Ólafur kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í næstu viku

Ólafur Ólafsson mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á miðvikudag.

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son mun koma á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis á mið­viku­dag í næstu viku. Þetta stað­festir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar, við RÚV

Fund­ur­inn verður opinn fjöl­miðl­um, en nefndin ákvað það á fundi sínum í síð­ustu viku. Ólafur óskaði form­lega eftir því að mæta á fund nefnd­ar­innar vegna umfjöll­unar hennar um skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans á sínum tíma. Í erindi sínu gaf hann til kynna að hann gæti varpað frekara ljósi á mála­vexti og stutt það mál með gögn­um, og því var ákveðið að leyfa honum að koma fyrir nefnd­ina. 

Nefndin sem rann­sak­aði aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á stórum hlut í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003 skil­aði skýrslu sinni 29. mars síð­ast­lið­inn. Í nið­ur­stöðum hennar segir að sann­reynt hafi verið með ítar­legum skrif­legum gögnum að Ólafur Ólafs­­son, sam­­starfs­­menn hans, stjórn­­endur hjá Kaup­­þingi og nokkrir erlendir sam­­starfs­­menn, meðal ann­­ars innan Hauck & Auf­häuser, hefðu hannað fléttu sem sett var á svið í kringum kaup­in. Í henni fólst að Kaup­­þing fjár­­­magn­aði meint kaup Hauck & Auf­häuser á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, end­an­­legur eig­andi þess hlutar var aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum og bak­­samn­ingar tryggðu Hauck & Auf­häuser algjört skað­­leysi af aðkomu sinni. Slíkir samn­ingar tryggðu einnig að allur ávinn­ingur af flétt­unni, sem varð á end­­anum yfir 100 millj­­ónir dala, skipt­ist á milli aflands­­fé­lags Ólafs Ólafs­­sonar og aðila sem tengd­ust Kaup­­þingi. Á gengi árs­ins 2005 nam sú upp­­hæð 6,8 millj­­örðum króna. Í dag er hún um 11 millj­­arðar króna. Ekki var greint frá neinu ofan­greindu opin­ber­lega heldur því haldið fram að þýski bank­inn væri raun­veru­lega að kaupa hlut­inn og hefði fjár­magnað kaupin sjálf­ur. Með flétt­unni voru stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur blekkt­ir.

Auglýsing

Fjórir lyk­il­­menn í mál­inu voru boð­aðir til skýrslu­­töku fyrir nefnd­ina á meðan að vinnu hennar stóð, en neit­uðu að mæta. Um er að ræða Ólaf Ólafs­­son, Guð­­mund Hjalta­­son, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son og Sig­­urð Ein­­ar­s­­son. Þegar rann­­sókn­­ar­­nefndin beindi því til Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur að boða þá kröfð­ust þrír þeirra þess að dóm­­ari viki sæti í mál­inu. Þeirri beiðni var hafn­að.

Þegar beiðni rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar var tekin aftur fyrir í byrjun des­em­ber 2016 báru bæði Ólafur og Guð­­mundur brigður á að þeim væri skylt að svara spurn­ingum nefnd­­ar­inn­­ar. Þessu var hafnað af Hæsta­rétti 17. jan­úar 2017. Skýrslur voru loks teknar af mönn­unum í lok jan­úar og byrjun febr­­ú­­ar.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent