gagnrýninni.
Auglýsing

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í allsherjar- og menntamálanefnd eru sameinaðir í gagnrýni sinni á vinnubrögð stjórnvalda við mögulega sameiningu Fjölbrautarskólans við Ármúla og Tækniskólans. Þau segja Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, stefna málinu í ófrið með því að halda því leyndu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Birni Leví Gunnarssyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmönnum Pírata. Ráðherrann kom fyrir nefndina í morgun, líkt og Kjarninn greindi frá. 

Fram kom á fundinum að athugun á yfirtöku Tækniskólans á starfsemi FÁ fór af stað strax í febrúar, þ.e. áður en ríkisstjórnin lagði fram fjármálaáætlun sína, þar sem hvergi er minnst á þessar fyrirætlanir. Þá þagði ráðherrann um áformin þegar staða starfs- og verknáms var rædd í þingsal 24. apríl sl.,“ segir meðal annars í yfirlýsingu þingmannanna. 

Auglýsing

Á fundinum í morgun hafi Kristján Þór einnig staðfest að hann hafi kynnt stjórnarþingmönnum málið áður en RÚV sagði frá því, en stjórnarandstöðuþingmenn vissu ekki af málinu fyrr en í fjölmiðlum. „Erfitt reyndist að fá skýr svör um ýmis álitaefni, eins og t.a.m. hvaða lagastoð ráðherrann telji sig hafa í málinu.“ 

Þá gagnrýnir minnihlutinn að aðeins yfirtaka Tækniskólans á FÁ hafi orðið fyrir valinu í stað þess að ráðast í heildarstefnumörkum um framhaldsskólastigið. „Það liggur fyrir að hér er um að ræða pólitíska ákvörðun um að einkavæða hluta framhaldsskólakerfisins, því enn hafa ekki komið fram nein fagleg eða rekstrarleg rök að baki valinu á þessum tilteknu skólum. Í stað þess að ráðherrann fylgi yfirlýstum eign áherslum um eflingu verk- og starfsnáms virðist ætlunin að gefast strax upp fyrir verkefninu með því að veikja enn frekar opinbert verk- og starfsnám með yfirtöku Tækniskólans á FÁ.“ 

Þá segja þingmennirnir að málinu sé stefnt í ófrið með því að halda því leyndu svona lengi, og það sé mikilvægt að ákvaðanir um meiriháttar stefnubreytingar í menntakerfinu séu teknar fyrir opnum tjöldum, með aðkomu kennara og nemenda, og umræðu á þinginu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent