Apple með fulla vasa fjár og meira til

Tíu ár eru um þessar mundir frá því Steve Jobs kynnti til leiks nýja vöru. iPhone símann.

Eitt af því sem gerir stöðu Apple óvenju­lega þessi miss­erin er lausa­fjár­staða fyr­ir­tæk­is­ins.
Eitt af því sem gerir stöðu Apple óvenju­lega þessi miss­erin er lausa­fjár­staða fyr­ir­tæk­is­ins.
Auglýsing

Verð­mætasta hluta­fé­lag í heimi í dag, sé horft til mark­aðsvirðis miðað við skráð gengi í gær, er hug­bún­að­ar­ris­inn Apple. Verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu er nú kom­inn í 811 millj­arða Banda­ríkja­dala eða sem nemur tæp­lega 90 þús­und millj­örðum krón­um. 

Framundan er hjá fyr­ir­tæk­inu að kynna nýja vöru, iPhone 8, en á þessu ári eru tíu ár frá því að frum­kvöð­ull­inn Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone sím­ann, sem gjör­breytti far­síma- og hug­bún­að­ar­geir­an­um. „Ég er búinn að bíða eftir þessum degi í tvö og hálft ár,“ sagði Jobs áður en hann kynnti sím­ann til sög­unn­ar.

Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum ára­tug, og ótrú­legar tækni­fram­farir átt sér stað, ekki síst vegna mögu­leika sem opn­uð­ust með snjall­símun­um.

AuglýsingVel­gengni Apple á þessum tíma hefur verið með ólík­ind­um, og raunar án for­dæma í við­skipta­sög­unni. Fyr­ir­tækið hefur selt meira en millj­arð sím­tækja og mörg hund­ruð millj­ónir ein­taka af spjald­tölvum og öðrum varn­ingi, og lagt grunn­inn að stór­veld­inu sem fyr­ir­tækið er orð­ið.

Tim Cook, for­stjór­inn sem tók við stjórn­ar­taumunum þegar Steve Jobs lést úr krabba­meini, segir að Apple muni ekki síst ein­blína á Asíu­markað í fram­tíð­inni, og hefur nefnt Ind­land sem helsta hávaxt­ar­svæð­ið. 

Eitt af því sem gerir stöðu Apple óvenju­lega þessi miss­erin er lausa­fjár­staða fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tækið á 256 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri (Cash on hand), eða sem nemur um 30 þús­und millj­örðum króna. Ekk­ert fyr­ir­tæki utan fjár­mála­geirans á nándar nærri jafn mikið af lausu fé til umráða. 

Upp­hæðin dugar til að kaupa allan íslenska hluta­bréfa­mark­að­inn 25 sinn­um, og ríf­lega það. Apple gæti líka keypt Morgan Stanley bank­ann (88 ma. USD), Gold­man Sachs (79 ma. USD), Tesla (55 ma. USD) og stóran hlut í Net­flix (67 ma. USD), fyrir þessa fjár­hæð, svo dæmi sé tek­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent