James B. Comey hefur verið rekinn sem yfirmaður alríkislögreglunnar FBI. Þetta staðfesti Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, í dag, að því er fram kemur á vef New York Times. Það var Donald J. Trump Bandaríkjaforseti sem rak hann eftir að hafa fengið ósk um það frá dómsmálaráðherranum, Jeff Sessions.
Sessions er sjálfur til rannsóknar af hálfu FBI vegna tengsla hans við Rúss í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Hann laug því að Bandaríkjaþingi, eiðsvarinn, að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninga, en gögn sem leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI bjuggu yfir, staðfestu að hann hefði fundað með sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak, í Washington í tvígang.