Stjórnarandstaðan sameinuð í gagnrýni á sameiningu

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í mögulegri sameiningu Tækniskólans og FÁ. Þau segja engin fagleg eða rekstrarleg rök að baki.

Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem stendur að gagnrýninni.
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem stendur að gagnrýninni.
Auglýsing

Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd eru sam­ein­aðir í gagn­rýni sinni á vinnu­brögð stjórn­valda við mögu­lega sam­ein­ingu Fjöl­braut­ar­skól­ans við Ármúla og Tækni­skól­ans. Þau segja Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, stefna mál­inu í ófrið með því að halda því leyndu.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá þeim Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni VG, Eygló Harð­ar­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar og Birni Leví Gunn­ars­syni og Þór­hildi Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­mönnum Pírata. Ráð­herr­ann kom fyrir nefnd­ina í morg­un, líkt og Kjarn­inn greindi frá. 

Fram kom á fund­inum að athugun á yfir­töku Tækni­skól­ans á starf­semi FÁ fór af stað strax í febr­ú­ar, þ.e. áður en rík­is­stjórnin lagði fram fjár­mála­á­ætlun sína, þar sem hvergi er minnst á þessar fyr­ir­ætl­an­ir. Þá þagði ráð­herr­ann um áformin þegar staða starfs- og verk­náms var rædd í þing­sal 24. apríl sl.,“ segir meðal ann­ars í yfir­lýs­ingu þing­mann­anna. 

Auglýsing

Á fund­inum í morgun hafi Krist­ján Þór einnig stað­fest að hann hafi kynnt stjórn­ar­þing­mönnum málið áður en RÚV sagði frá því, en stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn vissu ekki af mál­inu fyrr en í fjöl­miðl­um. „Erfitt reynd­ist að fá skýr svör um ýmis álita­efni, eins og t.a.m. hvaða laga­stoð ráð­herr­ann telji sig hafa í mál­in­u.“ 

Þá gagn­rýnir minni­hlut­inn að aðeins yfir­taka Tækni­skól­ans á FÁ hafi orðið fyrir val­inu í stað þess að ráð­ast í heild­ar­stefnu­mörkum um fram­halds­skóla­stig­ið. „Það liggur fyrir að hér er um að ræða póli­tíska ákvörðun um að einka­væða hluta fram­halds­skóla­kerf­is­ins, því enn hafa ekki komið fram nein fag­leg eða rekstr­ar­leg rök að baki val­inu á þessum til­teknu skól­u­m. Í stað þess að ráð­herr­ann fylgi yfir­lýstum eign áherslum um efl­ingu verk- og starfs­náms virð­ist ætl­unin að gef­ast strax upp fyrir verk­efn­inu með því að veikja enn frekar opin­bert verk- og starfs­nám með yfir­töku Tækni­skól­ans á FÁ.“ 

Þá segja þing­menn­irnir að mál­inu sé stefnt í ófrið með því að halda því leyndu svona lengi, og það sé mik­il­vægt að ákvað­anir um meiri­háttar stefnu­breyt­ingar í mennta­kerf­inu séu teknar fyrir opnum tjöld­um, með aðkomu kenn­ara og nem­enda, og umræðu á þing­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent