#loftslagsmál#vatn#umhverfismál

Íslendingar nota fjögur til fimm tonn af heitu vatni á hvern fermetra

90% alls heita vatnsins á Íslandi fer í húshitun. Restin fer í baðið, sturtuna, þrif, uppvask og svo framvegis. Hér eru lykiltölur um vatn.

Meðalnotkun vatns á heimili er um 500 lítrar á sólarhring.
Meðalnotkun vatns á heimili er um 500 lítrar á sólarhring.

Íslensk heim­ili nota árlega að með­al­tali fjögur til fimm tonn af heitu vatni á hvern fer­metra. Um 90 pró­sent fara í hús­hitun en um 10 pró­sent í bað, sturtu, þrif, upp­vask og almenna neyslu.

Oft er miðað við að hver Íslend­ingur noti um 200 lítra af vatni á dag en sam­kvæmt nýrri rann­sókn, sem er í vinnslu á vegum Veitna ohf., fyr­ir­tækis sem sér um að veita raf­magni og heitu og köldu vatni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víð­ar, sýna fyrstu nið­ur­stöður að lík­lega sé notk­unin minni eða um 130 til 150 lítrar á dag. Til sam­an­burðar má nefna að 60 lítrar af vatni eru not­aðir í með­alst­urtu sem tekur fimm mín­út­ur.

Íslend­ingar hafa mikið og gott aðgengi að vatni því það rignir vel og snjóar á land­inu. Þrátt fyrir það er vert að huga frekar að hversu mikið vatn er verið að nota, hversu mikið rennur af grunn­vatni á land­inu og hver gæði drykkj­ar­vatns eru.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri umfjöllun um íslenskt vatn hér á vef Kjarn­ans.

Með­al­notkun

 • Íslensk heim­ili nota árlega að með­al­tali fjögur til fimm tonn af heitu vatni á hvern fer­metra. 
 • Um 90% fara í hús­hitun en um 10% í bað, sturtu, þrif, upp­vask og almenna neyslu. 

 • Með­al­notkun á heim­ili eru 500 lítrar á sól­ar­hring.
 • Oft er miðað við að hver Íslend­ingur noti um 200 lítra af vatni á dag en sam­kvæmt nýrri rann­sókn, sem er í vinnslu á vegum Veitna ohf., fyr­ir­tækis sem sér um að veita raf­magni og heitu og köldu vatni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víð­ar, sýna fyrstu nið­ur­stöður að lík­lega sé notk­unin minni eða um 130 til 150 lítrar á dag.
 • 60 lítrar af vatni eru not­aðir í með­alst­urtu sem tekur fimm mín­út­ur. 
 • Með­al­vinnsla í Heið­mörk er um það bil 700 lítrar vatns á sek­únd­u. 
 • Um helm­ingur þess vatns sem Veitur ohf. dreifa er nýttur í atvinnu­rekstri.

Auglýsing

Grunn­vatn

 • 5.000 rúmmetrar af vatni renna á sek­úndu af land­inu og þar af um 1.000 rúmmetrar af grunn­vatn­i. 
 • Stærsti hluti grunn­vatns­ins, eða um 600 rúmmetrar á sek­úndu, kemur fram sem lind­ar­vatn á hálend­inu og sam­ein­ast jök­ul- og dragám þar. Afgang­ur­inn, um 400 rúmmetrar á sek­úndu, kemur fram í lindum á lág­lend­inu.
 • For­spá veð­ur­farslík­ana bendi til þess að úrkoma verði um 6.000 rúmmetrar á sek­úndu árið 2100 vegna loft­lags­breyt­inga. Jökl­arnir muni bráðna meira og hlýrra verði í veðri. 

Neyslu­vatn

 • 97% af neyslu­vatni Íslend­inga er grunn­vatn.
 • Við reglu­bundið eft­ir­lit á árunum 2010 til 2012 greind­ist E.coli í innan við 1% sýna hjá vatns­veitum sem þjóna fleirum en 500 manns. 
 • E.coli greind­ist í 6,5% sýna frá vatns­veitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. 

Hægt er að lesa nánar um stöðu vatns á Íslandi í umfjöllun Kjarn­ans „Bláa gullið“.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Hrafn Jónsson
500.000 króna fíllinn í herberginu
25. maí 2017 kl. 10:00
May krefst skýringa frá Trump á leka leyniþjónustunnar
Myndir og gögn sem tengjast sprengjuárásinni í Manchester láku frá leyniþjónustuaðilum Bandaríkjanna.
25. maí 2017 kl. 9:00
Sigmundur Davíð segir fyrrverandi formenn hafa farið gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við stöðu Framsóknarflokksins.
25. maí 2017 kl. 8:00
Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu
24. maí 2017 kl. 20:18
Bjarni Jónsson
Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina
24. maí 2017 kl. 17:00
Sigmundur Davíð boðar stofnun Framfarafélagsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hópur Framsóknarmanna og aðrir stofnuðu Framfarafélagið á fæðingardegi Jónasar frá Hriflu. Félagið á að vera vettvangur til að stuða að framförum á öllum sviðum samfélagsins.
24. maí 2017 kl. 16:56
Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun
Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.
24. maí 2017 kl. 15:00
Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum
Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.
24. maí 2017 kl. 13:00
Meira úr sama flokkiInnlent