86 manns sagt upp hjá HB Granda

HB Grandi á Akranesi hefur ákveðið að segja 86 starfsmönnum upp.

Viðræður fyrirtækisins við Akraneskaupstað hafa nýst vel en ekki breytt áformum fyrirtækisins um að sameina vinnslu fyrirtækisins á Akranesi og Reykjavík.
Viðræður fyrirtækisins við Akraneskaupstað hafa nýst vel en ekki breytt áformum fyrirtækisins um að sameina vinnslu fyrirtækisins á Akranesi og Reykjavík.
Auglýsing

86 manns verður sagt upp störfum hjá HB Granda á Akra­nesi fyrir næstu mán­aða­mót. Þetta var til­kynnt á fundi með trún­að­ar­mönnum í dag, og kemur einnig fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar. 

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að við­ræður við Akra­nes­kaup­stað und­an­farið hafi nýst vel en ekki breytt áformum fyr­ir­tæk­is­ins um að sam­eina botn­fisk­vinnsl­una á Akra­nesi við botn­fisk­vinnsl­una í Reykja­vík. Það verður gert þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

„Sam­tímis og jafn­framt verður starfs­fólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótt­ur­fé­lögum í Reykja­vík og á Akra­nesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfs­fólki sem þess óskar starf við hæfi,“ segir í til­kynn­ingu HB Granda. Þar segir jafn­framt að starfs­fólk sem ekki fær vinnu við hæfi muni fá aðstoð við atvinnu­leit á vegum fyr­ir­tæks­is­ins. 

Auglýsing

Áfram verður önnur starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og dótt­ur­fé­laga á Akra­nesi, og fyr­ir­tækið seg­ist ætla að leggja kraft í að efla þá starf­semi og full­vinnslu sjáv­ar­af­urða á Akra­nes­i. 

Til­kynn­ingin til Kaup­hall­ar­innar er hér að neð­an.

Á fundi trún­að­ar­manna HB Granda og for­svars­manna HB Granda á Akra­nesi 11. maí 2017, var farið yfir áform um að leggja af fisk­vinnslu í botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi. Að höfðu sam­ráði við full­trúa starfs­manna og stétt­ar­fé­laga hafa staðið yfir við­ræður við Akra­nes­kaup­stað og einnig hafa feng­ist upp­lýs­ingar frá Faxa­flóa­höfnum og Reykja­vík­ur­borg. Við­ræð­urnar hafa nýst vel til gagn­kvæmra upp­lýs­inga og munu gagn­ast aðilum til fram­tíð­ar.

Nið­ur­staða við­ræðna hefur þó ekki breytt þeim áformum HB Granda að sam­eina botn­fisk­vinnslu félags­ins á Akra­nesi við botn­fisk­vinnslu félags­ins í Reykja­vík þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Hjá HB Granda og dótt­ur­fé­lögum á Akra­nesi starfa 270 manns, þar af vinna 86 við botn­fisk­vinnsl­una sem fá upp­sagn­ar­bréf fyrir næstu mán­aða­mót. Sam­tímis og jafn­framt verður starfs­fólki boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótt­ur­fé­lögum í Reykja­vík og á Akra­nesi. Vonir standa til að hægt verði að bjóða öllu starfs­fólki sem þess óskar starf við hæfi.

Starfs­fólk sem ekki fær vinnu við hæfi býðst aðstoð við atvinnu­leit á vegum HB Granda. HB Grandi mun hafa sam­ráð við trún­að­ar­menn og stétt­ar­fé­lög þeirra.

HB Grandi rekur eftir sem áður upp­sjáv­ar­vinnslu, fiski­mjöls­verk­smiðju og dótt­ur­fé­lögin Norð­an­fisk og Vignir G. Jóns­son á Akra­nesi. Félagið mun leggja kraft í að efla þessar rekstr­ar­ein­ingar og full­vinnslu sjáv­ar­af­urða á Akra­nesi.

For­ráða­menn Akra­nes­kaup­staðar og HB Granda munu halda áfram við­ræðum um að standa að frek­ari upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á Akra­nesi. Einn liður í því er að full­trúar Akra­nes­kaup­staðar í Faxa­flóa­höfnum beiti sér fyrir því að ráð­ist verði í nauð­syn­legar við­halds­að­gerðir á Akra­nes­höfn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent