Konum fjölgar ekki í stjórnunarstöðum á Íslandi

Hlutfall kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórastöðum á Íslandi helst nánast óbreytt milli ára. Langt er í að kynjakvóta sé náð. Eingöngu í félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta stjórnenda.

Konur og karlar 1/9
Auglýsing

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi stendur í stað milli ára, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Konur eru 25,9 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum á Íslandi. Frá árinu 1999 hefur hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkað úr 21,3 prósentum í 25,9 prósent. 

Þegar litið er til fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn voru konur 32,3 prósent stjórnarmanna í lok síðasta árs. 

Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja tóku að fullu gildi hér á landi í september 2013 og samkvæmt þeim ber fyrirtækjum með 50 eða fleiri starfsmenn að tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 prósentum. Árið eftir það náði hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja af þessari stærð hámarki, fór upp í 33,2 prósent, en hefur síðan farið lækkandi aftur. 

Auglýsing

Konum fjölgaði lítillega í stöðum framkvæmdastjóra í fyrra, en hlutfall þeirra fór úr 21,9 prósenti í 22,1 prósent. Samkvæmt því voru 2.932 konur í stöðu framkvæmdastjóra hér á landi í lok ársins 2016. Hagstofan greinir tölurnar einnig eftir greinum, og í aðeins einni þeirra eru konur í meirihluta framkvæmdastjóra. Það er í félagasamtökunum og annarri þjónustustarfsemi, þar sem konur eru 64 prósent framkvæmdastjóra. Í fræðslustarfsemi eru konur 45,6 prósent framkvæmdastjóra og 39,6 prósent í heilbrigðis- og félagsþjónustu. 

Í lok síðasta árs voru konur 23,9 prósent stjórnarformanna landsins. Það gera 3.691 konu sem gegndi slíku starfi. Aftur eru konur eingöngu í meirihluta stjórnarformennskustarfa í félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi, þar sem þær eru 58 prósent stjórnarformanna. Sömu sögu er svo að segja af stjórnarmennsku kvenna, þær eru í meirihluta stjórna félagasamtaka og annarrar þjónustustarfsemi, en hvergi annars staðar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent