Ólafur kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í næstu viku

Ólafur Ólafsson mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á miðvikudag.

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son mun koma á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis á mið­viku­dag í næstu viku. Þetta stað­festir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar, við RÚV

Fund­ur­inn verður opinn fjöl­miðl­um, en nefndin ákvað það á fundi sínum í síð­ustu viku. Ólafur óskaði form­lega eftir því að mæta á fund nefnd­ar­innar vegna umfjöll­unar hennar um skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans á sínum tíma. Í erindi sínu gaf hann til kynna að hann gæti varpað frekara ljósi á mála­vexti og stutt það mál með gögn­um, og því var ákveðið að leyfa honum að koma fyrir nefnd­ina. 

Nefndin sem rann­sak­aði aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á stórum hlut í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003 skil­aði skýrslu sinni 29. mars síð­ast­lið­inn. Í nið­ur­stöðum hennar segir að sann­reynt hafi verið með ítar­legum skrif­legum gögnum að Ólafur Ólafs­­son, sam­­starfs­­menn hans, stjórn­­endur hjá Kaup­­þingi og nokkrir erlendir sam­­starfs­­menn, meðal ann­­ars innan Hauck & Auf­häuser, hefðu hannað fléttu sem sett var á svið í kringum kaup­in. Í henni fólst að Kaup­­þing fjár­­­magn­aði meint kaup Hauck & Auf­häuser á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, end­an­­legur eig­andi þess hlutar var aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum og bak­­samn­ingar tryggðu Hauck & Auf­häuser algjört skað­­leysi af aðkomu sinni. Slíkir samn­ingar tryggðu einnig að allur ávinn­ingur af flétt­unni, sem varð á end­­anum yfir 100 millj­­ónir dala, skipt­ist á milli aflands­­fé­lags Ólafs Ólafs­­sonar og aðila sem tengd­ust Kaup­­þingi. Á gengi árs­ins 2005 nam sú upp­­hæð 6,8 millj­­örðum króna. Í dag er hún um 11 millj­­arðar króna. Ekki var greint frá neinu ofan­greindu opin­ber­lega heldur því haldið fram að þýski bank­inn væri raun­veru­lega að kaupa hlut­inn og hefði fjár­magnað kaupin sjálf­ur. Með flétt­unni voru stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur blekkt­ir.

Auglýsing

Fjórir lyk­il­­menn í mál­inu voru boð­aðir til skýrslu­­töku fyrir nefnd­ina á meðan að vinnu hennar stóð, en neit­uðu að mæta. Um er að ræða Ólaf Ólafs­­son, Guð­­mund Hjalta­­son, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son og Sig­­urð Ein­­ar­s­­son. Þegar rann­­sókn­­ar­­nefndin beindi því til Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur að boða þá kröfð­ust þrír þeirra þess að dóm­­ari viki sæti í mál­inu. Þeirri beiðni var hafn­að.

Þegar beiðni rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar var tekin aftur fyrir í byrjun des­em­ber 2016 báru bæði Ólafur og Guð­­mundur brigður á að þeim væri skylt að svara spurn­ingum nefnd­­ar­inn­­ar. Þessu var hafnað af Hæsta­rétti 17. jan­úar 2017. Skýrslur voru loks teknar af mönn­unum í lok jan­úar og byrjun febr­­ú­­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent